Freyr - 01.03.1944, Síða 3
I
MflNfl-ÐflRBLfl-Ð UM LflNDB Ú N A£>
Nr. 3 Reykjavík, marz 1944 XXXIX. árg.
Skurðgröfurnar
Skýrsla um rekstur véla á vegum Vélasjóðs
sumarið 1943
Aðalverk Verkfæranefndar ríkisins á ár-
inu 1943, var að annast rekstur Vélasjóðs
og hafa umsjá með vélum þeim, er hann
á og flestar eru reknar af fyrirtækjum, er
hafa þær á leigu.
Vélasjóður á nú 6 vinnufærar skurð-
gröfur, einn dráttarvagn og eina dráttar-
vél með ýtu.
Árið 1943 var unnið all-mikið með 4 gröf-
um, mjög lítilsháttar með þeirri 5. og ekk-
ert með þeirri 6., sökum þess að hún komst
ekki á vinnustað fyrri en vetur gekk í
garð.
Alls voru grafnir skurðir sem eru 13,8 km
á lengd og 88.894 teningsmetrar að rúm-
máli.
Verður hér sagt nokkuð frá rekstri hinna
einstöku véla.
AKRANES. („Cub“ númer A 3287).
Vinna hófst laugardaginn 22. maí og var
hætt fimmtudaginn 28. okt. Unnið var að
framræslu í Garðaflóa til 7. ágúst. Þá var
vélin notuð í sex daga við malarmokstur
og vegagerð. Mánudaginn 16. ágúst var
aftur farið að vinna að skurðagerð í Innsta-
Vogi og unnið þar til 27. okt. Loks var unn-
ið tvo daga að malarmokstri 27. og 28. okt.
Að því búnu var skurðgrafan léð til notk-
unar við kennslu á dieselvélanámskeiði,
er haldið var á Akranesi.
Á tímabilinu 7. júní til 31. júlí var unnið
bæði dag og nótt í tveimur 10 tíma vökt-
um. Tveir menn unnu ávalt með vélinni
á hvorri vakt, en auk þess var alltaf einn
aukamaður, er vann að því að laga skurð-
ina o. s. frv.
Á tímabilinu 22. maí til 28. okt. urðu
með þessu móti 183 vinnudægur. Af þeim
var unnið að greftri meira eða minna 143
dægur. Sá tími, sem nýttist ekki við gröft
skiptist þannig:
Bilanir ............. 17 dægur
Flutningar .......... 12 —
Mokað möl............. 8 —
Frí................... 3 —
Alls 40 dægur
Alls voru grafnir 6.513 lengdarmetrar af
skurðum, sem eru 29.355 rúmmetrar.