Freyr - 01.03.1944, Qupperneq 10
36
FRE YR
á dráttarvagninum og bílum beitt fyrir, af
bryggjunni upp brekkusneiðinginn upp í
þorpið, samdægurs og grafan var sett á
land.Skall þar hurð nærri hælum, því að
um að nóttina gekk í stórhríð svo að olli
tjóni bæði á skepnum ,og mannvirkjum.
Grafan komst þannig á land í Dalvík síð-
asta daginn sem fært var og þyngsti hluti
hennar upp í þorpið síðasta daginn sem sú
gata var fær, með slíkan flutning, þá um
langt skeið, því svo merkilega hagar til á
Dalvík, að þótt verið sé að byggja þar góða
bryggju, mikið mannvirki, er sennilega
hvergi verri bílvegur í Svarfaðardal, en
af bryggjunni og upp í þorpið, má það
heita vegleysa á slíkum stað. Laugardag-
innn 25. sept., þegar hríðinni slotaði var
mokuð braut og aðrir hlutar gröfunnar
fluttir af bryggjunni. Unnið var að sam-
setningu gröfunnar þann dag, sunnudag
og mánudag, og á mánudagskvöld ók Eirík
Eylands henni í ófærð fram að Skáldalæk,
og var gengið þar frá gröfunni 28. sept.,
en það er rétt við túnið á Skáldalæk, sem
ráðgert er að byrja að grafa á vegum Fram-
ræslufélags Svarfdælinga, þegar fært verð-
ur næsta vor.
Að samsetningu gröfunnar á Dalvík,
unnu þeir Eirík Eylands, Árni G. Eylands
og Jón Kristjánsson frá Svartárkoiti, er
unnið hafði um sumarið við skurðgröfuna
á Staðarbyggð. Auk þess voru menn frá
Dalvík til aðstoðar. Þess skal þakksamlega
getið, að margir Dalvíkingar réttu óbeðið
rösklega hendur til hjálpar, þegar átaka
þurfti við, við flutninga upp af bryggjunni
á Dalvík, og við samsetninguna.
Sökum þess, hvernig til tókst með tíðar-
far og færð, varð þetta allt tímafrekara,
dýrara og harðsóttara en þurft hefði að
vera í sumartíð, en illt þótti að hverfa frá
hálfnuðu verki, en því er þetta rakið hér
og skýrt, að þess er vænst, að Svarfdæling-
ar, er eiga að nota þessa gröfu og njóta
fyrstu verka hennar. telji sér þennan erf-
iða aðdraganda skurðgröfuvinnunnar þar í
sveit, sem fararheill, en ekki ófarnaðar-
fyrirboða. Við, sem að þessu unnum, héld-
um það vera meira í samræmi við lífs-
venjur dalbúa norður þar, að ljúka því,
sem lokið varð í haust, heldur en að hverfa
frá ógerðu og bíða betri tíma.
* * *
Þess ber að gæta um þessar nýju gröf-
ur að tölur þær, sem tilgreindar eru hér
að framan, gefa í raun og veru enga sæmi-
lega hugmynd um það hver afköst þeirra
muni reynast né hvað muni kosta að grafa
með þeim. Reynslutími þeirra tveggja véla,
sem teknar voru í notkun, er svo skammur,
að byrjunar erfiðleikanna gætir mjög, þar
við bætist óhagstætt tíðarfar og skamm-
degi. Æfing og reynsla vinnuárið 1944,
leiðir hið rétta í ljós.
JARÐÝTAN TD 9.
Verkfæranefnd stóð að kaupum á þrem-
ur dráttarvélum á árinu. Eru það stærri
og meiri vélar en áður hafa verið notaðar
við jarðvinnslu hér á landi, allar af gerð-
inni International Tractractor TD 9. Eins
og nafnið bendir til eru þetta vélar, sem
ganga á skriðbeltum. Þær eru með diesel-
vélum, 4 strokka, dráttarafl 38.88 hestöfl
og fullt afl 45.91 hestöfl. Þyngd 4850 kg.
og breidd 6 fet. (183 cm). Breidd skrið-
beltanna er 16 þuml.
Með tveimur af þessum vélum fylgdu
ýtur (Bullgrader) af gerðinni Bucyrus Erie
10 feta (ensk). Ýtan er þannig gerð, að auk
þess, sem hægt er að beita henni þvert
fyrir dráttarvélina, er hægt að skástilla
ýtublaðið, bæði til hægri og vinstri eftir
vild, svipað og á veghefli.
Ýtnni er lyft og beitt með vökvaþrýst-