Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005
Fréttir JOV
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, bendir á hversu jaðarskattar fara illa
með þá ellilífeyrisþega sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði. Dæmi eru um að 75%
teknanna fari í skatt.
Gera út á
norðurljós
Hópur skipaður fulltrú-
um Isafjarðar, Hornafjarð-
ar, Mývatns, Vopnafjarðar
og Kópavogs hefur einsett
sér að nota norðurljósin til
að efla ferðcunennsku á ís-
landi. „Flest það sem þarf
til að setja saman ævintýra-
lega vetrarupplifun er
þegar til staðar á öllum
viðkomandi stöðum. Norð-
urljósin eru skrautfjöður
sem fullkomnar pakkann.
Norðurljósaskoðun verður
fléttuð saman við aðra af-
þreyingu sem fyrir er á
stöðunum," segir á horna-
fjordur.is.
Þrýstikútur féll
á sjómann
Maður slasaðist lítillega
við uppskipun í Hafnar-
fjarðarhöfn í gær. Maður-
inn var að vinna að upp-
skipun í togarann Baldvin
Þorsteinsson EA-10 þegar
þrýstikútur, sem notaður er
í kælikerfi skipsins, féll ofan
á hann. Samkvæmt lögregl-
unni í Hafnarfirði slapp
maðurinn vel úr óhappinu.
Hann beinbrotnaði eldd en
mun þó vera eitthvað mar-
inn. Maðurinn var fluttur á
slysadeild til athugunar
eftir óhappið.
Hálkuslys í
þíðunni
Lögreglan á Selfossi
þurfti að sinna þremur
hálkuslysum í gær. Kona
hlaut höfuðmeiðsl þegar
hún sté út úr bfl og tveir
aðrir ökklabrotnuðu. Að
sögn lögreglunnar er þetta
há tala í háikutíð en er enn
hærri þegar horft er til þess
að nú er þíða og h'tið um
svell. Tveir ökumenn þjáð-
ust af þungum bensínfæti í
nágrenni Selfoss. Annar var
hirtur á 128 kílómetra
hraða og hinn á 136. Að
sögn lögreglunnar voru
akstursskilyrði léleg, bleyta
á drullugum veginum og
útsýni út um rúður lélegt.
gamalt fólk í eineld
„Það nær ekki neinni átt hvemig stjómvöld hegða sér og það er
ekki hægt að nefna þetta annað en einelti að svona skuh farið með
aldraða," segir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sem hélt
tölu á fundi hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði um helgina.
Ólafur Ólafsson lagði þar fram
töflu sem sýndi svart á hvítu hve jað-
arskattar fara illa með ellilífeyris-
þega. Skattbyrði þeirra sem safnað
hafa sér einhverjum hfeyri eykst eft-
ir því sem greiðslur úr lífeyrissjóði
eru hærri.
„Ef við tökum dæmi af einhleyp-
um manni sem fær rúmar fjörutíu
og fimm þúsund krónur úr lífeyris-
sjóði og þiggur síðan skertan lífeyri
frá Tryggingastofnun, kemur í ljós
að hann greiðir rúm 67% af tekjun-
um úr lífeyrissjóðnum í skatta. Eftir
því sem lífeyrisgreiðslur eru hærri,
því hærra hlutfall þeirra fer í skatta.
Þetta má allt sjá í samantekt Einars
Árnasonar hagfræðings sem reikn-
aði þetta út fyrir Félag eldri borg-
ara,“ segir Ólafur.
Landlæknirinn fyrrverandi bend-
ir á að það sé til lítils að greiða í líf-
eyrissjóð ef skatturinn hirðir það aht
þegar menn ætía að fara að njóta
þeirra fáu aura sem menn leggja fyr-
ir til ellinnar.
Óþekkt í nágrannalöndum
„Þetta er náttúrlega með
eindæmum og þekkist hvergi í
nágrannalöndum okkar,“ bendir
Ólafur á og tekur annað dæmi af
einhleypri manneskju sem hefur
greitt lengi í lífeyrissjóð og fær greitt
úr honum liðlega 138 þúsund á
mánuði. Sú manneskja greiðir rúm
75% af lífeyrissjóðsgreiðslum sínum
í skatta. Á það skal bent að á meðan
viðkomandi manneskja var á vinnu-
markaði og greiddi í sjóðinn tók
skatturinn sinn toh af þeim tekjum
sem aflað var og þar með af því sem
greitt var í lífeyrissjóðinn.
Aðbúnaður aldraðra
til skammar
„Það er tU skammar
hvernig búið er að
öldruðum hér á landi og
ætla mætti að stjórn-
völdum þættí nóg
hvernig að þeim er búið
þegar þeir veikjast. En
þeir fá ekki einu sinni að
njóta þess sem þeir hafa
safnað í gegnum ævina. Það er
kominn tími til að menn vakni
og þessi mál verði tekin fyrir,“
segir Ólafur
GuðmundurÁrni Stefánsson
alþingismaður var einn þeirra
þingmanna sem voru á fundin-
um. Hann tekur undir orð Ólafs
og bendir á að það sé einmitt það
sem gerist að tekjutengingin við
bótakefið sé svo skörp að það geri
lífeyrisgreiðslurnar að engu.
„Það er augljóst að við svo búið
má ekki standa. Við hjá Sam-
fylkingunni höfum
haldið þessu ffam,
það þarf að vinna
bug á þessu í
áföngum því
bótakerfinu er
ekki ætíað að
skerða megnið
af því sem fólk
saftiar tíl elli-
áranna," segir
Guðmundur
Árni.
bergljot@dv.is
„Þeir fá ekki einu
sinni að njóta þess
sem þeir hafa safnað í
gegnum ævina. Það
er kominn tími
tilað
menn
vakni."
Aldraðir fá ekki aðnjóta
þess sem þeir leggja fyrir
Ólafur spyr hvort ekki sé nóg
að eldra fólk þurfi að hverfa til
baðstofumenningar á hjúkrun-
arheimilum. Það sé lika hirt af
þeim, sem hafi heiisu, það sem
þeir hafi safnað í lifeyrissjóð í
gegnum árin.
AHRIF SKERÐINGA OG SKATTLAGNINGAR I JANUAR 2004
Þrjú dæmi um mánaðargreiðslur frá TR og úr lífeyrissjóði, í öllum tilfellum er um einstakling að ræða:
Lífeyrissjóður 0 45.888 91.776 138.455
Grunnlífeyrir 21.249 21.249 21.249 21.249
Tekjutrygging 41.655 41.655 21.175' 0
Heimilisuppbót 17.469 17.469 8.882 0
Tekjutryggingarauki 20.540 0 0 0
Einqreiðslur 3.319 2.464 1.252 0
Samtals frá TR 104.232 82.373 52.558 21.249
Alls 104,232 128.725 144334 159.704
Gr. skattur 38,58% -12.717 -2.166 -28.188 -34.118
Ráðstöfunartekjur 91.515 106.559 116.146 125.586
Auknar ráðstöfunartekjur 15.043 24.631 34.071
Skerðing og skattur 67,2% 73,2% 75,4%
Syngjandi sæll og glaður
Geðþekkur gítarleikari og dægur-
lagaraulari er óvænt lentur á hálu
svelli. Félagar hans, sem ekki virðast
stöðugir í trúnni, beina að söngvar-
anum kastíjósi. Segja hann vera
könguló í svikavef. Svarthöfða er
brugðið.
Svo viU tíl að Guð hefur gríðar-
lega velþóknun á okkar manni,
algera tröUatrú. Og þetta er gagn-
kvæm aðdáun því okkar maður ber
óbifandi traust til Guðs sem aUtaf
reddar öUu. Það er því ekki ráðist á
garðinn þar sem hann er lægstur
þegar Júdasarnir skjótast fram úr
skúmaskotum sínum með for-
mæfingar á vör.
Þeir segja hann vera svikara.
Hann hafi sölsað undir sig heUa
mublubúð með spænskum innan-
stokksmunum án þess að draga upp
veskið eins og um hafi verið samið.
Einnig hafi hann prangað inn á trú-
aðan bílaþvottamann ónýtri þvotta-
samstæðu sem aðeins gerði iUt verra
- ef nokkuð. Sérstaklega þykir þetta
ámæUsvert þar sem bflaþvottamað-
urinn mun vera afar hreintrúaður.
Hvernig hefur þú það?
„Ég hefþaö gott/'segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarmaöur og upptöku-
stjóri.„Við erum að leggja lokahöndá Eurovision-lagið og ég erá leiðinni tilLondon til
að hljóðblanda það. Ég hef trú á þessu lagi. Það er bít í því og það er hægt að dansa
við það. Sfðan er ég að fara afstað með Hljóðvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna. Það verð-
ur flott dæmi fyrir alla sem vilja læra það sem þarf til taka upp tónlist og vinna hana. “
AUir eiga mennimir þrír trúarlegt
athvarf á einum og sama staðnum;
sjónvarpsstöðinni sem boðar jöfh-
um höndum fjársafnanir fyrir nýjum
digitalgervihnattagræjum og hins
vegar eld og brennistein á efsta degi
og þaðan drjúgan spöi inn í eUífðina.
Það er sagt vera mjög óþægUegt fyrir
þá sem ekki þykjast aflögufærir um
dáh'tínn peningaseðU.
Og nú er aUt í hnút. Megabömm-
er á Ómega. AUir á mótí öUum.
SUfurpeningarnir rúUa um aUa
ganga. Það er handagangur í
öskjunni. En á mUli þess sem
trúbræðumir eltast við aur-
inn sitja þeir hm'pnir saman
og fara með bænina einu.
Ó, elsku besti guð!
VUtu koma inn í aðstæður
okkar?
Reiðufé væri best.
Amen.
Svarthöfði