Bræðrabandið - 01.11.1980, Síða 14

Bræðrabandið - 01.11.1980, Síða 14
Lækning frá Satan afdrifarík Gripió niður í kaflann, FALL AKABS" í. bókinni Prophets and Kings eftir E.G.White. "Mörgum hryllir vió þeirri hugsun að hafa samband við miðla, en hrífast samt af viðkunnanlegra formi andatrúar. Enn aðrir láta avegaleiðast af kenning- um Christian Science, og dulspeki guðspekinnar og annarra austurlenskra trúarbragða. Postular svo til allra tegunda andatrúar segjast hafa lækningamátt. Þeir þakka þetta krafti rafmögnunar, segulkrafti, svokölluðum "samhyggðar- lækningum," eða blundandi öflum í huga mannsins. Og það eru ófáir, jafnvel á þessum tímum kristninnar, sem fara til þessara lækningamanna, í stað þess að treysta krafti hins lifandi Guðs og hæfileikum velmenntaðs læknis. Móðirin, sem vakir við sjúkrabeð barns- ins síns, hrópar,"Ég get ekkert meira gert. Er hvergi læknir sem getur læknað barnið mitt?" Henni er sagt frá dásam- legum lækningum miöils nokkurs eða segulkraftalæknis. HÚn felur þeim ást- kært barnið sitt, og leggur það jafn- vissulega í hendur Satans eins og stæði hann við hlið hennar. í mörgum tilfell- um stjórnast líf barnsins eftir þetta af illum öflum sem ómögulegt virðist vera að brjóta á bak aftur". PK211. ★ ”Herra, Herra“ "Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá er gjörir vilja föður míns, sem er í himnunum. Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höf- um vér ekki spáð með þínu nafni, og höfum vér ekki rekið ut illa anda með þínu nafni, og höfum vér ekki gjört mörg kraftaverk með þínu nafni? Og þá mun ég segja þeim afdráttarlaust: Aldrei þekkti ég yður; farið frá mér þér, sem fremjið lögmálsbrot." Matt. 7,21-23. "Vera má að þessir segist vera fylgjendur Krists, en þeir hafa misst sjónar á meistara sínum. Það kann að vera að þeir segi: "Herra, herra"; þeir kunna að benda á hina sjúku sem þeir hafa læknað, og önnur kraftaverk, og staðhæfa að þeir hafi meira af Anda og krafti Guðs en sjáanlegt sé á meðal þeirra sem halda lögmál hans. En verk þeirra eru unnin undir stjórn óvinar réttlætis, hans sem stefnir að því að blekkja sálir, og þessi verk eru til þess ætluð að leiða menn burt frá hlýðni, sannleika og skyldu. 1 náinni framtíð munu þessi kraftaverkaöf1 koma enn greinilegar fram á sjónar- sviðið, því um þau er þetta sagt: "Og það gjörir tákn mikil svo að það lætur jafnvel eld falla af himni ofan á jörðina í augsýn mannanna" E.G.White í ST 26.feb.1885. ★ Þegar Kristur neitaði að gera kraftaverk "Frásögnin af freistingum Krists átti að vera til lærdóms öllum fylgj- endum hans. Þegar Satan blæs óvinum Krists í brjóst að biðja fylgjendur Krists um að gera kraftaverk ættu þeir að svara eins hógværlega og sonur Guðs svaraði Satan: "Ritað er: Ekki skaltu freista Drottins Guðs þíns." Vilji þeir ekki láta sannfærast af innblásnum vitnisburði, mun auglýsing á krafti Guðs ekki gagna þeim neitt. Dásemdar- verk Guðs eru ekki framkvæmd til þess að svala forvitni neins. Kristur, sonur Guðs, hafnaði því að sanna fyrir Satan vald sitt. Hann reyndi á engan hátt að fjarlægja "EF" Satans með því að gera kraftaverk. Lærisveinar Krists munu komast í svipaðar aðstæður. Vantrúaðir munu heimta að þeir geri kraftaverk, til sönnunar þeirri trú sinni að sérstakur kraftur Guðs sé í söfnuðinum og að þeir séu Guðs útvaldi lýður. Vantrúaðir, sem þjást af sjúkdómum, munu fara fram á það við þá að þeir geri á þeim krafta- verk til að sanna það að Guð sé með þeim. Fylgjendur Krists ættu þá að fara að dæmi herra síns. Jesús notaði ekki guðlegan mátt sinn til að þóknast Satan með kraftaverki. Það geta þjónar Krists ekki heldur gert. Þeir ættu að vísa hinum vantrúuðu á hinn ritaða, innblásna vitnisburð til þess að finna þar sönnun þess að þeir séu hlýðið og trúfast fólk Guðs og erfingjar hjálp- ræðisins." MM 15 ★ 14

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.