Bræðrabandið - 01.12.1987, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.12.1987, Blaðsíða 11
Brœðrabandið 12. 1987 AÐALFUNDUR 1988 30. aðalfundur Sjöunda dags aðventista á íslandi verður haldinn 13.-15. apríl 1988. Fulltrúar Norður Evrópudeildarinnar verða Dr. Jan Poulsen, formaður deildarinnar og K.C.van Oossanen, ritari deildarinnar. Á síðasta fundi voru 48 fulltrúar, 17 sjálfkjörnir (fulltrúi deildarinnar, stjórn Samtakanna og starfsmenn) og 31 úr fimm söfnuðum. Til þess að tillögunefnd aðalfundarins geti skilað meiri árangri og hægt verði að gera markvissari stefnumörkun í starfi og málefnum safnaðarins er í ráði að boða á stuttan aukaaðalfund sunnudaginn 21. febrúar í þeim sérstaka tilgangi að kjósa tillögunefnd sem þá gæti haft tæpa tvo mánuði til að vinna að ítarlegri og yfirvegaðri tillögugerð. Einnig laganefnd sem hefði þá einnig góðan tíma til að vinna að endurskoðun á lögum Sjöunda dags aðventista á íslandi. Fulltrúi Norður Evrópudeildarinnar yrði þá J.M.Huzzey, æskulýðsleiðtogi. - SKULDAR ÞÚ ? Lexíur og Innsýn og e.t.v. annað BRÆÐRABANDIÐ hjá Bókaforlaginu (Frækorninu). Ritstjóri og ábyrgöarmaður Ef svo er, vinsamlega gerið þá skil ERLING B. SNORRASON og greiðið upp fyrir áramót. Með fyrirfram þökk "1 Útgefendur S. D. AÐVENTISTAR Á (SLANDI BRÆÐRABANDIÐ - INNSÝN Þá er búið að skrifa síðustu blaðsíðuna í Bræðrabandinu, eða sem næst því, í þessu formi. Rétt þykir að blöðin okkar komi út í nýjum búningi og gegni sínum hlutverkum betur en áður. Bræðrabandið og Innsýn verða sameinuð í eitt blað, sem kemur út fjórum sinnum á ári, vandað blað sem gjarnan má gefa fólki utan safnaðarins. Allt innansafnaðarefni verður svo í mánaðarlegu fréttabréfi. Þegar þessar línur eru skrifaðar hefur hvorugt nýju blaðanna fengið nafn. En Bræðrabandið kveður þá í þessum búningi og þakkar samfylgdina í 50 ár. Hittumst heil á nýju ári og megi Guð blessa nýtt átak í útgáfumálum safnaðarins. Erling B. Snorrason 11

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.