Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Síða 3
I>V Fyrst og fremst
FIMMTUDACUR 3. MARS 2005 3
Ráðgjafar fylgjast með Davíð
Davíð Oddsson utan-
[ ríkisráðherra I viðtali við
Alþingi i gær.
Skyndimyndin
Davíð Oddsson utanríkisráðherra varð viðtalsefni fjölmiðla
í gær eftir fyrirspurnartíma á Alþingi í hádeginu. Evrópumál
Framsóknarflokksins voru ofarlega á döfinni en Davíð gerði
lítið úr „hugsanlegri" stefhubreytingu Framsóknar; sagði enga
nýja ákvörðun hafa verið tekna, hvorki í flokki né ríkisstjórn.
Á myndinni sem ljósmyndari DV tók í gær má sjá Davíð í
viðtali við Kristján Má Unnarsson á Stöð 2. Athygli vekur að
tveir helstu ráðgjafar og hugmyndasmiðir Davíðs; Illugi Gunn-
arsson og Albert Jónsson, standa til hliðar og virðast hlusta
íbyggnir á það sem formaður segir.
Likt og þeir séu að ganga úr skugga um að engar bollu-
dagsbombur verði látnar falla. Maðurinn með stílabók í hönd
sem snýr baki í myndavélina er Albert Jónsson, sendiherra í
utanríkisráðuneytinu. „Við vorum nú bara niðrá þingi að
fýlgjast með í hádeginu og höfðum rölt allir saman út þegar
fjölmiðlarnir mættu,“ sagði hann en vildi lítið tjá sig um
hvort orð Davíðs hefðu verið í samræmi við það sem fýrir-
fram var ákveðið eða hvaða tilgangi bláa stílabókin þjónar
sem hann ríghélt í.
Eftir viðtalið röltu þremenningarnir á brott og hafa trúlega
skeggrætt stöðu mála. Enda nóg um að tala þegar hægri hönd-
in í ríkisstjórn er hönd Halldórs Ásgrímssonar.
Spurning dagsins
Hvervinnur Idolið?
Er ekki með Stöð 2
„Ég get ekki svarað þvíþví ég fylgist ekki
með keppninni. Við erum ekki með Stöð 2
heima hjá mér."
Hrefna Ólafsdóttir, nemi í
Setbergsskóla.
„Ég spái því að
Davíð Smári
vinni þetta.
Þetta er töffari
og ímynd
sterku, þöglu
týpunnar."
Guðmundur Erlingsson, nemi
í Flensborg.
„Mér finnst að
Davíð Smári
eigi að vinna
Idolið. Hann er
besti söngvar-
inn í keppn-
inni."
Tómas Barichon, S. bekk í
Stóru-Vogaskóla.
„Ég held með
Davíð Smára.
Hann syngur
mjög vel og er
líka svo mikill
töffari."
Hlynur Steinn Þórsson, 5.
bekk í Myllubakkaskóla.
„Davíð Smári
tekur þetta.
Mér finnst
hann syngja
best og stelp-
urnar heilla
mig ekki."
Jóhanna Sigrún Bjarnadóttir,
nemi í Breiðholtsskóla.
Þriggja manna úrslit í Idol verða annað kvöld.
Jón Páll veðjaði vatnsrúminu
„Þetta var ijanúar 1992
þegar við fögnuðum eins
árs afmæii Gym80. Þetta
var voða flott, haldið á
Hótel Islandi.
Ég ernúna í Banda-
ríkjunum að vinna í
heimildarmyndinni um
Jón Pál. Við erum hérna
að taka viðtöl við Bill Kasc-
meyer, eða Kasmæjerinn eins
og hann var alltaf kallaður.
Hann er náttúrulega goð-
sögn i þessum bransa.
Myndin verðurflott, ég
lofa þvi."
Jón Páll og Andrés Guðmundssc
krók Jón Páll tapaði og varð að láta
rúmið sitt af hendi.
„Þessu man ég vel eftir/'segir Hjalti Úrsus
Árnason um gömlu myndina.„Þarna eru
Andrés G uðmundsson og Jón Páll í krók
eins og kallað er. Ég og Magnús Ver erum
þarna fyrir aftan og fylgjumst með. Það
sem erskemmtilegt við að rifja þetta
upp erað Jón Páll veðjaði við And-
rés forláta vatnsrúmi sem
hann átti upp á að hann
mundi ekki tapa
króknum. Andrés
tókJónPálsvoá
endanumog
hirti rúmið af
honum/'segir
kraftakarlinn.
Málið
Flæöisker. Að vera á fléeðiskeri stadd-
ur þýðir að vera í klípu,
samkvæmt orðtakabók
Sölva Sveinssonar. Hann
segir:„Þau sker eru kölluð flæðisker
sem einungis standa upp úrsjó á fjöru
en fara í kafþegar fellur að. Þessi sker
eru oftast þakin sjávargróðri, og þar
freistuðust menn til þess að beita fé
sínu. En þá var líka eins gott að sækja
það áður en féll að. Menn eru í klípu ef
þeir eru staddir eins og á flæðiskeri og
flóöið að koma. Miklu algengara er að
nota orðtakið með neitun: einhver er
ekki á flæðiskeri staddur efhann er
efnaðureða á góða að."
ÞEIR ERU SVILAR
Hagkaupserfinginn & framleiðandinn
Sigurður Gísli Pálmason viðskiptamógúll og Sigurjón Sighvatsson
kvikmyndaframleiöandi eru svilar. Þeir eru kvæntir systrunum Sigríði
og Guðmundu Helen Þórisdætrum. Báðir
búa þeir núna I Suður-Kaliforníu. Sigriöur
kona Sigurjóns er sáifræðingur og hans
nánasti ráögjafi I öllum stórum máium.
Guðmunda Helen er klæöskeri að mennt.
Svilarnir hafa afog til staðiö I viðskiptum
saman og standa saman að listaævintýri
á Eiöum.
‘BrauðútsaCa,
aíít að 50 % afsíáttur
af öttutn 6rauðum þessa vitqt.
9{já oCfurfczrð þú einungis nýbökuðgceðabrauð.
%omcCu á brauðútsöCuna og
taktu CöIqi mánaðrins með þér
BAKARIIÐtf AUSTURVER
Háaleitisbraut 68 Sími 568 1120
Rangarsel 6 Simi 587 1120
- Bakstur er okkar fag -
kaífi mánaðrins er ítöCsfiepCakgkg