Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1944, Qupperneq 6

Freyr - 01.03.1944, Qupperneq 6
32 FREYR, Árin 1942 og ’43 hafa alls verið grafnir 42.472 rúmm. Kostnaður við gröftinn hefir orðið kr. 0,76,2 að meðalt. á rúmm. + leiga. Aðalskurðurinn í Staðarbyggðarmýrum verður allur 8.327 metra langur, af þeirri vegalengd er búið að grafa 5.090 metra, eftir eru ógrafnir 3.237 metrar. En rúmmál hins ógrafna hluta aðalskurðar er hlut- fallslega minna, heldur en þess hluta, sem búið er að grafa. Þá er einnig eftir að grafa annan skurð vestar í mýrunum. Lengd hans verður 5.320 metrar, og áætlað rúmmál 18.428 rúmmetrar. Ef enginn óhöpp koma fyrir, verður greftri aðalskurðar lokið næsta sumar, en varla er hægt að gera ráð fyrir því, að það takist að ljúka greftri vestari skurðsins líka. FLOTGRAFAN í ÖLVESI. Vinnan hófst 18. júní, varð eigi byrjað Framræslu og áveitufélag Staðarbyggðar, því að samkv. samningi um leigu á gröfunni, fellur ekki leigugjald á allt, sem grafið var síðastliðið sumar. Um kostnaðarliðinn: Vírar, er þess að geta, að all- mikið mun vera til af vírum til næsta árs. fyrri sökum all-mikillar viðgerðar á gröf- unni, er Landsmiðjan hafði með höndum. Vinnu var hætt 6. nóvember. Tveir menn unnu með gröfunni. í júní, júlí og ágúst var unnið 12 tíma á dag, en hinn tímann 10—11 tíma. Á þessu tímabili eru 122 virkir dagar-. Unnið var að greftri meira og minna í 99 daga, en 23 dagar gengu frá vegna bilana. Grafnir voru 1.554 lengdarmetrar af skurði, sem er um 8 metra breiður og 2 metra djúp- ur, eða alls um 24.864 rúmm. Meðal afköst á dag, þá daga sem unnið var að greftri, hafa því orðið 24.864:99 = 251 rúmm. Reksturskostnaður gröfunnar þetta sama tímabil varð sem hér segir: Vinnulaun.................... kr. 14.865,35 Olíur ....................... — 726,36 Viðgerðir*) ...............6.887,63 Flutningar (á olíu o. fl.) .... — 492,60 Annar kostn. (stjórn ferðir sími o. fl.) .............. — 1.240,00 __________ Alls kr. 24.211,94 *) Aðalviðgerð á gröfunni fór fram vorið 1943. Greiddi ríkissjóður vegna hennar kr. 17.300,10, auk þess er greitt var af Áveitufélaginu. 1. mynd. Flotgrafan í Ölvesi 1943 Ljósm.: Á. G. E

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.