Bræðrabandið - 01.05.1985, Blaðsíða 20

Bræðrabandið - 01.05.1985, Blaðsíða 20
að halda tengslum, hvetja til áframhald- andi náms, miðla fróðleik um Biblíuna og heimsfréttum sem tengjast endurkomunni. Einnig eru hugmyndir um að byrja með stutt námskeið sérstaklega fyrir nemendur Biblíubréfaskólans. 3á, það er margt hægt að gera með góðu tæki og framtíð Bibíubréfaskólann er mjög björt, sérstaklega þar sem við vitum að frelsarinn sjálfur - Oesús Kristur -starfar með okkur. Kær kveðja Þröstur B. Steinþórsson ■ Skýrsla Bókaforlags Frá síðasta aðalfundi hafa eftir- taldar bækur frá okkur komið inn á bókamarkaðinn hérlendis: SÖGUR BIBLÍUNNAR. Tíunda og síðasta bindið af þessum vinsæla bókaflokki kom til landsins vorið 1982 og var þar með náð þeim langþráða áfanga að geta boðið allt settið af þessum fallegu og góðu bókum, en útgáfa þeirra hófst 1968. Þessar bækur hafa verið fjárhagslegur grundvöllur Bókaforlagsins nú um 14 ára skeið, en hafa einnig skilað miklu af góðu lesefni til þjóðarinnar, ungra sem gamalla. TRÚFASTIR VINIR. Þessar gullfallegu bækur fyrir yngstu börnin gátum við líka sett á markaðinn sumarið 1982 og hafa þær reynst sannir og góðir vinir allra, sem hafa komist í snertingu við þær. Þetta fimm bóka sett var prentað í Finnlandi fyrir fleiri þjóðir í einu. Við komumst að bestu kjörunum með því að taka allar bækurnar í einu í stóru upplagi og vonumst við eftir að geta komið þessum góðu bókum inn á sem flest heimili, sem hafa yfir börnum að ráða svo þau fái notið þess boðskapar, sem þær hafa að geyma. Hverju setti fylgir litabók með sama nafni, enda eru myndirnar eftir fyrirmyndum úr bókunum. Einnig höfum við látið gera þrjár hljómsnældur, sem allt efni bókanna er lesið inn á. En á bakvið heyrist viðeigandi tónlist, dýra-, manna- og náttúruhljóð. Bjalla hljómar svo í hvert skipti sem fletta á við blaði til áframhaldandi lesturs, svo ólæs börn geta notið þess að skoða myndirnar og á þann hátt lifað sig inn í það efni sem lesið er fyrir þau. Þá er unnið að því að setja efni bókanna á 5 videospólur í þeirri von að geta á þann hátt borið kristileg áhrif inn á heimilin í gegnum sjónvarpið. RÖKKURSÖGUR. 1 4. bindið af þessum vinsælu bókum kom út 1983. í þessari bók eru margar af "gömlu góðu sögunum" sem urðu svo kærar mörgum sem þær lásu. Því miður er þessi ágæta barnabók nú nær uppseld. RÁÐLEGGINGAR varðandi rAðsmennsku kom út á árinu 1984 og fara hér á eftir nokkur orð úr formála hennar: ""Hugmyndin um ráðsmennsku ætti að hafa hagnýtt gildi fyrir allt fólk Guðs. . . . Hagnýt gjafmildi mun veita andlegt líf þúsundum þeirra sem játast sannleik- anum aðeins að nafninu til og sem nú harma sitt andlega myrkur. Það mun umbreyta þeim frá sjálfselskufullum, ágjörnum tilbiðjendum Mammons í einlæga, trygga samstarfsmenn Krists í frelsun syndara." Með slíka umbreytingu í sjónmáli, ættu allir að rannsaka þessa bók í einlægni og biðja um að við mættum leiðast inn í fyllri og ríkari reynslu með Drottni."" DROTTINN KEMUR. Þessi bók kom 1984 til að fylla í það skarð sem myndaðist þegar morgunvökubókin Daglegt líf var uppseld. Eins og nafnið ber með sér, fjallar þessi hugvekjubók um síðustu tíma þessa jarðlífs og endurkomu Drottins okkar og frelsara. í henni er að fá huggun, uppörvun og leiðbeiningu fyrir Guðs fólk, sem lifir nú á tíma endalokanna. Efnið er blátt áfram, opinskátt og vekjandi og ætti að stuðla að sannri vakningu til að íhuga nánar og dýpra þau dýrmætu sannindi að konungur- inn er að koma til að sækja sína. Mætti lestur þessarar bókar stuðla að því að sem flestir verði viðbúnir að mæta frelsaranum á þeim mikla endur- lausnardegi, sem er svo nálægur. 15 SMARIT. Af þessum ritum komu þau fimm fyrstu í fyrra: Nýtt líf, Gleymdur dagur, Blekkingarleikurinn, óvæntir atburðir og Hið óhagganlega eftir George E. Vandeman. 20

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.