Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDACUR 11. MARS 2005 Fréttir DV Spyr um kostnað við mat á frétta- stjóraefnum „Mér fyndist að minnsta kosti spennandi að vita hvað mat fyrirtækisins á umsækjendum kostaði," segir Ingvar Sverrisson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Útvarpsráði. Ingvar hyggst á næstunni afla sér upplýs- inga um kostnað við mat á umsækjendum um stöðu fréttastjóra Rfkisútvarpsins sem fyrirtækið Hagvangur gerði og Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps, hafði tif hhðsjónar þegar hann lagði fram tillögur um hæf- ustu umsækjendur um stöðuna. Sue þing- maður berst gegn stífl- um á íslandi „ísland hefur sláandi fagurt háfendi," sagði þingmaðurinn Sue Doughty á breska þing- inu í gær, þegar hún krafðist þess að bresk stjórnvöld notuðu dipíómatísk tengsl sín við ísland til að afstýra stíflugerð á hálendinu. Sue segir að stíflugerð-. irnar jaðri við að vera ólöglegar, óöruggar og fjárhagslega vafasamar. „íslensk stjórnvöld verða að vera meðvituð um að heimurinn fylgist með og þau ættu ekki að vera hissa ef alþjóðleg sam- bönd Ifði fyrir að þau taki ekki skyldur sínar gagnvart umhverfinu al- varlega," hnykkti hún á. Hjólaði fyrir bíl Níu ára drengur varð fyrir bíl á Hlíð- arvegi við Hrauntungu í Kópavogi á miðvikudaginn. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi hjólaði drengur- inn í veg fyrir bílinn. Hann hruflaðist einungis h'tillega en var sendur á slysadeild til öryggis. Á þriðja tug bfla var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögregl- unnar í Kópavogi, auk þess sem nokkuð var um að fólk væri bflbeltalaust og öku- menn töluðu í farsíma und- ir stýri. Lögreglan vill brýna fyrir ökumönnun að hlíta hraðatakmörkunum og stöðva bfl þegar þeir svara í símann. Kristinn Guðjónsson, kaupsýslumaður og fyrrum eigandi Banana hf., stendur í heiftúðlegri erfðaQárdeilu við stjúpbörn sin. Eiginkona Kristins lést á síðasta ári en hún þjáðist af alzheimer. Telja börnin hennar að Kristinn hafi nýtt sér ástand hennar til að láta hana skrifa undir pappíra sem hafi haft áhrif á arfinn til þeirra. Deilan er tekin fyrir hjá skiptastjóra á mánudaginn. Skrifahi undir kaupmála við aizheimersjúka eiginkonu „Þegar maður lendir í styrjöld þarf maður að verjast," segir Krist- inn Guðjónsson athafnamaður og fyrrum eigandi Banana hf. Kristinn er auðugur maður og byggði upp veldi sitt á ávaxta- og grænmetismarkaðnum. Á síðasta ári lést eiginkona Kristins, Bjarndís Jónsdóttir. Börn hennar frá fyrra hjónabandi, segja Kristin hafa notfært sér sjúkdóm hennar til að gera kaupmála. Deilan er komin fyrir skiptastjóra en að sögn barna Bjarndísar íhuga þau að fara með málið lengra ef sáttir nást ekki. til 1996 segja böm Bjarndísar að að Kristinn og Bjarndís hafi gert ýmsa samninga varðandi eign Bjarndís- ar í fyrirtækjunum og ráðstöfun á arfinum til barna Kristins. Meðal annars segja þaú að Bjarndís hafi afsalað sér sínum hlut í Bönunum árið 1991. Réttlætismál „Við áttum allt sameiginlegt nema börnin," segir Kristinn sem var staddur á Kanarí þegar DV hafði samband við hann. „Við hjónin gerðum kaupmála árið 1996. Skrifuðum bæði undir hann hjá dómara með fullri sátt. Ætli þau séu ekki að æsa sig yfir því að ég búi áfram í húsnæði okkar. Við áttum íbúð og sumarbústað sam- an. Annars lítur hver sínum augum á silfrið. Græðgin getur alltaf náð til fólks." Samningar Kristinn og fyrmm eiginkona hans, Bjarndís Jónsdóttir, vom gift í um 40 ár. Þau áttu bæði börn úr fyrri hjónaböndum; Kristinn þrjú og Bjarndís sex. Á þessum tíma gekk fyrirtæki Kristins, Bananar hf., illa og seldi Bjarndís fbúð til að koma því á réttan kjöl. Á árunum 1982 Börn Bjarndísar, sem þau segja að á þessum tíma hafi verið farin að þjást af sjúk- dómnum alzheimer, telja að Kristinn hafi nýtt sér ástand hennar til að láta hana skrifa undir pappíra sem hún kannski tt- aði sig Kristinn Guðjónsson fyrrum eigandi Ban- ana hf. Erldeilu um arf viö stjúpbörn sln. „í okkar huga er þetta fyrst og fremst réttlætismál. Við erum að sækja rétt móður sem beitt var órétti." ekki á hvað merktu. Gunnar B. Guðmundsson, læknir og sonur Bjarndísar, segir málið á afar við- kvæmu stigi. „I okkar huga er þetta fyrst og fremst réttlætismál. Við emm að sækja rétt móður sem beitt var órétti," segir hann. Sjúkdómur Eins og fram hefur komið er málið nú fyrir skiptastjóra en af samtölum við börn Bjarndísar að ráða hyggjast þau fara með málið lengra ef sátt næst ekki. Til dæmis er verið að safna saman lækna- skýrslum um ástand Bjarndísgr til að tímasetja nákvæmlega hvenær sjúkdómurinn lét fyrst á sér kræla. Það getur þó reynst erfitt að sýna fram á slflct enda alzheimer afar lúmskur sjúkdómur sem oft á tíðum tekur langan tfma að upp- götva. Peningar Veldi Kristins Guðjónssonar var mikið á íslenskum viðskiptamark- aði. Hann átti, ásamt syni sínum Jóhannesi Kristinssyni eigenda Iceland Express, fyrirtækið Banan- ar hf. sem flutti meðal annars inn Chiquita-banana. Þá hefur Krist- inn átt hlut í Fengi en Pálmi Har- aldsson, í Fengi, var á sínum tíma stjórnarformaður í Bönunum hf. Það eru því miklir hagsmunir í húfi í þessari erfiðu deilu. Bæði út frá réttlætissjónarmiðum og í bein- hörðum peningum. simon@dv.is Húsvörður með klesstan bíl andar léttar. Fagnar niðurrifi girðingar en vill enn bætur „Þetta sannar bara að það var ekki rétt að setja upp þetta upp grindverk," segir Georg Viðar Björnsson, húsvörður á Hringbraut 121. Georg lenti í árekstri fyrir viku þegar hann ók út á götuna úr porti við heimili sitt. Hann skellir skuld- inni á grindverk sem verslunin Krónan í JL-húsinu lét reisa við lóða- mörkin. „Þetta varð algert blind- horn,“ segir hann. Mitsubishi Spacestarbfll Georg sem aðeins er árs gamall skemmdist Hvað liggur á? Georg Viðar Björns son Sá ekkert fyrir grindverki viö Krónuna sem nú hefur verið rifið. talsvert á annarri hliðinni. Georg vill að Krónan bæti honum tjónið, en hann hefur sent bfllinn á verkstæði í Hveragerði. „Sem betur fer er allt annað að keyra þetta núna. Ég er búinn að fara tvisvar eða þrisvar út úr portinu og það var ekkert mál.“ „Það liggur mikið að gera alla veitinga- og skemmtistaði reykiausa, “ segir Jak- obína H. Árnadóttir, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð.„Ég vona að þingmenn horfi til niðurstöðu Gallup-könnunarinnar sem bendir til að meirihluti fólks styðji reykieysið." Annar fyrrum kærasti Hildar stígur fram Hætti með Hildi og kom út úr skápnum „Ég held hún taki þetta í kvöld," segir Sigursteinn Sigurbergs- son, gamall kærasti Hild- ar Völu Idolstjömu. DV birti í gær viðtal við Sól- mund Hólm Sólmunds- son, kærastann sem Hildur var með eftir að hún hætti með Sigursteini. Hann sagðist halda með Hildi Völu og vonaðist til þess að hún myndi vinna. Nú stígur Sigursteinn fram. Hann segist muna vel eftir sönggleði Hildar Völu. Hún hafi verið sísyngjandi þeg- ar þau vom saman. „Hún greip míkrófóninn hvar sem hann var,“ segir Sigursteinn. „Söng Sigursteinn Sigur- bergsson í hlutverki Bilbó Baggasonar Von- ar að Hiídur Vaia vinni / kvöld. öllum stundum og lifði fýrir músíkina. Við erum ennþá vinir í dag og við ætlum öll fjölskyldan að horfa á Hildi á skjánum í kvöld. Ég held hreinlega að hún taki þetta." Sigursteinn vinnur hjá Skeljungi en er einnig leikari í leikfélagi Mos- fellsbæjar. Nokkuð er síð- an Sigsteinn kom svo út úr skápnum og viðurkennir hann ófeiminn að hann sé hommi. „Jú, það er rétt og í hrein- skilni sagt frábært," segir Sigsteinn. Fyrrum kærastar Hildar Völu standa því með henni og senda henni jákvæða strauma í keppninni í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.