Bræðrabandið - 01.11.1977, Page 25

Bræðrabandið - 01.11.1977, Page 25
lýtalausir." (Op. 14, 4. 5.). Hér er „Mikill múgur, sem enginn gat tölu á komið, af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum. Þeir stóðu frammi fyrir hásaetinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítum skikkjum, og höfðu pálma í höndum.“ (Op. 7, 9.). Hér eru þeir „sem unnið höfðu sigur á dýrinu og á líkneski þess og á tölu nafns þess.“ (Op. 15, 2.). Hér „eru þeir sem komnir eru úr þrengingunni miklu, og hafa þvegið skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins." (Op. 7,14.). Og nú mun hinn mikli múgur, sem enginn gat tölu á komið, sameina raddir sínar í hinum mikla lofgjörðarkór. Englarnir eru hljóðir. Þeir geta ekki sameinast hinum endurleystu í þessum söng inn endurlausnina. Þeir hafa aldrei syndgað. Þeir hafa aldrei stigið niður í hina köldu jörð í dauða. Þeir geta ekki skilið til fulls þessa dásamlegu og undursamlegu endurlausn keypta fyrir blóð Krists. Þeir hlusta í undrun er hinir endurleystu sameina raddir sínar í sínum „nýja söng.“ (Op. 14, 3.). Mengunarvandamáliö leyst Nú fá hinir réttlátu laun sín. Þau eru ekki heimkynni sem eru óáþreifanleg og þar sem líkamslausir andar slá hörpur um leið og þeir fljóta stefnulaust um geiminn. Hinir endurleystu allra alda munu vera raunverulegt fólk í raunverulegum heimkynnum við raunveruleg störf. „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin, og hafið er ekki framar til.“ (Op. 21,1). „Því að Drottinn huggar Sion, huggar allar rústir hennar; hann gjörir auðn hennar sem Eden og heiði hennar sem aldingarð Drottins. Fögnuður og gleði mun finnast í henni, þakkargjörð og lofsöngur.“ (Jes. 51,3.). „Eyðimörkin og hið þurra landið skal gleðjast; öræfin skulu fagna og blómgast sem lilja. Þau skulu blómgast ríkulega og fagna af unaði og gleði. Vegsemd Líbanons skal veitast þeim, prýði Karmels og Sarons; þau skulu fá að sjá vegsemd Drottins og prýði Guðs vors.“ (Jes. 35,1.2.). íbúar hinnar nýju jarðar munu verða hamingjusamt, heilbrigt og heilagt fólk. „Því að þetta hið forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum, og þetta hið dauðlega að íklæðast ódauðleikanum.“ (1. Kor. 15, 53.). Þeir sem búa í heimkynnum hinna endurleystu munu ekki segja, „Ég er sjúkur.“ (Jes. 33, 24.). Þeir munu aldrei eldast né hrörna. „En þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft; þeir fljúga upp á vængjum sem ernir; þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki. (Jes. 40,31.). Fátœktarvandamálið loksins leyst Hinir endurleystu Guðs munu verða við ánægjuleg og arðsöm störf, rétt eins og Adam og Eva voru athafnasöm í Eden-garðinum. „Og þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra.“ (Jes. 65, 21.). Engin vandamál fátæktar framar. Enginn uppskerubrestur. Enginn verður sviptur rétti sínum til þess að leysa út veð í landi dýrðarinnar. „Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta; því að aldur fólks míns mun vera sem aldur trjánna, og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna. Eigi munu þeir erfiða til ónýtis og eigi börn geta til skammlífis, því að þeir eru kynslóð manna, er Drottinn hefir blessað, og niðjar þeirra verða hjá þeim.“ (Jes. 65, 22. 23.). Hér er sannarlega stokkað upp á nýtt, sanngjarn hlutur, stórkostlegt samfélag, og Guð hefur áformað allt þetta — og vissulega óendanlega miklu meira! Aldrei framar mun synd og sorg, sársauki hjartans og vonbrigði, sjúkdómar og dauði setja blett sinn á sköpun Guðs. „Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöld er framar til; hið fyrra er farið.“ (Op. 21, 4.). Dagar sársauka og dauða, gráts og sorga, eru að eilífu á enda. Engar heimsstyrjaldir, smærri styrjaldir, borgarastyrjaldir munu framar vera til. Aldrei framar verður blómi ungmenna brytjaður niður né hinn ólánsami borgari. „Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra, segir Drottinn.“ (Jes. 65, 25.) „Komið, skoðið dáðir Drottins,... hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöld í eldi.“ (Sálm. 46,9. 10.). Það sem stjórnvitringum þessa heims hefur reynst óframkvæmanlegt gerir Guð — hann stöðvar styrjaldir. í þessu dýrðarríki munu vitsmunahæfileikar okkar vaxa og leita eftir nýjum sviðum til að glíma við. „Sérhver hæfileiki fær að þroskast, sérhver gáfa að eflast. Þekkingarleit mun ekki þreyta hugina né reyna á kraftana. Þar verður hægt að vinna hin veglegustu stórvirki og ná hinum æðstu markmiðum og hefjast upp til hæsta frama. Og þrátt fyrir það verða enn til nýjar hæðir að ná, nýjar dásemdir að keppa að, ný sannindi að skilja, ný viðfangsefni til að kalla fram orku huga, sálar og líkama. „Allir sjársjóðir alheimsins verða opnir hinum endurleystu til athugunar. Þar sem þeir eru óbundnir af dauðanum, hefja þeir óþreytandi flug til fjarlægra veralda — veralda, sem kenndu nístandi sorgir yfir hinni mannlegu eymd og ómuðu af gleðisöngvum yfir hverri endurleystri sál. Með ólýsanlegri gleði ganga börn jarðarinnar inn í fögnuð og vísdóm hinna óföllnu vera. Þeir deila með þeim fjársjóðum þekkingar og skilnings sem aflað hefur verið um aldir alda í íhugun um handaverk Gués. Með óskertri sjón horfa þeir á dýrð sköpunarverksins — sólir og stjörnur og vetrarbrautir, allt í sinni réttu skipan, sem snýst um hásæti guðdómsins. Á alla hluti frá þeim smæsta til hins stærsta er nafn skaparans 25

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.