Freyr - 01.03.1944, Qupperneq 11
FREYR
37
4. mynd.
TD 9, meö ýtu, að
jafna skurðruðninga i
Garðaflóa.
Ljósm.: Á. G. E.
ingi. Þyngd hennar er 2100 kg. Vegur því
TD 9 með ýtu af þessari gerð 6950 kg.
Aðra þessa vél keypti Vélasjóður með það
fyrir augum, fyrst og fremst, að nota hana
til þess að jafna skurðruðninga þar sem
skurðir eru grafnir með skurðgröfum. Þegar
um stóra skurði er að ræða, svo að úr hverj-
um lengdarm., sem grafinn er, koma 4—5
rúmm. af ruðningi, er bersýnilegt, að það
er ókleift að dreifa ruðningnum með hand-
afli, og verður óhemju dýrt, jafnvel þótt
hestafl sé notað við þá vinnu. Einnig kem-
ur til greina að jafna skurðruðninga með
það fyrir augum, að gera þá að ræktunar-
vegum.
Ein af þessum þremur dráttarvélum fór
að Loftsstöðum í Flóa, hún var án ýtu.
Aðra fékk Sigfús Öfjörð í Noröurkoti í Flóa,
með plóg og herfi, og er fyrsta ýtan kom,
er ætluð var Vélasjóði til hinna umræddu
tilrauna, fékk Sigfús hana einnig, sökum
þess, að þannig stóð á störfum, að hann gat
notað hana fyrr en Verkfæranefnd hent-
aði að hefja tilraunir sínar. Er Sigfús hafði
notað ýtuna litla hríð, tók Verkfæranefnd
við henni og flutti hana til Akraness ásamt
dráttarvél Vélasjóðs, sem áður var komin,
en Sigfús fékk síðar aðra ýtu til eignar og
umráða.
Dráttarvélin og ýtan var flutt til Akra-
ness 4. og 6. ágúst, en vinna með ýtunni
hófst 11. ágúst. Var fyrst unnið lítilsháttar
við götugerð í kaupstaðnum, en laugardag-
inn 14. ágúst var tekið til við skurðruðn-
ingana í Garðarflóa. Alls voru jafnaðir þar
ruðningar, sem voru tæpir 5 km. á lengd.
Mest allt var jafnað þannig, að það verði
ræktunarvegir. Mun óvíða þurfa neinna
verulegra, frekari aðgerða við áður en veg-
irnir verða malbórnir. Ennfremur var nokk-
uð af ruðningnum jafnað til ræktunar.
Tveir menn unnu með ýtunni til skiptis,
Guðmundur Runólfsson frá Hvanneyri og
Eirík Eylands. Sökum þess, að hér var um ný
vinnubrögð og um æfingar að ræða, er vart
hægt að tilgreina ákveðin dagsafköst við
starfið, en ekki mun of í lagt að telja dagsv.
500 m, er ruðningur er jafnaður sem vegur.
Greinilega kom í ljós, að óráðlegt er að
jafna ruðninga eða dreifa þeim skömmu