Freyr - 01.03.1944, Síða 4
Meðal afköst á vinnudægri hafa því orðið
29.355:143 = 205 rúmm. En ef miðað er við
allan tímann, nema malarmoksturinn og
flutninga vegna hans, koma 171 rúmm.
á dægrið.
Kostnaður við gröftinn hefir orðið:
Vinnulaun....... kr. 31.357,49
Akstur*) ....... — 2.433,64
Olíur .......... — 2.152,93
Vírar .......... — 2.447,53
Annar kostnaður — 2.038,52
Alls kr. 40.430,11
Hefir því kostað kr. 1,37,7 að grafa rúm-
metrann -)- leiga fyrir skurðgröfuna, sem
er reiknuð kr. 0,50 á grafinn rúmmetra.
Allur kostnaður við gröftinn verður því
kr. 1,87,7 á rúmmetra.
Árin 1942 og 1943 hefir verið grafið á
Akranesi:
í Garðaflóa 8.554 lengdarm.= 43.010 rúmm.
í Innsta-Vogi 2.574 — = 12.262 rúmm.
Alls 11.128 lengdarm.= 55.272 rúmm.
Allur kostnaður hefur orðið kr. 73.533,
64 eða kr. 1,33 að meðaltali á rúmm. +
leiga fyrir skurðgröfuna, sem greidd var
1943, en 1942 var grafan leigulaus samkv.
þeim lögum, er þá giltu um lán á skurð-
gröfum.
Til fróðleiks hafa einnig verið teknar
saman sérstakar tölur varðandi skurð-
gröftinn í Innsta-Vogi, en þar er um sam-
felt ræktunarland að ræða, sem gert er
ráð fyrir að undirbúa að fullu til ræktunar
eins fljótt og tök eru á. Aðstaða við skurða-
gerðina er þar góð, landið liggur meðfram
þjóðveginum fyrir norðan kaupstaðinn á
Akranesi. Greftri opinna skurða á landi
þessu er enn eigi lokið að fullu, 2—3 skurð-
ir eru eftir ógrafnir
*) Aðallega akstur verkamanna að og frá vinnu.
INNSTI-VOGUB
Vinnan hófst þar 16. ágúst og var lokið 27. okt.
Unnið var eingöngu að deginum, 10 tíma, 2 menn
við vélgröftinn og einn aukamaður að laga skurð-
ina. Á þessu tímabili eru 63 virkir dagar. Að greftri
var unnið meira eða minna í 51 dag. Þeir 12 dagar,
sem ekki var grafið skiptast þannig:
Bilanir 6 dagar — Flutningur 3 dagar —Frí 3 dagar
Grafnir voru 2.574 lengdarmetrar = 12.262 rúm-
metrar. Meðalafköst á dag, sem grafið var, hafa
því orðið 12.262:51 = 240,4 rúmm., en ef miðað er
við allan tímann 12.262:63 = 194,6 rúmm.
Kostnaður við gröftinn varð sem hér segir:
Vinna .................. kr. 11.113,79
Akstur ................... — 614,11
Olíur .................... — 842,34
Vírar .................... — 566,80
Alls kr. 13.137,04
Kostnaður á rúmmetra hefur því orðið kr. 1,07
(1,07,14) + leiga fyrir gröfuna.
Eins og sjá má að nokkru leyti af tölunum, eru
skurðir þeir, sem grafnir voru í Innsta-Vogi mjög
stórir og djúpir, til þess að vera túnræktarskurðir.
Meðalrými pr. lengdarmetra 4,76 m3. í stærsta
skurðinum kemst rými pr. lengdarmetra upp í
6,62 m-'!, dýpi 2,70, botnbreidd 1,00 og breidd að of-
an 3,90. Flutningur á milli skurða voru litlir og
lágu vel við og allmikið af skurðunum var grafið
án þess að notaðir væru hlerar undir vélina.
STAÐARBYGGÐ („Cub“ númer A 3304).
Vinna hófst þriðjudaginn 1. júní, 1.590
metra frá ósi aðalskurðar, þar sem hann
stefnir frá Eyjafjarðará skáhalt upp að
brekkunum á milli Jódísarstaða og Öngul-
staða. Var skurðurinn grafinn upp að
brekkunum og inn með þeim að lengdar-
hæl 243 (2. 430 m frá ósi), er þá komið að
svonefndum Bjarkarkílum, ófæru landi
sökum bleytu og foræðis. Var hætt þar
24. júní og grafan flutt norður eftir aftur
að þeim stað, er aðalsk. sker merki Jó-
dísarstaða og Öngulstaða við lengdarhæl
129, og byrjað að grafa svokallaðan Jó-
dísarstaðaskurð, sem er 900 m að lengd.
Greftri hans var lokið 8. júlí. Þá var graf-
an flutt á ný suður að Bjarkarkílum, en