Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Qupperneq 23
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 2005 23 Margir leikir í beinni Sjónvarpsstöðin Sýn ætlar að bjóða upp á hvorki fleiri né færri en sex leiki í beinni útsendingu í fyrstu fjórum umferðum Lands- bankadeildar karla í knattspyrnu. Er þetta stóraukin þjónusta við áskrifendur frá því sem áður var og er uppröðunin þannig að hægt verður að sjá öli lið deildarinnar í leik f útsendingum þessara fyrstu fjögurra umferða. Flautað verður til leiks í Landsbankadeildinni 16. maí og mun Sýn þann daginn bjóða upp á leik Keflavíkur og FH í beinni útsendingu kl. 19.15. Annar Dani til Frammara Frammarar sömdu við danska leikmanninn Kim Nörholt um að leika með Uðinu í Landsbanka- defldinni í sumar. Þetta er annar Daninn sem Fram klófestir á jafn- mörgum dögum og ljóst að Ólafur Kristjánsson þjálfari Uðsins nýtir sambönd sín í Danmörku tU hins ítrasta. Áður hafði Uðið fengið tU sín miðjumanninn Hans Mathie- sen og írska vamarmanninn Ross McLynn. Nörholt þessi er 32 ára miðjumaður sem á að baki ára- langa reynslu af dönsku úrvals- deUdinni. Um þessar mundir spU- ■. ar hann með Uði deUdinni í Dan- mörku og á ferU sínum þar hefur hann skorað 12 mörk í 54 leikj- um. Guðmundur í miklu stuði Guðmundur E. Stephensen stendur í ströngu þessa dagana þar sem hann keppir í úrsUtum sænsku úrvalsdeUdarinnar í borð- tennis. Um helgina leiddi Guð- mundur Uð sitt Malmö FF tU sigurs í þriðju viðureign Uðsins gegn Eslövs AI með því að sigra tvo leiki. Malmö hafði sigur samanlagt 5-2 j en áður hafði f Eslövs AI unnið s fyrstu tvær við- yý iWr ^ ureignirnar. T Guðmundur ■BSF lék meðal annars gegn sænska K landsUðsmannin- um Robert Svens- son og sigraði í oddalotu eftir æsispenn- andileUc. Butt biðst afsökunar Nicky Butt, miðjumaður New- casde, baðst í gær afsökunar á að hafa ekki þakkað stuðningsmönn- um félagsins fyrir leikinn eftir að Newcasde tapaði fýrir Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninar um helgina. Butt strunsaði af velUnum um leið og lokaflautið gaU en stuðningsmenn Newcasde fjölmenntu á Þúsaldar- leikvanginn í Cardiff og hefðu með réttu átt að fá þakkir fyrir. „Það hefur verið sagt að ég hafi hunsað stuðningsmennina viljandi. Það var ekki ædun mín og ef einhver hefur móðgast vegna þess þá bið ég hinn sama innilega afsökunar," sagði Butt sem hefur engan veginn náð sér á strik með Newcasde í vetur eftir að hafa komið til Uðsins í sumar frá Man.Utd. Gamli landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var í gær ráðinn þjálfari Fram til næstu þriggja ára. Hann tekur við starfinu af Heimi Ríkharðssyni sem var rekinn eftir 23 ára samfleytt starf fyrir félagið. Stjdrn handknattleiksdeildar Fram kom verulega á óvart í gær er hún tilkynnti ráðningu Guðmundar Guðmundssonar sem þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu en hann tek- ur við af Heimi Rflcharðssyni sem var rekinn eftir 23 ára samfleytt starf fyrir félagið. Guðmundur hætti sem lands- liðsþjálfari fyrir sex mánuðum og lokaði þá engum hurðum á að koma aftur í handboltann. Það má að mörgu leyti segja að Guðmundur sé kominn heim því hann er kominn til félags- ins sem hann þjálfaði síðast á íslandi en það var á árunum 1995-1999. „Það var skammur aðdragandi að þessari ráðningu. Ég hafði verið að fá áhugann aftur síðustu vikur en ég tel mig hafa haft gott af hvfldinni enda var ég búinn að þjálfa í 16 ár samfleytt þegar ég hættí með lands- liðið,“ sagði Guðmrmdur á blaða- mannafundi í Framheimilinu í gær. Ætla á toppinn Frammarar ætía sér stóra hluti í handboltanum á næstu árum en þeir gerðu þriggja ára samning við Guðmund og Magnús Jónsson, sem mun þjálfa kvennalið félagsins. Kjartan Ragnarsson, formaður handknattíeiksdeildar Fram, sagði að Frammarar ætluðu sér að fjölga áhorfendum næsta vetur, að um- gjörðin um heimaleiki félagsins yrði fýrsta flokks og að félagið ætíaði sér að komast í fr emstu röð bæði í karla- og kvennaflokki á næstu þremur árum. Kjartan sagði enn fremur að fé- lagið myndi ekki kaupa sér árangur heldur yrði byggt á ungum heima- mönnum en félagið ætíar sér einnig að eiga A-landsliðsmenn í karla- og kvennaflokkieftír þrjú ár. Mikill metnaður „Mér líst vel á metnað félagsins og hann vó þungt þegar ég fór yfir þá valmöguleika sem ég stóð ffammi Mættur aftur Guömundur Guðmundsson var kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliös Fram í gær. Meö honum á myndinni eru Kjartan Ragnarsson, formaöur handknattleiksdeildar, og vinstra megin viö hann er Magnús Jónsson sem var ráöinn þjálfari meistaraflokks kvenna. DV-mynd Pjetur fýrir. Ég tel leikmannahópinn sem er til staðar mjög efnilegan og ég kem til með að byggja á honum að miklu leyti en það er alveg ljóst að við þurf- um eitthvað að styrkja þetta lið. Ég hef mikinn metnað fýrir hönd þess- ara leikmanna og ég veit að margir þeirra geta orðið framtíðarmenn með íslenska landsliðinu," sagði Guðmundur mjög jákvæður. Heimir rekinn Til að koma Guðmundi að varð Fram að víkja Heimi Ríkharðssyni ffá en hann átti ár eftír af samningi sínum við félagið. Stjórn Fram nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi Heimis og rak hann. Þegar Heimir tók við Fram-liðinu var félagið ekki vel statt eftir stjórnartíð Guðmundar og Anatolys Fedukin sem höfðu eytt miklu fé í leikmenn í þeirri viðleitni að koma Fram á toppinn. Þegar peningabaukarnir voru orðnir tómir var unglingaþjálfarinn Heimir beð- inn um að taka liðið að sér og náði hann mjög svo eftirtektarverðum ár- angri með takmarkaðan mannskap. „Þetta var erfitt þegar ég tók við enda höfðu árin á undan verið dýr. Liðið hefúr mikið breyst síðustu ár enda höfum við verið að byggja upp nýtt hð á ungum heimamönnum og í vetur hef ég til að mynda notað leikmenn í 2. og 3. flokki félags- ins,“ sagði Heimir sem neitaði því ekki að hann væri sár en það þýddi ekki að hann ætíaði að velta sér upp úr þessum leiðin- lega viðskilnaði við félagið sem hann hefur þjónað svo lengi. Hann naut greinilega stuðnings margra því síminn hringdi á þriggja mínútna frestí þann tíma sem blaðamaður var með Heimi á línunni. Ósáttur „Ég vildi halda áfram og því var ég rekinn. Ég fer samt sáttur frá borði enda fór ég tvisvar með liðið í bikarúrslil og árangurinn í deildinni hefur oftar en ekki verið góður. Það er samt leiðinlegt að fara út á þess- um nótum enda er ég búinn að vera lengi hjá Fram. Það sá ég best á mínum lokafundi með stjóm handknattleiksdeildar þar sem ég hafði þjálfað fjóra af þeim fimm sem sitja f stjórninni," sagði Heimir Rflc- harðsson. henry@dv.is Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, kýs bestu handboltamenn heims Ölafur sá sjötti besti í heimi 17,2% atkvæða. Samherji Ólafs hjá Ciudad, króat- íski hornamaðurinn Mirza Dzomba, varð þriðji með 9,7% prósent at- kvæða, landi hans Ivano Balic fjórði með 9,2% og í fimmta sæti varð Ungverjinn Carlos Reinaldo Perez með 8,5% atkvæða. Næstur á eftir Ólafi kom þýski línumaðurinn og samherji Loga Geirssonar hjá Lemgo, Christian Schwarzer, en aðrir leikmenn hlutu alls 3,7% atkvæða. Einnig var kosið um bestu leik- menn hjá konunum og hafði Anita Kulcsár frá Ungverjalandi mikla yfir- burði og hlaut rúmlega 2/3 atvæða en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt lést Kulcsár í hörmulegu bflslysi í janúar. í næstu sætum á eftir röðuðu þrjár danskar stúlkur sér, Katrine Fruelund, Rikke Schmidt og Line Daugaard. vignir@dv.is Ólafur Stefánsson Varö í sjötta sæti I kjöri um besta handboltamann heims. Ólafur Stefánsson, handbolta- maður hjá Ciudad Real á Spáni, varð í sjötta sæti í kjöri Alþjóðahandknatt- leikssambandsins á handboltamanni ársins en úrslitin voru kunngerð í gær. Það var þýski landsliðsmark- vörðurinn Henning Fritz sem varð efstur í kjörinu, sem fór að hluta til fram á heimasíðu IHF þar sem almenningur gat kosið. Fritz hlaut yfirburðakosningu með 38,5% atkvæða en annar varð spænski hornarmaðurinn Juan Garcia, sem átti frábært mót á HM í Túnis í upphafl árs og varð heims- meistari. Þessir tveir voru langt á undan næstu mönnum en Garcia hlaut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.