Freyr - 01.03.1944, Blaðsíða 7
FRE YR
33
Hefir því kostað tæpa krónu (97,4 aura)
að grafa rúmmetrann.
í Ölvesinu er nú alls búið að grafa um
10.484 lengdarmetra með þessari gröfu, frá
því er hún var flutt þangað haustið 1937.
Eftir er ógrafið af aðalskurði þeim, sem
nú er verið að grafa, um 2200 metrar.
Litlar líkur eru til þess að um frekari gröft
verði að ræða með þessari gröfu, þegar
greftri hans er lokið
NÝJAR GRÖFUR
Þess hefir orðið vart, að þeir, sem eru að hugsa.
um fiamræslu með skurðgröfum, og þeir eru
margir víðsvegar um land, óska eftir sem allra
gleggstum upplýsingum um gröfur þær, sem keypt-
ar eru, hversu gengur með að koma þeim á vinnu-
staði o. s. frv., enda gefur það meðal annars all-
góða hugmynd um hvers má vænta um notkun
vélanna á hinum ýmsu stöðum og við mismunandi
skilyrði. í fyrsta lagi hvort samgönguleiðir og tæki
gera fært, að koma þeim þangað sem óskað er. Af
þessum ástæðum er eftirfarandi frásögn um hinar
nýju vélar gerð nokkru fyllri, en nauðsyn bæri til í
venjulegri skýrslu um rekstur vélanna, í von um
að það geti orðið til gagns og gamans fyrir les-
endur Freys.
Á árinu voru keyptar 3 nýjar gröfur amer-
ískar, frá Harnischfeger Corp., Milwaukee.
Þær eru af gerðinni P. & H. 150, nokkuð
stærri heldur en ensku gröfurnár er keypt-
ar voru 1942. Skóflustærð þeirra ensku er
8 rúmfet, þyngd 8,8 smálestir, breidd 2 m
og lengd á vinnuarmi 25 fet. P. & H. 150 eru
með % yard skóflu (13y2 rúmfet), þyngd
10.736 kg. breidd 2,5 m og lengd á vinnu-
armi 30 fet. Ensku gröfurnar eru útbúnar
með 2 strokka Dorman dieselmótorum 24
hestafla, en P. & H. 150 með 6 strokka
Buda- Lanova dieselvélum 55 hestafla.
Með gröfunum var keyptur sérstakur
flutningavagn er nota má við flutning
þeirra á milli vinnustaða.
Gröfurnar komu til Reykjavíkur 31.
ágúst og var skipað upp 6.—-8. sept.*)
ÁRBÆR í ÖLVESI (P. & H. 150, nr. 7567).
Fimmtudaginn 9. sept. voru hinir minni
hlutir einnar gröfunnar, s. s. vinnuarmur
og skófla, fluttir austur í Ölves, og vélin
laugardaginn 11. sept. Var grafan sett sam-
an undir Ingólfsfjalli, skammt fyrir aust-
vegamót Selfossvegar og Grímsnessvegar,
11. og 12. sept. Var hún komin vinnubúin
niður í mýrarnar fyrir norðaustan Árbæ
á sunnudagskvöld 12. sept.
Vinna með gröfunni hófst fimmtudag-
inn 16. sept. á vegum Árbæjarfélagsins, en
það er félag manna á Selfossi, er á jörðina
Árbæ, og hefir undirbúið þar miklar rækt-
unarframkvæmdir, og tók gröfu þessa á
leigu til þess að hrinda þeim í framkvæmd.
Fyrst var grafinn 435 m langur skurður
meðfram væntanlegum vegi, frá þjóðveg-
inum frá Ingólfsfjalli að Selfossi, heim að
Árbæ. Mun ruðningurinn úr skurðinum
verða jafnaður með jarðýtu og malborinn
sem vegur. Breidd skurðsins er 3 m að
ofan og dýpt 2 m.
Næst var byrjað að grafa skurð á merkj-
um Árbæjar og Hellis, frá Ölvesá í stefnu
til fjalls. Á sá skurður að ná alla leið upp
að þjóðveginum undir Ingólfsfjalli. Af þeim
skurði var búið að grafa um 950 m er vinnu
var hætt 24. nóv. sökum frosta. Breidd
þessa skurðar er 3,4 m að ofan, 1 m í botn
og dýpt 2 m. Lítilfjörlegur merkjaskurður
var þarna áður og mikið vatnsrennsli, er
var til all-mikils trafala við gröftinn. Að
greftrinum unnu tveir menn, Sveinn
Jónsson, vélamaður á Selfossi og Sigtrygg-
*) Gröfurnar voru pantaðar — frá U. S. A. — 30.
júlí 1942, eftir að reynt hafði verið án árangurs,
að fá keyptar skurðgröfur frá Englandi, af sömu
gerð og þær, sem keyptar voru þaðan vorið 1942