Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2005, Side 23
E>V Starfsnám byggt á áratuga reynslu SIMI 554 3200 sjónmælíngar & linsumátun II lóntæknistofnun NAM SKEIÐ umgjörð + hert plast Eg féll fyrir tuttugu árum yngri manni uvélanámskeið al Nánari upplýsingé hjá Iðntæknistofnun í síma 570 710p, 897 0601 og á vefsíðu www.iti.is < SM ARATORGI S í MI 56 4 3 2 □ □ - við hliðina á Húsasmiðjunni Sjónmælingar í Hamraborg 10 sími 554-3200 Þegar ég giftist manninum mínum var það fyrir mér það sem oft er kallað hentugleikahjónaband. Ég var aldrei ástfangin af honum en hann var vel stæður og gat búið mér gott heimili. Við eignuðumst fljótlega böm og ég var alla tíð heimavinnandi, var ekkert menntuð og hafði h'tið verið á vinnu- markaðniun. Maðurinn minn átti sitt eigið fyrirtæki og þénaði vel. Ég ein- angraðist mikið. Mitt líf snerist um að þjóna manninum og sjá um bömin. Ég var aldrei neitt sérstaklega ham- ingjusöm en leið samt bærilega, böm- in mín þrjú veittu mér mikla gleði og ég taldi sjálfri mér í trú um að það væri það eina sem ég væntí af lífinu. og ánægð en það er eitt sem skyggir á. Sonur minn hefur aldrei talað við mig aftur eftír að hann vissi að ég ætlaði að vera með unga manninum og giftast honum. Ég veit að einhveijum kann að þykja ég harðbijósta, að velja kær- asta fram yflr bamið sitt, en ég hef alla tíð gert það sem öðrum þóknast og mér fannst hreinlega vera kominn tími til að ég hugsaði um það sem mig virkilega langaði til að gera. Ég vona að sonur minn eigi eftir að átta sig á þessu þegar fram h'ða stundir en í dag verð ég að sætta mig við að fylgjast með honum úr fjarlægð. Eignaðist loksins eigið líf Maðurinn minn var h'tíð heima en ætlaðist til að ég væri alltaf tilbúin með mat hvenær sem hann kom heim og væri tilbúin að sofa hjá honum þegar honum hentaði, hvenær sem það var SQlarhringsins. Ég hafði aldrei mikinn áhuga á kynlífi með honum en ég hélt að það væri bara svoleiðis, ég hélt að konan ættí ekki að fá ánægju úr kynlífinu. Bömin okkar uxu úr grasi og áður en ég vissi af voru stelpumar flognar úr hreiðrinu og sonur minn var einn eftir heima, hann var töluvert yngri én dætumar. Hann var mikill mömmustrákur og við eyddum mikl- um tfrna saman, hann skammaðist sín aldrei fyrir mig eins og oft gerist með krakka og við vorum bestu vinir. Maðurinn minn var minna og minna heima með árunum og mig grunaði sterklega að hann stæði í framhjá- haldi en satt best að segja var mér al- veg sama, það þýddi að ég þurftí ekki að sofa hjá honum eins oft. Þó að ég hefði einangrast töluvert áttí ég mín áhugamál sem ég gat sinnt af kost- gæfrú eftír að bömin urðu stór. Ég fór á alls kyns námskeið og fann mig alg- erlega þegar ég fór á námskeið í list- málun. Ég var ein af þeim elstu á námskeiðinu en passaði ótrúlega vel í hópinn, ég hafði ekki skemmt mér svona vel síðan ég var unglingur, frjáls og kát. Eftír síð- asta tímann á námskeiðinu var haldið lokahóf þar sem við hittumst heima hjá einu okkar og borðuðum osta og drukkum rauðvín. Alsæl með nettan móral Ég hafði tekið eftir því að einn af strákunum var búinn að gefa mér hýrt auga allt kvöldið og eftir því sem ég drakk meira því opnari varð ég. Hann tók mig að lokum á eintal inni í eldhúsi og sagðist hafa þráð mig frá því hann sá mig fyrst. Það runnu á mig tvær grímur þar sem hann var tuttugu árum yngri en ég og ég að sjálfsögðu gift kona. Ég neita því þó ekki að mér fannst hann spennandi og áður en ég vissi af kyssti hann mig ástríðufullum kossi og eitthvað inni í mér bráðnaði. Mig langaði virkilega í þennan unga mann. Svo fór að við stálumst út svo lítið bar á og tókum leigubíl heim til hans. Þar áttum við lostafyllstu nótt sem ég hafði átt á ævinni, ég vissi hreinlega ekki að þetta væri til. Ég skreið heim eldsnemma, með nettan móral en alsæl. Maðurinn minn steinsvaf og ég laumaði mér uppí til hans og sofnaði með bros á vör. Daginn eftir vaknaði ég við hann var að hrista mig til, alveg snarbrjálað- ur, spurði mig hvar í ósköpunum ég hefði verið. Ég hafði fá svör á höndum en stamaði upp úr mér að það hefði bara verið svo gaman og ég farið um leið og allir hinir. Hann virtíst aldrei ætla að róast, varð bara reiðari og reiðari og það endaði með því að hann sló mig. Sonur okkur heyrði læt- in og kom askvaðandi inn í herbergi. Þegar hann sá föður sinn sitja ofan á mér með hönd á loftí, tilbúinn til að slá aftur, rak hann upp skaðræðisösk- ur og réðist á hann. Þeir veltust um dágóða stund meðan ég sat í hnipri á rúminu og kjökraði. Þetta endaði með því að maðurinn minn lagðist niður grátandi og sonur minn rauk út, enn- þá bandillur. Hann hélt líka framhjá Ég man satt best að segja ekki hvað gerðist síðan en allavega hlýt ég að hafa lognast út af. Ég rumskaði þegar dætur mínar tvær vöktu mig. Þá hafði staðið yfir fjölskyldufundur hjá þeim í meira en tvær klukku- stundir. Sonur minn hafði rokið beint til þeirra og sagt þeim að hverju hann hafði orðið vitni. Ég kom fram í eldhús og þar sat maður- inn minn skömmustulegur og horfði í gaupnir sér. Þau fóru yfir stöðu mála, sögðu mér frá því hvað hafði farið þeirra á milli. Maðurinn minn hafði viðurkennt fyrir börnunum okkar framhjá- hald sem hafði staðið í fjölda ára. Mér var í raun- inni sama um það en við tók erfiður skilnaður og skipt- ing eigna okkar. Hvað litla ástarfundinn sem batt enda á hjónaband mitt varðar þá héld- um við ungi maðurinn áfram að hitt- ast í laumi. Ég vildi ekki fyrir nokkum mun að bömin mín kæmust að því. Við fórum hægt í sakimar og hittumst bara heima hjá honum örfá kvöld í mánuði en tilfinningar okkar til hvors annars urðu bara heitari og heitari með tímanum. Á endanum var svo komið að ég gat hreinlega ekki haldið þessu leyndu lengur. Ég boðaði dætur mínar í mat til okkar sonar rrúhs og bauð líka kærastanum mínum, ég ák- vað að láta til skarar skríða og kynna hann fyrir mikilvægasta parti lífs míns, afkvæmum mínum sem vom nær honum í aldri en ég sjálf. Kærastann fram yfir barnið Ég ætla ekki að fara ítarlega í það sem gerðist í þessu matarboði, það er of sárt að rifja orðaskiptin ná- kvæmlega upp, það sem börnin mín létu út úr sér við mig, þá sérstaklega sonurinn, er eitthvað sem ég gæti aldrei haft eftir. Þetta endaði með því að ég lá í fanginu á unga kærast- anum með, að því er virtist þá óendanleg ekkasog, og börnin mín voru á bak og burt. Mér fannst tilveran hrynja, ég þurfti að velja á milli mannsins sem ég elskaði svo takmarkalaust og barnanna minna. Daginn eftir komu dætur mfnar báðar til mín með fyrirgefningar- gjöf. Þær höfðu þá rætt saman og áttað sig á að þær vildu ekki koma í veg fyrir mína hamingju því ég hafði fómað svo miklu fyrir þær um æv- ina. Ég giftíst þessum unga manni ný- lega, tveimur árum eftir að ég hitti hann fyrst. Ég er mjög hamingjusöm // Lífsreynslusaga 12 950

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.