Bræðrabandið - 01.05.1985, Blaðsíða 17
mjög góður sem mótsstaður. Þrátt fyrir
rigningu, og meiri rigningu gátum við
byggt ýmsa hluti þarna svo sem borð,
þægilegt salerni og turn sem að vísu
varð ekki fullbyggður. Hvíldardagsmorg-
uninn hafði létt til og við gátum haft
guðsþjónustuna okkar úti og hvíldardags-
síðdegið fóru skátarnir í gönguferð með
kort og þeir komust á áfangastað í
Rauf arhólshelli. Ég held að fáir muni
gleyma skyndihjálparæfingunni laugar-
dagsnóttina. Á sunnudagsmorguninn fórum
við að taka saman og á hádegi voru allir
farnir af mótsstað.
4) Eins og stendur erum við að vinna
að skátahandbók á íslensku sem getur
orðið leiðtogunum að gagni með ýmsar
hugmyndir og hagnýtt efni. Það er mjög
mikil þörf á slíkri handbók þar sem svo
til ekkert efni er til á íslensku.
Aðventskátarnir eru á þeim aldri sem
þarf mikla tilbreytingu og eitthvað nýtt
og handbók myndi koma á móts við þær
þarfir. Þetta er að sjálfsögðu stórt
verk og mun taka dálítinn tíma áður en
því verður lokið.
5) Það var tvennt sem við uppgötv-
uðum á þessu skátamóti okkar síðast
liðið sumar: a) að mótssvæðið hentar
mjög vel sem varanlegur mótstaður.
Stórkostleg náttúra, nóg rými, nálægt
Hlíðardalsskóla og þetta land tilheyrir
Hlíðardalsskólanum. b) Þó að þetta sé
mjög góður staður þá er mjög mikil þörf
á skála þar sem mótsgestir geta leitað
skjóls í slæmu veðri. Þá mætti nota
slíkan skála ekki aðeins fyrir Aðvent-
skátana heldur einnig fyrir unga fólkið
almennt, styttri mót, námsstefnur og
ýmis mót.
6) í sumar ætlum við að koma saman
þar aftur. Skátamótið verður 6-9. júní.
7) Það næsta á verkefnaskránni er
að senda hóp, 10-15 Aðventskáta, til
Hollands á næsta ári, 1986. Þetta
verður stórkostlegasti viðburðurinn í
mörg ár. Um 500 Aðventskátar alls staðar
að úr Norður-Evrópu munu koma þar saman
á vikulangt Aðventskátamót. Mér þætti
miður ef við gætum ekki sent hóp
ungmenna sem fulltrúa frá íslandi. Þetta
mun einnig verða ógleymanleg reynsla
fyrir unga fólkið sjálft.
8) Von mín varðandi framtíðina er
sú að við getum byggt upp Aðventskáta-
starfið svo að það höfði ekki aðeins til
aldurshópsins 6-12 eða 13 ára heldur
einnig til þeirra sem eru 14-18 ára. Mín
reynsla er sú að það var ekki fyrr en ég
var kominn dálítið fram á táningaaldur-
inn að ég fór verulega að njóta Aðvent-
skátahópsins því að það var þá fyrst að
ég gat notað það sem ég hafði lært til
þess að fara í helgargönguferðir,
öræfaferðir og annað slíkt.
9) Að lokum langar mig til þess að
þakka leiðtogum hinna ýmsu Aðventskáta-
hópa sem hafa látið í té ómældar stundir
undirbúnings og forystu. Einnig vil ég
þakka foreldrum fyrir að treysta okkur
fyrir börnunum sínum og hvetja fleiri af
okkar unga fólki til þess að taka þátt í
þeim þætti safnaðarstarfsins sem er mest
spennandi.
Henrik Oérgensen ■
Þó að leikmannadeildin hafi ekki
haft sinn deildarstjóra fremur en
hvíldardagsskóladeildin þá er mikið af
þessu starfi í föstum skorðum og góðum
höndum.
SYSTRAFÉLÖGIN
Systrafélögin vinna geysimikið
starf, hljóðlátt en öflugt. Fjáröflun
þeirra er mikið verk svo og öll sú
aðstoð sem veitt er þurfandi og nauð-
stöddum. Starf systrafélaganna boða
þann fagnaðarboðskap sem ekki verður
misskilinn. Fórnfúst starf og hjálpar-
hönd er sú mynd af frelsaranum sem
heimurinn þarf að sjá, sú snerting sem
hann verður að finna. Það mun opna
hjörtu margra fyrir Orði Guðs og verða
þeim til eilífs lífs.
INNSÖFNUNIN
Hin árlega söfnun til Hjálparstarfs
aðventista, er stórátak. A s.l. þrem
17