Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Side 21
DV
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 2 7
Les aldrei leiðbeiningar
„Ég er svolítið tækjafrík," segir
Hólmfnður Anna Baldursdóttir,
skrifstofustjóri Sameinuðu þjóð-
anna. „Nýjasta tækið mitt er iPod-
inn minn en ég á einnig minidisc-
spilara, sem er í miklu uppáhaldi,
digital-myndavél og vídeóupp-
tökuvél. Draumatækið mitt núna
væri góð fartölva," segir Hólmfríð-
ur Anna og viðurkennir að hún sé
tiltölulega fljót að tileinka sér
tæknina og sé frekar tæknivædd og
noti til dæmis frekar dvd-spilarann
en gamla góða vídeótækið.
„Nýji iPod-inn var bilaður þegar
ég keypti hann í Bandaríkjunum og
ég er búin að standa í miídu stappi
að fá honum skipt en ég er viss um
að hann verður uppáhaldstækið
mitt þegar ég fæ hann aftur í hend-
urnar. Hann er ótrúlega flottur, lít-
ill og bleikur."
Hólmfr íður Anna segist kunna á
öil tækin sín enda fikti hún sig
alltaf áfram þegar hún fær nýtt
tæki í hendurnar. „Ég þykist alla-
vega kunna á þetta en held að ég sé
með „read the fucking manual
syndrome" sem lýsir sér í þvf að ég
les aldrei leiðbeiningarnar heldur
fikta 'mig bara áfram. Annað tæki
sem er í miklu uppáhaldi hjá mér
er blenderinnn minn. Hann er
mikið notaður og ég lfki honum við
internetið. Ég veit ekki hvernig líf
mitt væri ef ekki væri fyrir blender-
inn.‘‘
Reyni að fylgjast með
„Uppáhaldstækið mitt er líklega
tölvan mín, hún er allavega það
nauðsynlegasta fyrir mig,‘‘ segir
Kristín Rós Hákonardóttir sund-
drottning og nemi. Kristín Rós seg-
ist nota tölvuna mikið bæði fyrir
skólann og sjálfan sig. Þar að auki á
hún digital-myndavél sem hún
kann ekkert of vel á og hefur afnot
af gömlum dvd-spilara sem for-
eldrar hennar eiga.
„Draumatæki mitt þessa dag-
ana er iPod. Ég er náttúrulega mik-
ið á ferðalagi vegna sundsins og
það væri gott að geta sett alla
geisladiskana á einn stað í staðinn
fyrir að þurfa að ferðast með þá
alla. Ég veit samt ekki hvort ég
muni kaupa hann á næstunni. Ég
er ekkert hrædd við nýja tækni og
er vön að fikta mig bara áfram. í
dag verður maður líka að vera dug-
legur að tileinka sér tæknina og þá
sérstaklega þegar kemur að tölv-
um. Þar er alltaf verið að bæta og
endurnýja og ég reyni að fylgjast
með.“
Síminn og fartölvan
í uppáhaidi
„Ég held að ég sé ekkert svo
voðalega tæknivædd," segir Stella
Rósenkranz danskennari en skiptir
um skoðun þegar hún er búin að
telja upp tækin sem hún á. „Ég á
náttúrulega síma, fartölvu, digital-
myndavél, dvd og gsm-síma með
myndavél svo kannski, við nánari
athugun, er ég miklu tæknivæddari
en ég hélt,“ segir hún hlæjandi.
Uppáhaldstækin hennar Stellu
eru síminn hennar, nýjasti Sony
Ericson-síminn, og fartölvan. „Það
var löngu kominn tími til að skipta
um síma og þá kom ekki annað til
greina en að kaupa þann besta,
þessi er mjög fallegur og ég er mjög
ánægð með hann. Ég kæmist ekki
af án símans og fartölvunnar.
Maður reynir náttúrulega að
nýta sér tæknina því hún færir
manni byr undir báða vængi. Ég
held að mér hafi tekist að fikta mig
í gegnum öll þessi tæki mín enda
þarf maður að kunna á það sem
maður á. Ef ég væri föst á eyðieyju
þá held ég að ég myndi helst vilja
taka með mér símann og fartölv-
una, þótt tölvan myndi lítið nýtast
þar sem það væri örugglega engin
nettenging. En ég gæti spilað kapal
og stytt mér stundir.“
Digitalið er prump
„Ég get ekki sagt að ég sé
tæknivædd enda hef ég ekki enn
náð að eignast tölvu,“ segir Inga
Sólveig Friðjónsdóttir ljósmynd-
ari. „Myndavélin mín er í uppá-
haldi hjá mér en ég nota alltaf
þessa gömlu góðu en ekki digital-
vél. Ég held að digitalið sé algjört
prump og efa að það eigi eftir að
lifa. Það er endalaust verið að
breyta þessari tækni og þetta er
tómt drasl sem bilar svo ef maður
vill fá eitthvað sem endist þá mæli
ég með manual."
Inga Sólveig segist kunna eitt-
hvað á tölvu og er nýbúin að panta
sér eina slíka. „Ég hef lengi þrjós-
kast við. enda finnst mér svo frekt
að ædast til að allir eigi tölvu. Mað-
ur er alveg út úr kortinu nema vera
tengdur netinu og getur meira að
segja ekki keypt miða á tónleika
nema hafa aðgang að tölvu,“ segir
Inga og bætir við að hún hafi loks
látið undan og pantað sér tölvu svo
hún getí verið í sambandi við um-
heiminn.
Aðspurð hvert uppáhaldstækið
hennar er segir hún að sér þyki
vænt um flest tækin sín. „Mér þyk-
ir voðalega vænt um myndavélina
mína, sjónvarpið mitt, hljómflutn-
ingstækin, bassann og bassamagn-
arann. Ég held ég kunni á öll þessi
tæki nema kannski vídeóið enda
verður maður að kunna á það sem
maður kaupir sér. Ég keypti mér
líka dvd-spUara en hann skemmd-
ist eftir litla notkun sem mér finnst
fulllélegt."
indiana@dv.is
Nokkrar konur
og tækin
Tækninni fleygir stöðugt fram. Þær
tölvur sem voru flottastar í fyrra
eru úreltar í ár. Sumir eru fijótir
að tileinka sér nýja tækni á með-
an aðrir vilja helst stöðva tímann.
DV Magasín ræddi við nokkrar
konur og athugaði hversu tækni-
væddar þær eru.
§£\
f' í*
Stella Rosenkranz „Ég á náttúrulega síma.fartölvu
digital-myndavél, dvd og gsm-síma með myndavél
svo kannsk!, við nánari athugun, er ég miklu tækni-
væddari en eg hélt," segir hún hlæjandi.
Inga Sólveig „Ég hef lengi þrjósk-
ast við enda finnst mér svo frekt að
ætlast til að allir eigi tölvu."
Kristín Rós „Ég er ekkert
tlrædd við nýja tækni og er
SaSea v°n að fikta mig bara áfram.
Hólmfrfður Anna „Ég veit
ekki hvernig llf mitt væri ef
ekki væri fyrir blenderinn."