Bræðrabandið - 01.11.1980, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.11.1980, Blaðsíða 7
Öruggt skjól Er lúin ég geng um lxfsins veg og Ijósgeisla tæpast fæ séö, finnst ég sé umvafin þrúgandi þögn og þungt er mitt frióvana geö, þá flý ég, minn Drottinn, i faöminn þinn, þar finn ég mér öruggast skjól. Þá geislar á braut mina glampa á ný, ég gleö mig viö kærleikans sól. Er sorgin mig hrjáir og syrtir á braut, ég sé aöeins koldimma nótt, kjarkurinn þverr og mín veik reynist vörn er vegur aö freistinga gnótt. Þá flý égminn Drottinn, i faöminn þinn, þar finn ég hiö örugga skjól. Þú veitir mér hugrekki, huggun og styrk, þú ert hjarta míns skærasta sól. Er geng ég mín spor inn um gleðinnar dyr og gæfunnar finn ég þar mund meö ljómandi sólarskin lýsa hvern blett um lífsbraut, á fagnaöar stund. Þá fel ég mig Drottinn minn, faöm'þínum í og færi þér lofgjöróar óö. Þú skilur mig best og ég skynja hjá þér minn skapari, himinsins glóö. Þá ellin mig grýpur meö harðgerri hönd og heldur í greip sinni, sterk þá skrefin min styttast og styrkurinn þverr, og ég stunda ei lengur neitt verk. Þá flý ég minn Drottinn í faóminn þinn og fel þar mín titrandi skref. Allan minn hrumleik, mitt hjálpvana líf. Viö hjarta þitt skjól mitt ég hef. Þú dag hvern ert samur og náö þín æ ný, ég nýt hennar daglega hér, i nægtum, í skorti, í sælu og sorg, sama hvert hlutskiptiö er. - Þvi flý ég, minn Drottinn, í faöminn þinn og fel þér min lífstíðar spor. Ég veit, þú að lokum munt leiöa mig inn þar sem ljómar hiö eilífa vor. Björk

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.