Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Borgarráð vill bætur Vilhjálmur H. Vilhjálms- son hæstaréttarlögmaður telur góðar líkur á að honum takist að sanna að Reykjavíkur- borg hafi tapað fjár- munum á samráði oh'ufélaganna. Hann segir í áliti til borgar- ráðs að Reykjavíkur- borg og fyrirtæki borgarinn- ar eigi rétt til skaðabóta frá olíufélögurrum vegna sam- ráðs við útboð árið 1996. Aðgerðir félaganna voru ætlaðar til þess að draga úr áhrifum útboðsins og leiddu til þess að vérð á bensíni og olíu var hærri en ella. Hann treystir sér ekki til að meta hvort félögin hafi verið skaðabótaskyld vegna útboðsins 2001. Sveinbjörn segist sakiaus Sveinbjöm Kristjáns- son, fyrrum aðalbókari Landssímans og höfuð- pauriim í svokölluðu Landssímamáli, kvaðst saklaus af ákærum á hendur sér fyrir aðild að skattamálinu sem nú hef- ur verið höfðað á hendur honum og öðrum sak- bomingum í Landssíma- málinu. Sveinbjörn segir kvittun Tollstjóraembætt- is liggja til grundvaUar því að búið sé að greiða rúm- lega átta miUjóna skatta- skuld sem ákært er fyrir. Sveinbjörn situr nú á Litla-Hrauni og afplánar fjögurra ára dóm fyrir fjárdrátt. Erfátœkt á Islandi? Pétur H. Blöndal, þingmaðurSjálfstæðisflokksins. „Þaö er hlutfallsleg fátækt á fs- landi. Sumir geta ekki veitt sér þaö sem aörir geta veitt sér. Auövitaö þarfaö vinna að því að þeim sem lökust hafa kjörin og hefur vissulega margt áunn- ist á undanförnum árum. “ Hann segir / Hún segir „Þv! miður, já. Fólk má ekki afla sér viöbótartekna sökum skerðingarákvæða. Það væri mikill kostur efþeirsem tíma- bundiö geta aflaö sér tekna fengju þaö. Þá þyrftu þeir ekki aðstoð hjálparsamtaka." Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar islands. Stefán Hjörleifsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis, segist hafa orðið hissa þegar hann frétti að hann yrði ákærður vegna vanskila á rúmum 22 milljónum í staðgreiðslu- og virðisaukaskatt. Fjármál hafi ekki verið í hans verkahring og hann kann Árna Þór og Kristjáni Ra. litlar þakkir fyrir að draga sig inn í dómsmál. Segist lórnarlamb Landssimadrengja Ákærurnar í skattamálinu nú beinast gegn fimm einkahluta- félögum í eigu Árna Þórs og Kristjáns Ragnars; Lífstíl ehf., Kaffi Le ehf., Japís ehf., ísafoldarhússins ehf. og Planet Reykjavíkur. Um er að ræða vanskil á staðgreiðslu og virðis- aukaskatti í flestum tilfellum. Allir sakborninganna sem hlutu refsingu í hinu svokallaða Lands- símamáli eru meðal sakborninga nú, auk Stefáns Hjörleifssonar sem starfaði hjá Japis ehf. um sex mán- aða skeið. Stefán er óhress yfir að þurfa að sæta dómi enda hafi pen- ingamál ekki verið á hans borði mánuðina sem hann starfaði hjá Japis. „Þessi ákæra kom mér mjög á óvart. Það var reyndar búið að segja mér að ég yrði ekki ákærður," segir Stefán Hjörleifsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Japis, sem nú sætir ákæru vegna dráttar á greiðslu virðisaukaskatts og staðgreiðslu skatta. Nærri helmingur upphæð- arinnar í ákærunum er vegna van- skila Japis ehf., eða 22 milljónir. Var greitt til baka Stefán kveðst lítil sem engin samskipti hafa átt við Kristján Ra. og Árna Þór eftir að hann hætti störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækis þeirra í júlí 2001. Stefán hafði þá starfað hjá félaginu um sjö mánað skeið. „Þetta var bara stutt tímabil í mínu lífi og ég kann þeim félögum satt best að segja litlar þakkir fyrir að hafa flækt mér í þetta mál,“ segir Stefán, sem fullyrðir að þrátt fyrir vanskilin á milljónunum 22 hafi þær verið greiddar, en ekki á gjalddaga. „Mér skildist á lögreglunni að peningarnir hefðu verið greiddir en samkvæmt lögum er hægt að ákæra fyrir vanskil sem þessi. Ann- ars var mitt hlutverk innan fyrir- tækisins fólgið í markaðssókn sem fyrirtækið hugðist leggjast í og ég vann að, peningar og daglegur rekstur voru ekki á minni könnu," segir hann. Líður eins og Landssíma- stelpunni Stefán segir að fyrst saksóknari hafi á annað borð ákveðið að höfða mál vegna vanskila félaga í eigu Árna og Kristjáns hafi í raun mna skatta- ekki verið hægt annað en að ákæra hann sjálfan, þar sem hann var einn af stjórnendum fyrirtækj- anna á því tímabili sem van- skilin áttu sér stað. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að lenda í klefa á Litla-Hrauni vegna málsins og treystir á að við aðalmeðferð málsins fyrir dómi muni hann verða sýknaður af ákærun- um. „Ég hef engar áhyggjur af að ég verði ekki sýknaður," segir Stefán. „Mér líður svolítið eins og stelpunni í Lands- símamálinu, án þess að vita hvernig henni leið eða þekkja hana neitt. Þarna flækist maður inn í mál sem er auðvitað angi af stærra máli. Þessir strákar voru náttúrulega fullir af krafti og áræðni á þeim tíma sem ég Kann þeim litlar þakkir Stefán Hjörleifsson, fyrrum samstarfsmaður Kristjáns Ragnars og Árna Þórs, vandar þeim ekki kveðjurnar eftir nokkurra mánaða samstarf. Sætir nú ákæru vegna aðildar að 22 milljóna króna vangold- » ' hóf að starfa hjá þeim og auðvitað hreifst mað- ur með,“ seg- ir Stefán Hjörleifsson sem fullyrðir að milli sín og Skjásdrengjanna sé ekkert samband í dag. helgi@dv.is AKÆRURGEGN FIMMMENNINGUNUM Lífstíll ehf. Eignarhaldsfélag sem átti í nokkrum félögum auk þess að reka Hótel Borg. Ákærðun Kristján Ragnar Kristjánsson framkvæmda- stjóri. Vanskil á viröisaukaskatti og staögreiöslu á árunum 2002 og 2003, samtals aö upphæö 16 milljónir króna. Planet Reykjavik Átti og rak líkamsræktarstöð undir sama nafni í Austurstræti. Ákærðun Kristján Ragnar Kristjánsson, stjórnarmaður V’AÁJ og daglegur stjórnandi. Vanskil á staðgreiöslu opinberra gjalda áriö 2003, samtals aö upp- hæö 3,5 milljónir króna. Japis ehf. Átti og rak Japis, hljómplötuútgáfu og afþreyingarverslanir. Ákærðin Kristján Ragnar Kristjánsson, framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður, og Stefán Hjörleifsson fram- kvæmdastjóri. Vanskil á staögreiölu og viröisauka- skatti, samtals aö upphæö 22 millj- ónlrkróna. Kaffi Leehf.Thorvaldsen bar Ákærðir. Kristján Ragnar Kristjánsson stjórnarmaður, Ragnar Orri Benediktsson framkvæmdastjóri, Árni Þór Vigfússon stjómarmaður og Sveinbjörn Kristjánsson stjórnarmaður. Vanskil á staögreiöslu og viröisaukaskatti, samtals aö upphæö 9 mllljónir króna. I ísafoldarhúsið ehf. Rak veitingastaðinn Sportkaffi. Ákærðir: Árni Þór Vigfússon fram- ' kvæmdastjóri og Kristján Ragnar Kristjánsson stjórnarmaður. Vanskil á staögreiöslu og víröisauka- skattl, samtals aö upphæö 5 millj- ónirkróna. Samtals vanskil: 55 milljónir króna Krakkar úr 10. bekk í Valhúsa- og Hlíðaskóla fylgdust með þingfestingunni Skjár einn verri nú og Kristján Ra. sætari en Árni Þór Þétt setin n bekkur Unglingar úr 10. bekk fylgdust spenntir með þingfestingunni I gær. Frá þeirra sjónarhóli á ákæruvaldið erfitt verk fyrir höndum, enda fulltrúi saksóknara einn ámóti fimm sakborningum og fjórum lögmönnum. Það vakti athygli þegar mál fimmmenningana Árna Þórs, Krist- jáns Ragnars, Stefáns Hjörleifsson- ar, Ragnars Orra og Sveinbjörns Kristjánssonar var tekið fýrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær að stór hópur 15 og 16 ára unglinga var mættur til að vera viðstaddur þing- festingu málsins. Ástæðan fyrir heimsókn ungling- anna var þó ekki brennandi áhugi á skattalagabrotum félaganna heldur var þar á ferð hópur nemenda í 10. bekk Valhúsa- og Hlíðaskóla sem var mættur til að kynna sér starfsemi héraðsdóms og það sem þar fer fram. Þegar Kristján Ragnar og Árni Þór mættu mátti heyra klið og fliss með- al kvenkyns nemenda úr skólunum. „Mér finnst Kristján sætari," heyrðist hvíslað úr munni ungrar stúlku. Kristján sýndi engin við- brögð. Drengirnir virtust meira líta til keppninnar milli ákæruvalds og varnar. Mátu sitt hvort liðið og sáu strax að ákæruvaldið var einmana, sitjandi örðum megin í salnum. „Ég held að Skjáseinsgaurarnir vinni, þeir eru fleiri," sagði ungur áhugamaður um dómaframkvæmd við vin sinn sem brosti. Aðspurðir sögðust nokkrir gest- anna þekkja til sakborninganna frá gullárum félaganna, Kristjáns og Sætari en Árni? „Mér finnst Kristján sæt- ari, “ heyrðist hvíslað úr munni ungrar stúlku við þingfestinguna i gær. Kristján var á gullárum sinum taiinn einn eftirsóttasti pip- arsveinn landsins. . Árna Þórs. „Mér fannst Skjár einn betri þegar þeir voru þar, þó ein- hverju hafi verið stolið," sagði ungur maður sem taldi strákana í vondum málum að loknu þinghaldinu. „Þetta eru engir smá pengingar, sjitt." helgi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.