Bræðrabandið - 01.11.1977, Blaðsíða 23

Bræðrabandið - 01.11.1977, Blaðsíða 23
ummyndaður. í þessu er hann fyrirmynd okkar sem erum að búa okkur undir endurkomuna. Sá sem undirbjó fyrstu komu Jesú — Jóhannes skírari — átti aó ganga „í anda og krafti Elía.“ Hann kallaði karla og konur til þess að búa sig undir ríki Krists með því að segja skilið við siðvenjur og málamiðlun. Eins og Elía, á fólk hinnar spádómlegu hreyfingar að reisa „við altari Drottins, er niður hafði verið rifið.“ (sbr. 1. Kon. 18, 30.). Samkvæmt Jes. 58, eiga þeir að „byggja upp hinar fornu borgarrústir," og „reisa af nýju múrveggina, er legið hafa við velli marga mannsaldra." (12. vers). Móse hafnaði auðæfum Egyptalands til þess að ganga með fólki Guðs til hins jarðneska Kanaanlands. Þótt Móses og fólkið hafi á stundum misst sjónar á arfleifðinni, leiddi Guð hina hlýðnu á ákvörðunarstað. Hver vill nú yfirgefa jarðnesk auðævi og ganga með hinni spádómlegu hreyfingu inn í hið himneska Kanaanland? Hver vill nú horfa stöðugt á hlutverk sitt og hina dýrlegu arfleifð? Enok var uppi á dögum skefjalauss óguðleika. Hann var „óhræddur við að átelja synd... í þrjú hundruð ár hafði Enok leitað eftir hreinleika sálarinnar, svo hann gæti verið í samræmi við himininn." — Patriarchs and Prophets, bls. 86, 87. Hver vill nú, eins og Enok, kalla syndina sínu rétta nafni og gefa gaum að hinum hreinsandi boðskap „hins sanna og trúa vottar“? Móses, Enok og Elía voru boðberar Guðs til fólksins á þeirra dögum. Þeir voru prédikarar réttlætisins, og þegar fólkið gal gaum að boðskap þeirra þá varð vakning. Hver vill nú gefa gaum að boðbera Drottins til safnaðar leifanna? Hver vill reyna vakningu guðhi-æðslu góðra verka? Elía, fylltur krafti Drottins Guðs himinsins, skók undirstöður skurðgoðadýrkunarinnar sem var alls ráðandi á hans dögum. Á Karmelfjalli horfðist hann í augu við dauðann og skoraði á mannfjöldann sem var saman kominn að þjóna Drottni. Hver vill nú boða boðskapinn fyrir okkar tíma „í anda og krafti Elía“? Hver vill steypa niður sérhverju eigingjörnu skurðgoði og biðja um haustregnið? Til umrœdu 1) Hvað þýðir það að kjósa Jesúm Krist sem frelsara og konung? (Vegurinn til Krists, bls. 55—56). 2) Hvaða kenningar felast í boðskap englanna þriggja? (Op. 14, 6—12.). 3) Hvaða leiðbeiningar eru gefnar söfnuðinum í Laódíkeuboðskapnum? Skilgreinið „gull, brent í eldi,“ „hvít klæði,“ og (augn)„smyrsl.‘ 4) Hvenær mun haustregnið falla og á hverja? (The Acts of the Apostles, bls. 47—56.) Boð- skapur til safnaðarins bls. 71—72. 5) Hvernig birtist kraftur Heilags Anda á dásamlegan hátt áður en Kristur kemur aftur? (Deilan mikla, bls. 638—640). Hvíldardagurinn 5. nóvember HA NDA N END URKOMUNNA R Dýrð hins komandi heims mun taka langt fram okkar hjartfólgnustu vonum og auðugasta ímyndunarafli. Með fögnuði og eftirvæntingu skulum við gera okkur í hugarlund að dagur endurkomu frelsara okkar sé upp runninn. Þetta er dagurinn sem við höfum þráð, beðið fyrir, lifað fyrir og unnið að. Loksins er hann runninn upp. Hvílíkt ægilegt sjónarsvið! Þessi reikistjarna, jörðin, lyftist og þenst allt í kring um okkur og undir fótum okkar. Allt í náttúrunni er úr skorðum. Fjallgarðar skjálfa og hrynja fyrir augum okkar. Obyggðai- eyjar hverfa í öldur hins æsta hafs. Stoltar, óguðlegar borgir, bæli lasta og glæpa, hrapa niður í gínandi sprungur í jörðinni, og einnig í hafið. Festingin er í reiói-uppnámi. Þrumurnar æða og skella saman með ægilegum gný. Skjannahvítar, ógnandi eldingar lýsa upp hið dimma landslag með breiðum, hrollvekjandi logum. Það er komið að þeim degi er Guð mun gera upp reiknirg sinn á iörðunni! Á austurhimninum birtist lítið ský — á stærð við mannshönd — vafið myrkri. Guðs sanna fólk kannast við þetta sem tákn manns-sonarins er brýst þarna í gegnum myrkrið. Þeir horfa upp, hið konunglega fylgdarlið kemur nær, skýið stækkar. Það verður skærara og skærara þar til það hellist í hátignarlegu geislaflóði yfir heiminn fyrir augunum á þeim. Jesús konungur kemur í hátign konungslegs dýrðarljóma niður hvelfingar himnanna framhjá stjörnukerfum óteljandi heima. Dýrleg stund — þetta er dagurinn — Hann er að koma! Augu þeirra sjá hann. í hinu æðisgengna uppnámi, allt í kring um hina heilögu, eru hinir óguðlegu, skelfingu lostnir, að kalla á fjöllin og hamrana að falla yfir sig — til þess að fela þá fyrir návist hans sem hefur talað 23

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.