Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1944, Page 17

Freyr - 01.03.1944, Page 17
FREYR 43 ið, að hver kynslóð skili landsnytjum a. m. k. jafngóðum cg hún tók við þeim. En sú krafa er ekkert annað en orðagjálfur eitt, ef hún er ekki jafnframt færð á hendur hverjum borgara þjóðfélagsins. Þetta hefir löggjafinn skilið mætavel, a. m. k. á sum- um sviðum. Hafa því verið samin lög um verndun nokkurra landsnytja, t. d. æðar- fugls, skóga, lax o. e. t. f 1., þó að það komi ekki í hug mér. Þessi lög eru skýlaus játning þess, að einstaklingum þjóðfélagsins er ekki fyrir því trúandi, að vernda slíkar uytjar, svo að ekki geti stefnt til örtraðar. Ég fullyrði að hér er beitilandið að bætast við í tölu þeirra nytja, er svo er að búið. Skal ekki fjölyrt um þá vá, sem fyrir dyr- um væri, ef svo væri stefnt um langt skeið. Verður ekki annað séð, en hér verði að bregða við, og helzt nú þegar, og taka þenn- an þátt til rækilegrar athugunar. Ég vil í þessu sambandi benda á, að ég harma uijög ag Búnaðarþing skyldi ekki sjá sér fært að sinna að neinu áskorun, er ég kom áleiðis til þess, — ég ætla 1940, — í gegnum aðalfund A. B. S. K., þar sem skorað var á Búnaðarþing að láta taka til ’rækilegrar rannsóknar landsþörf hinnna einstöku bú- fjártegunda okkar, ásamt beitarþoli lands. En um það þýðir ekki að sakast að sinni. Hitt ætla ég að ekki verði um deilt, og mundi þó sannast betur en flesta grunar í fljótu bragði, ef fyrir hendi væri viðhlýt- andi rannsókn, að hross séu langlandfrek- ust búfjártegunda okkar, enda mun það þekkt fyrir löngu. Sanna það málshætt- irnir að „veikur er gróður í varspori,“ og „kalgjarnt er undan kapaltönnum.“ En vafalítið er, að átt er við hrossspor í hinum fyrri og vorbeit hrossa í hinum síðari, og ®un hvort tveggja sagt til viðvörunar. Þess verða leiðtogar þjóðarinnar að vera minnugir, að þær landsnytjar, sem hér eru í veði, eru svo dýrmætur fjársjóður, að þjóðin hefir engin efni á að glata honum, fyrir handvömm eina. En það kalla ég handvömm, ef beitiland er lagt í örtröð til þess eins að láta þar ganga vanræktaða, vanfóðraða, vanhirta og lítt seljanlega stóðhópa. Og mundi sú sök, — ef að lang- framasök yrði, — ekki léttari á baki vorrar kynslóðar, en þær, sem færðar eru af okkur á hendur forfeðrum okkar fyrir eyðingu skóga, örnytjuð veiðisvið o. a. þ. h., sem oft heyrist þeim fært til saka. Ég kem þá að síðasta þætti þessa máls, en það er ásetningurinn. Það er eins víst, og það að tveir og tveir eru fjórir, að all- verulegur hluti þessa stofns er settur á Guð og gaddinn. Þeim hluta er í reyndinni ekki ætlað eitt einasta strá af fóðri, enda vafamál hvort hús eru til nándar nærri þann hóp, sem til er af hrossum á því svæði er ég hefi gert hér að umtalsefni. Yfir þetta svæði hefir gengið nær samfelt góðæri frá 1920 til þessa dags, enda er svo komið, að það er blátt áfram af allmörgum reikn- að með því að svo hljóti að fara áfram. Þessum úrlausnum er ágætt að taka ef svo gefst. En minna má á það, að vetur mun hafa gist eitt árið af s. 1. áratug, svo lengi um Eyjafj., Þingeyjar- og Múlaþing, að fulldjarft virðist enn að slá því föstu að hann taki aldrei framar strandhögg hér vestan Eyjafjarðar. Og sannarlega er „mik- il trú þeirra," er svo hugsa um ásetning, er raun gefur ólygnast vitni um, og ég gat um áður, og eru þó komnir það til ára, að þeim væri vorkunnarlaust að muna tvo fyrstu áratugi þessarar aldar. Það virðist lítt verjanlegur hlutur, að slíkt skuli við- gangast. —- Það er vitað, að lög ríkisins leggja þá kvöð á herðar hverjum búfjár- eiganda, að hann eigi hús yfir fénað sinn, og viðunandi fóður. Og þó horfa heilar sveitir á það með köldu blóði, að til séu hópar búfjár er hvorugt er til fyrir. Það

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.