Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Side 19
DV Sálin MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005 19 Inngangsorð GSA-samtakanna GSA (GreySheeters Anonymous) er félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá hömlu- lausu ofáti. Til þess að gerast GSA-félagi þarfað- eins eitt; löngun til að hætta hömlu- lausu ofáti. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin en með, innbyrðis samskot- um sjáum við okkur efnalega far- borða. GSA-félagsskapurinn tengist engum félagsskap öðrum, trúarleg- um, pólitískum eða hugmyndafræði- legum; hann heldursig utan viðþras og þrætur og tekur ekki afstöðu til málefna annarra en sinna eigin. Líður best með mínum nánustu „Aðallega reyni ég að vera dugleg að vera méð mínum nánustu og eyða góð- um stundmn með þeim,“ segir söngkon- an sæta Aðalheiður Gunnarsdóttir sem flest- um er betur kunn undir nafh- inu Heiða í Idol. „Mér þykir líka gott að fara í ræktina en ég er mikil fjölskyldumanneskja og svo ég tali nú svo- lítið í hring þá þykir mér langbest að vera með fólki sem mér þykir vænt um." Fyrir framan blaðamann DV stendur falleg, grannvaxin og glaðleg kona. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það er ekki ýkja langt síðan hún var 55 kílóum þyngri og buguð á líkama og sál. Hún hafði reynt öll átök og kynnt sér allar leiðir til að vinna á matarfíkn sinni en allt kom fyrir ekki. Þar til hún komst í kynni við GSA. Leifi olætunnap fra ástandi. Mér fannst ég því aldrei eins feit og ég raunverulega var. Ef ég sá aðra manneskju sem var í svipaðri stöðu og ég velti ég því aftur á móti fyrir mér hvers vegna manneskjan gerði ekkert í sínum rnálurn," segir E og kímir yfir sjálfsafheitun sinni. Hún telur að því miður endur- spegli þetta viðhorf það sem al- mennt ríkir í samfélaginu. Fólk sé sí- fellt að velta því fyrir sér hvers vegna annað fólk leyfi sér að fara illa með sig og hvers vegna það taki ekki á vanda sínum. Ástæðan fyrir slíkum vangaveltum sé sú að það áttar sig ekki á að það er sjúkdómur sem veldur þessu ástandi. „Það hefúr svo h'tið verið fjallað um þann sjúkdóm sem ofát er sem sjúkdóm. Fólk er sífellt hvatt á&am í hitt og þetta átakið og allir virðast hafa svör og lausnir á vandanum á reiðum höndum. En við erum búin að reyna þetta allt saman. Viljastyrkurinn einn og sér nægir ekki „Sjúkdómurinn væri ekki svona erfiður viðureignar ef það væri hægt að vinna bug á honum með vilja- styrknum einum saman," segir E og bendir á að um fjögurra mánaða skeið borðaði hún aðeins eina mál- tíð í viku. En slíkt átak j afii fj arstæðu- kennt og það krefst mikils styrks og sjálfsaga sem er svo sannarlega ekki á færi allra. „Ef þetta væri hægt með viljanum einum saman hefði ég aldrei lent í þessum sporum. Þetta er sjúkdómur sem við ráð- um ekki við og hann er tilkominn vegna þess við borðum mat sem veldur okkur fíkn, sérstaklega kemur það í ljós þegar maður leiðbeinir fólki í sínum fyrstu skrefum í bata. Það áttar sig skyndilega á því að þetta er ekkert svo mikið mál, allt í einu hverfur löngunin í sykur og önnur sterkjurfk matvæli. Astæðan fyrir því er að búið er að taka út fæð- una sem veldur fíkn. Þegar alkóhólisti drekkur einn sopa af víni verður það til þess að l£k- ami hans vinnur öðruvísi úr því en hjá eðlilegri manneskju og kallar á meira. Það sarna gerist hjá okkur matarfíklum þegar við borðum kol- vetni sem við þolum ekki.“ Rofaði til Viðmælandi okkar segir að ekki séu til þau matarprógrömm, megr- unarkúrar, líkamsrækt eða jóga sem hún hafi ekki reynt. Alltaf hafi ný svör fundist við vandamáli hennar hvort sem það var falið í andlegri vinnu, jóga, fæðubótarefhum eða vítamínum sem áttu að leysa allan vanda. Fyrir um það bil 30 árum prófaði hún til dæmis heilsufæði þar sem hún sá sjálf um að mala kom, baka brauð og fleira í þeim dúr. Allt kom fyrir ekki, alltaf missti hún sig aftur í hömluleysi og ofát. „Það var sama hvað ég reyndi, það virkaði kannski í smá tíma en síðan fór allt í sama far, ég fór að borða meira, of mikið og síðan tók nýtt átak við. Og koll af kolli, líf mitt snérist um að leita lausna á vandan- um. í raun var ég orðin sjálfmenntað- ur næringarþerapisti ég vissi allt mögulegt um heilsu og heilbrigði, en það var bara eitthvað að þarna sem ég náði ekki tökum á. Fyrr en ég var leidd á fund hjá GSA,“ segir E með mikilli áherslu. Hún segir að hún hafi greinilega verið tilbúin til að takast á við vand- ann, búin að ná botninum. Hún seg- ist loksins hafa verið tilbúin til að hlusta, læra og láta af stjóm. Loksins hafi hún hætt að reyna að takast á við ástand sitt með viljanum einum saman. Ef það væri nóg væri hún sannarlega ekki í þessum samtökum heldur sæti hún heima og velti því fyrir sér hvers vegna fólk hætti ekki að borða svona mikið og færi að hreyfasigmeira. E segir að á fundinum hafi loksins rofað til í huga hennar og hún hugsaði með sjálfri sér: „Heyrðu, þú veist allt sem þú veist, ert búin að reyna allt sem þú hefur reynt og samt ertu svona feit, og þú heldur áfram að fitna." Leið betur og betur „Á fyrst fundi fann ég að ég var komin heim, þegar talað var um kol- vetnafíkn og ég sá fólk sem var grannt og hraust, með glampa í augum og útgeislun, mig langaði að öðlast það sem þetta fólk átti. Ég var svo heppin að fá sponsor strax og byrjaði að vigta og mæla tveimur dögum seinna. Strax fyrsta daginn fann ég mun, þrá- hyggjuhugsanimar vom horfnar og ég hafði allt í einu svo mikinn túna, til að vera til og gera eitthvað ann- að en hugsa um mat. Auð- M ..... Hef öðiast líf E viðurkennir að saga hennar hljómi ef til vill ótrúlega í eyrum þeirra sem ekki þekkja til en hún segir að við að vera leidd í gegnum 12 sporin hafi hún öðlast andlega vakningu og getað tengt sig æðri mætti. „í gegnum það hef ég öðlast styrk og ró í huga og hjarta til að takast á við lífið, losa mig við gamlar tilfinningar, Iært að skoða sjálfa mig og minn þátt í því sem fyrir mig fcef- ur komið í lífinu. Lært að taka ábyrgð á sjálfri mér og mínu lífi. Hjónaband mitt er gott, ég er heilbrigð, h't vel út, ég klíf íjöll, fer út að ganga með hundana mína og manninn, ég á yndislegt samband við fjölskylduna mína, bömin og bamabömin, ég get verið til staðar fyrir þau. Ég er fúll af þakklæti fyrir þetta nýja tækifæri sem ég hef fengið í lífinu. Mér finnst ég þurfa að gera svo lítið til að fá svo mikið. Ég hef öðlastlff." Þeir sem vilja kynna sér starfsemi GSA betur er bent á fundi samtak- anna fimmtudaga kl. 20.30, Tjamar- götu 20, og heimasíðuna, gsa.is. karen@dv.is vitað tók tíma að komast inn í prógrammið og læra nýjan lífsstíl. En mér leið bara betur og betur, Ég varð skírari í hugsun, og einn góðan veðurdag uppgötvaði ég að þunglynd- ið sem var búið að plaga mig árum saman var horfið spor- laust." Þess má geta að nýlega komu nokkrar ofætur í þáttinn Fólk með Sirrý og kynntu þar siúkdóm sinn og leiðina til bata. Eins og gefur að skilja hefur þátturinn hvar- vetna vakið athygli, svo mikla að nú hggur fyrir að ameríska spjallþáttadrottningm Oprah Winfrey geri samskonar þátt. A heimasíðu Skjás eins, sl.is, er einmg hægt aö finna ýmsar uppskriftir sem ofætur nota til að halda fíkn sinni niðri. æ eirnei r lenqur j skeiii Sífellt fleiri rannsóknir styöja fuflyrð- inguna um að hláturinn lengi lífið Lengi hefur því verið fleygt fram að hláturinn lengi h'fið og sífellt fleiri rannsóknir styðja þessa fullyrðingu. Fyrir 30 ámm voru viðamiklar at- huganir gerðar á heilsufari og lífs- viðhorfi 447 manna í smábæ í Bandaríkjunum. Nýlega var ástand þessa sama fólks kannað á ný og þóttu þær niðurstöður sem fengust sláandi. í ljós kom af þeir sem 30 árum áður höfðu verið flokkaðir í hóp bjartsýnismanna voru helmingi ólíklegri til að deyja fyrir aldur fram en svartsýnismennirnir. Fólkið sem hafði tileinkað sér já- kvætt viðhorf til lífsins átti einnig við færri aldurstengd vandamál að stríða en þeir neikvæðu, fundu sjaldnar til líkamlegra óþæginda og voru mun orkumeiri. Önnur rannsókn, sem venjulega er kölluð „Er glasið hálffullt eða hálf- tórnt?" og framkvæmd var í Har- ward-háskóla, þótti einnig sýna fram á ótvíræða kosti bjartsýni á lfk- amlega heilsu. Dr. Laura Kubzansky, sem fór fyrir rannsóknunum, segir muninn svo mikinn að í raun megi h'ta á neikvæðar tilfinningar og stöðuga bölsýni sem einn af áhættu- þáttum hjartasjúkdóma. Sífelld reiði sé einnig líkleg til að eiga þátt í óhóflegum reykingum, of- drykkju, slæmum matarvenjum og ónógri sjálfvirðingu. Aftur á móti er bjartsýnt fólk talið líklegra til að lifa heilbrigðu lífi auk þess sem jákvætt lífsviðhorf er beinh'nis tahð hafa góð áhrif á ónæmiskerfið. Vert er þó að benda á þá stað- reynd að enn er því ósvarað hvort góð heilsa hafi jákvæð áhrif á lundarfarið eða hvort létt lundarfar hafi góð áhrif á heilsuna. Sjúkdómurinn OFÁT er þríþættur: Likamlegt ofnæmi: Við virð- umst vera með ofiiæmi fyrir ákveðnum matartegundum, svo sem sykri og öðrum sterkjuríkum mat. Þegar við borðum þessa fæðu bregðast efnaskiptin í líkama okkar þannig öðruvísi við en hjá heil- brigðum einstaklingum, við fáum löngun í meira og meira er ekki nóg. Eftir því sem sjúk- dómurinn ágerist virðist holan sem við erum að reyna að fylla í stækka í sama hlutfaili við hvað við borðum mikið. Víta- hringur fíknarinnar er kominn í gang! Það verður sama hvað við borðum mikið, það verður aldrei nóg. Að lokum lifúm við til að borða og matur og allt sem honum viðkemur verður að þráhyggju, það kemst ekki mikið annað að. Við getum ekki hætt hömlulausu ofáti sama hvað við reynum. Og við hömlulausar ofætur höfum flestar reypt allt. VTÍ höfúm Gráu síðuna sem segir okkur hvað við megum borða og hversu mikið og hvenær. Huglæg þráhyggjæ Við virð- umst vera varnarlaus gagnvart fyrsta bitanum. Það er sama hversu oft við höfúm ætlað okkur að hætta að borða sykur eða önnur kolvetni, hugurinn hefur alltaf vinninginn. Hann segir okkur að við séum nú búin að vera svo dugleg í margar vikur eða mánuði, einn biti myndi nú ekki saka, eða hvað? En þegar við höfum borðað þennan eina bita þá triggerar hann ofiiæmið og fíknin/löngunin í meira veröur aftur hömlulaus. Víð höfum GSA-samtökin og fundina til að halda okkur á réttum stað gagnvart huganum og styrkja varnirnar okkar gegn fyrst hömlulausa bitanum. Andlegt mein: Flest okkar eigum við einliverja andlega vanlíðan að stri'ða. Vanlíðanin getur verið svo mikil að við byrjum að finna leiðir til að deyfa hana. Maturinn verður þá deyfieftiið okkar. Um leið og einhver tilfinning lætur á sér kræla, er hlaupið í að fá sér eitthvað. Eftir því sem sjúk- dómurinn ágerist þurfum við stöðugt meira til að ná að deyfa. Andlegi sjúkdómurinn segir okkur að við erum ekki í tengingu við æðri mátt, við erum ein að basla í lífinu. Þeg- ar við erum f eigin vilja errnn við ein á móti öllum, þegar við erum í vilja æðri máttar höfum við alheimslögmálin með okk- ur. 12 sporin eru andlegur grundvöllur okkar, þau tengja okkur við æðri mátt eins og við skynjum hann og kenna okkur leiðir til að hreinsa til í sálarlíf- inu og gefa okkur leiðbeiningar um hvernig við getum orðið hamingjusöm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.