Freyr - 01.03.1944, Page 5
FREYR
31
þar sem þeir reyndust enn ófærir, var þar
frá horfið og grafan flutt lengra fram-
eftir, um 660 metra, og byrjað að grafa þar
á færu landi við hæl 309, í landi Ytri-
Tjarna. Hófst gröftur þar 15. júlí.
Jafnframt þessu var handgrafin 1 metra
breið rás gegnum hið ógrafna haft, 660 m,
svo að nokkuð gæti grynnt á vatni í skurð-
inum fyrir framan það.
Grafið var með gröfunni áfram frameft-
ir, gegnum lönd jarðanna Ytri-Tjarna,
Háagerðis, Syðri-Tjarna, Hóls, Ytra-Lauga-
lands og suður í land Syðra-Laugalands,
að lengdarhæl 519 (5.190 m frá ósi aðal-
skurðar), þar var hætt 23. september.
Um leið og grafið var gegnum lönd
Laugalandanna, var grafinn lítill þver-
skurður úr aðalskurðinum alveg upp að
brekkunum fyrir neðan Laugaland, lengd
hans er 200 metrar.
Þegar hér var komið var afráðið að hætta
greftri frameftir, flytja gröfuna norður á
bóginn aftur og reyna að grafa haftið í
Bjarkarkílum. Var byrjað að flytja vélina
27. sept. og unnið að því í tvo og hálfan dag.
Miðvikud. 29. sept. þótti sýnt, að ekki yrði
aðhafst frekar við gröft sökum ótíðar og
vatns í mýrunum, og var þvi gengið frá
vélinni þar sem hún var stödd á fitinni
fyrir neðan Ytri-Tjarnir.
Á tímabilinu 1. júní til 15. ágúst var
unnið bæði nótt og dag, í tveimur 10 tíma
vöktum. Unnu ávalt 2 menn á hverri vakt.
Prá 16. til 24. ágúst unnu 3 menn við gröf-
una, skiptust á og unnu alls 15 klst. á
sólarhring, eftir það voru aðeins 2 menn
við gröftinn.
Á tímabilinu 1. júní til 29. sept., urðu
með þessu móti 170 vinnudægur. Af þeim
tíma var unnið að greftri meira eða minna
í 124 dægur, en 46 dægur nýttust ekki við
gröft af eftirtöldum ástæðum:
Bilanir............ 18 dægur
Flutningur ........ 16 —
Óveður.............. 6 —
Vatnavext'r ........ 2 —
Veikindi ........... 3 —
Frí ................ 1 —
Tafir alls: 46 dægur
Auk þess telst til að af þeim 124 dægr-
um, sem unnið var að greftri, nemi tafir
vegna smábilana alls 9 dægrum.
Alls var grafið sem hér segir:
1. Aðalskurður, frá hæl 159 til 243 =
840 lengdarmetrar, 5.880 m3
2. Jódísarstaðaskurður, 900 lengdar-
metrar, 2.960 m3
3. Aðalskurður, frá hæl 309 til 519 =
2100 lengdarmetrar, 18.490 m3
4. Laugalandsskurður, 200 lengdar-
metrar, 350 m3.
Alls 4040 lengdarmetrar, 27.680 m3
Meðalafköst á vinnudegi, er unnið hefir
verið að greftri, hafa því orðið: 27.680:124
= 223 rúmmetrar.
En ef miðað er við allan tímann, 170
vinnudægur, sem þó kemur í raun og veru
ekki til greina, koma 162,8 rúmmetrar á
dægrið.*)
Kostnaður við gröftinn hefir orð ð:
Vinnulaun............ kr. 16.27o,00
Olíur ..................— 1.627,30
Vírar ..................— 2.610,45
Annar kostnaður .... — 300,00
Alls kr. 20.812,75
Hefir því kostað kr. 0,75,2 að grafa rúm-
metrann -J-leiga fyrir skurðgröfuna, sem
sumarið 1943 er reiknuð kr. 0,50 á grafinn
rúmmetra. Allur kostnaður við gröftinn
verður því kr. 1,25,2 á rúmmetra.**)
*) Þess má geta, að mestu afköst við gröftinn,
á 10 stunda vinnudegi, voru 420 rúmmetrar.
**)Þetta kemur þó ofurlítið öðruvísi út fyrir