Bræðrabandið - 01.11.1980, Side 13

Bræðrabandið - 01.11.1980, Side 13
SKÓLAMÁL AÐVENT-SKÓLAR Snemma á sögu safnaðarins varö aðventistum ljóst, og sér- staklega foreldrum sem áttu börn á skólaldri, að erfitt reyndist aó vinna á móti áhrifum þeim sem börnin urðu fyrir i rikisskólunum. Drottinn veitti ljós i þessum efnum fyrir munn anda spádómsins. Skólar risu og blessun fylgdi í kjölfar þeirra. Hvergi voru söfnuóirnir sterkari en einmitt þar sem skólarnir voru. Reynsla hefur nú fengist í marga áratugi já sums staðar i heila öld, og blessun skólanna er greinilega augljós. Spilling, siðferóishrun, heimslegur hugsunarháttur, skemmtana- og tískufíkn, van- ræksla á Ritningunni og kristnum meginreglum, hrein guósafneitunar- stefna, hávegur framþróunarkenn- ingarinnar, sinnuleysi um and- leg mál,andrúmsloft nútímahyggju sem læðist utan um og inn i huga barns og unglings, allt þetta og mikið meira er stöóug andstaða gegn sönnum kristindómi, sannri kristilegri lifsstefnu. Ef vió látum barnió mótast í slíku um- hverfi getur þaó orðið um seinan, eða mjög erfitt og sársaukafullt siðar aó ætla inn á aðrar brautir. Börnin þurfa á samstiiltu átaki kirkju, hemilis OG skóla að halda. Á þeim tímum sem við lif- um á veitir ekki af þessum þrí- hyrningi. "Baráttan sem viö eigum í, sem fylgjendur Krists, er ekki við blóð og hold, heldur vió heims- drottna þessa myrkurs,vió anda- verur vonskunnar." (Ef.6,12). Og "þótt vér lifum jarðnesku lifi, þá berjumst vér ekki á jarðneskan hátt,..þar sem vér brjótum nióur hugsmxðar og hæó hverja, er ris gegn þekkingunni á Guói og her- tökum hverja hugsun til hlýðni viö Krist." (2.Kor.10,3-5). Páll segir einu versi siðar "þér horfió á hiö ytra." Guö gefi að þaó eigi ekki við um okkur. Baráttan er um hinn innri mann. Þar er baráttan upp á líf og dauóa. Guð gefi okkur náð til að tryggja innri velferð fyrst. "Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður aó auki." (Matt. 6,33) . "Treystió Drottni, Guöi yóar, þá munið þér fá staóist, trúió spámönnum hans, þá munuð þér gif giftudrjúgir verða." E . B . S . Nýlega fór prestur einn og kona hans i heimsókn í tvo litla söfnuöi þar sem þau höföu starfað fyrir tuttugu árum. Eitt af þvi sem þau höfóu mikinn áhuga á, var hvaó hefði oróió um krakkana í söfnuðinum. Þessir tveir söfnuð- ir starfræktu barnaskóla. Fimm barnanna fóru ekki í safnaðar- skólann. Ekkert þeirra er safn- aóarmeólimur núna. Fimmtán börn fóru i safnaóarskólann. Sex þeirra eru safnaóarmeðlimir. Fimm af þessum fimmtán fóru í framhaldsskóla safnaóarins og eru öll í söfnuðinum, fjögur þeirra starfsmenn. Hinir níu sem ekki eru safnaóarmeðlimir, fóru aldrei í framhaldsskólann. Spámaskólarnir voru "ætlaóir sem vörn gegn vaxandi spillingu" Ed,46. Hvernig er ástandið núna? Hvað verður um börnin okkar? 13

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.