Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005 Sport DV Vill að Rio semji strax Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hefur nú sagt sína meiningu í máli Rios Ferdinand, vamarmanns liðsins. Ferdinand hefur barist við þrálátan orðróm um að hann sé á förum frá United á undanfömum dögum og verið orðaður við lið eins og Chelsea, sökum þess hve erf- * > iðlega honum ' gengur að ná samkomulagi , við liðið um . 4 nýjan launa- ' samning. ■*? Ferguson sagði í viðtali við breska fjölmiðla í gær að nú væri lag fyrir Ferdinand. „Hann 'ii- segist vilja vera áfram hjá félaginu og nú getur hann staðfest það _ ^ með því að g skrifa undir ^ nýjan samning við liðið og þar með tekið af allan vafa um fr amtíð sína hjá okkur," sagði Ferguson. Leiðinlegt að ensku liðin mætíst Arsene Wenger, knattspymu- stjóri Arsenal, segir það mestu synd að tvö ensk lið skuli mætast í undanúrslitum Meistaradeildar- innar. „Það er auðvitað frábært að tvö lið frá Englandi skuli vera komin þetta langt í keppninni, en það er leiðinlegt að þau skuli lenda hvort á móti öðm. Það er bara ekki sama stemming í þvi að mæta ensku liði. Við mættum Chelsea í Meistaradeildinni í fyrra og það var eins og að vera að leika í Úrvalsdeildinni, okkur fannst við aldrei vera að leika í Meistara- deildinni," sagði sá franski. Jose Mourinho hjá Chelsea er honum ekki sammála og hefur sagt að jafnvel þó sínir menn tapi, muni hann fagna því að koilegi sinn Rafael Benitez fari í úrslitaleik- inn með Liverpool og segist bera mikla virðingu fyrir hon- um. Var ekki að gagn- ryna UEFA Jose Mourinho, knatt- spymustjóri Chelsea, segir að hann hafi ekki verið að genrýna UEFA í viðtali í eigin spjallþætti í Portugal en þar sagði Mo- urinho að sér fyndist fá- ránlegt að UEFA skyldi hafa athugað húfu aðstoð- armanns síns á leiknum, með það fyrir augum að finna fjarskiptabúnað til að gera Mourinho kleift að koma skilaboðum til sinna manna. Hann kveðst þó una banninu sem hann fékk og segir það hafa verið sann- gjarnt. „Þeirleituðuvandlega að leiðum til að sanna að ég hefði komið skilaboðum til liðsins, en fundu ekkert. Við stóðum heiðarlega að þessu og ég var búinn að undirbúa liðið. Mfnir menn klámðu svo dæmið með stæl og komust áfram án mín,“ sagði Mourin- ho. Chelsea og Arsenal mætast á Stamford Bridge í ensku Úrvalsdeildinni í kvöld, þar sem heimamenn geta sett aðra höndina á bikarinn með sigri, en Arsene Wenger neitar að leggja upp laupana. flpsene Wenger neitar að gefast upp r Það dregur óneitanlega úr umfangi leiksins í kvöld að Chelsea er t með örugga forystu í deildinni og fátt virðist benda til annars en rað liðið tryggi sér sinn fyrsta meistaratitil í hálfa öld. Arsene Wenger, knattspyrnustjdri Arsenal sem mætir til leiks án nokk- urra lykilmanna, segir að tímabilið sé ekki búið enn og eygir áhugaverðan lokasprett ef hans menn ná að verða fyrsta liðið á leiktíðinni til að leggja Chelsea á Stamford Bridge en Eiður Smári og félagar hafa unnið 12 af 16 heimaleikjum sínum í vetur. Wenger lét hafa það eftir sér í viðtali við breska fjölmiðla á dög- unum að Chelsea ætti sigurinn vísan í deildinni og kollegi hans hjá Manchester United, Alex Ferguson, tók f sama streng þegar forysta Chelsea hélt í kjölfar þess að United og Arsenal töpuðu stígum í toppbaráttunni. Wenger sagði í samtali við BBC í gær að þó að Chelsea ætti vissulega hrós skilið fýrir frábært tímabil væru sínir menn vissulega í aðstöðu til að gera þeim lífið leitt á lokasprettínum, ekki síst með sigri á Stamford Bridge í lcvöld. „Eftir 32 umferðir í deild- inni er ekki um neinar tilviljan- ■ir að ræða og það sem Chelsea hef- ur gert í ár er ótrúlegt affek. Það eru hins vegar nokkrir leikir eftir ennþá og við höf- um kjörið tækifæri til að saxa á for- skot þeirra - þetta er ekki búið." Ánægður með lið sitt Ef Arsenal sigrar f kvöld nær liðið að minnka forskot Chelsea í átta stíg þegar fimm umferðir eru eftir í deildinni. Til að gera það þarf liðið hins vegar að stöðva 35 leikja tap- lausa hrinu Chelsea-liðsins á heima- velli og það án lykilmanna sinna Thierrys Henry, Freddies Ljungberg og Sols Campell. Wenger telur að sínir menn hafi þó sannað það á leiktíðinni að þeir eru til alls líklegir. „Mér finnst árangur liðsins á leik- tíðinni frábær þegar allt er tekið með í reikninginn. Við erum með 70 stíg úr 32 leikjum í ár, þrátt fýrir að hafa verið í bullandi vandræðum á tíðum og mér sýnist að sá árangur hefði nægt okkur til sigurs í flestum deildum Evrópu. Mér finnst það „Mérfinnst árctngur liðsins á leiktíðinni frábær þegar allt er tekið með í reikning- inn. öðru fremur bera vitni um hversu góðir yngri leikmenn liðsins eru. Fyrir utan tímabilið í fyrra er það okkar bestí árangur til þessa, svo að ég sé raunar enga ástæðu til að kvarta yfir gengi liðsins í ár," sagði Wenger. Vill vinna strax Jose Mourinho, knattspymu- stjóri Chelsea, sér hlutina dáh'tíð öðruvísi og hefur sagt við leikmenn sína að hann vilji ná að tryggja sigur- inn í deildinni sem fýrst til að liðið geti einbeitt sér að Meistaradeild- inni. „Ég vil ná að .vinna deildina sem fyrst svo við getum farið að hvíla lykilmennina og einbeitt okkur að Meistaradeildinni. Liðið hefur spil- að 54 leiki í fjórum keppnum í ár og það tekur sinn toll," sagði Portúgal- inn. Chelsea mætir Liverpool í und- anúrslitum Meistaradeildarinnar þann 27. apríl næst- komandi. baldur@dv.is Áfram, þetta er ekki búið! Arsene Wenger er ekki búinn að afskrifa að vinna enska meistaratitilinn þóttArsenal sé 11 stigum á eftir Chelsea og aöeins 18 stig séu eftir I pottinum. Reuters Chelsea nálgast nokkur met 1 ensku úrvalsdeildinni 12 stigum frá stigametini Eiður Smári Guðjohnsen og félaear vam.r , . Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea eru aðeins 12 stigum frá þvf að bæta ellefu ára stigamet Manchester Urnted t.ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu en metíð er frá tímabilinu 1994-95 United fékk þá 92 stíg út úr 42 leikjum en Chelsea-liðið leikur aðeins 38 leiki á þessu timabili en getur engu að síður bætt metíð. Manchester á einnig stigametið í 20 liða deild en liðið fékk 91 stig tímabilið 1999- 2000 og lærisveingar Mourinhos geta því hrifsað til sín bæði metin nái leikmenn Chelsea í tólf stig af þeim 18 sem eru eftir f pottínum á þessu tí'mabili. Það eru fleiri met í sjónmáli hjá hinu geysisterka liði Chelsea. Peter Cech vantar aðeins að halda hreinu í tveimi leikjum til viðbótar til þess bæta m< Peters Schmeichel og Man. Utd. frá 1994 05 og eins má Cech fá á sig fjögur mörk t viðbótar án þess að Chelsea missi £ metínu yfir fæst mörk fengin á sig á eim tímabili. Það met eiga David Seaman o, varnarmenn Arsenal sem fengu aðeins i sig 17 mörk 1998-1999 en urðu engu ac siður í 2. sæti deildarinnar. Nú er að sji hvort liðið tryggi sér bæði titilinn og sætí sogubokunum á lokasprettínum í enski urvalsdeildinni. baidumdv.h Ná þeir metunum EiðurSmári Guöjohnsen og féiagar hans I Chelsea hafa fagnað nær látlaust i allan vetur.Nú ernokkurmetIhættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.