Bræðrabandið - 01.11.1980, Page 16
nú hljómar aðvent-boðskapurinn til
milljóna manna á ítalíu sem áður náðist
ekki til.
AÐVENTISTAR ÚTVARPA Á ÍTALÍU
Á skemmri tíma en einu ári hafa
Sjöunda dags aðventistar sett á fót
fjórar útvarpsstöðvar á ítalíu. Fyrsta
stöðin var staðsett við framhaldsskóla
safnaðarins, Villa Aurora. Þar er 600
watta sendir. Nokkrum vik\am síðar
byrjaði 2500 watta FM stöð að útvarpa
frá skrifstofum samtaka S.D.A. i RÓm
í aðeins þriggja Km fjarlægð frá Vati-
kaninu. Loftnetsstöngin er nú á um
500-600m háu fjalli sunnan við ítölsku
höfuðborgina og nær útvarpssendingin
til allra í RÓm og nágrenni.
Söfnuðirnir í Bologna og Gaeta
hafa síðan sett upp eigin útvarpsstöðv-
ar og innan tíðar verður sú fimmta sett
upp í MÍlanó.
ítalia er hið fyrsta af stærri
löndum Evrópu sem hefur leyft útvarps-
stöðvar i einkaeign. BÚast má við að
fleiri lönd feti i fótspor ítaliu.
Það er dýrt að reka eigin útvarpsstöðv-
ar en þetta skref var stigið i trú og
S.D.AÐVENTISTAR FÁ ÓSKARSVERÐLAUN.
Kvikmyndin JÓhann HÚss sem
Faith for Today (S.D.A.sjónvarpsþátt-
ur) hefur gert fékk þrjú kristin
Óskarsverðlaun i ár. Þessi verð-
laun eru veitt árlega af Christian
Film Distributors. Ein af þessum
þrennu verðlaunum sem myndin JÓhann
HÚss fékk voru verðlaunin "Besta kvik-
mynd ársins.
SÖFNUÐUR BLINDRA.
1 fyrra var stofnaður Aðvent-
söfnuður fyrir blinda i Seoul i Suður-
KÓreu. Yfir 30 blindir sækja kirkju
reglulega og niu blindir hafa tekið
skirn.
BÓKSALA ER SÁLNAVINNANDI STARF
Árið 1979 tóku minnst 60 manns
skim i Arkansas-Louisiana sem árangur
af starfi bóksala.
DAVID WEST
OG FJÖLSKYLDA Á FÖRUM
David West og fjölskylda eru á
förum til Englands þar sem David mun
gegna prestsstörfum á ný i heimalandi
sinu. Hann hefur verið hér i tvö ár
sem prestur Keflavikursafnaðar og
deildarstjóri hjá Samtökunum þar sem
hann hefur veitt forstöðu æskulýðsdeil-
inni. Þá hefur hann verið ritstjóri
INNSÝNAR.
Við höfum kunnað að meta vel unnin
störf Davids og hans góðu islensku og
er skemmst að minnast frábærs æskulýðs-
móts i Vestmannaeyjum á liðnu sumri.
Það er þvi með trega að við kveðjum
David og Ragnhildi og dætur þeirra tvær,
Melanie og Eydis.
Við hefðum gjarnan viljað hafa þau
lengur.
En við þökkum þeim árin tvö og
biðjum Guð að blessa þau i nýju starfi.
Erling B.Snorrason