Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2005 Menning DV Ungir kvenljósmyndarar Morath f vinnustofu slnni 1991. Hið kunna alþjóðlega sam- vinnufyrirtæki ljósmyndara, Magnum Photos, hefur auglýst i þriðja sinn eftir konum úr ljós- myndarastétt undir þrítugu til þátttöku í samkeppni. Magnum hefur tvígang staðið fyrir keppni sem kennd er við austuríska ljós- myndararm Inge Morath. Verðlaun í keppninni eru 5.000 bandarískir dalir og eru þau veitt til þess sem vinnur að stóru og langvinnu heimildarverkefni. Inge Morath var búsett í Banda- ríkjunum og giftist Arthur Miller. Hún lést 2002 en hafði þá verið í tengslmn við þá Magnum-félaga í nær hálfa öld. Hún var ákafur stuðningsmaður kvenna í Ijós- myndarastétt og verðlaunin eru stofnuð iyrir framlag frá vinunt hennar. Umsókn þarf að fylgja lýsing á verkefttinu á A4-síðu á ensku. Fjörutíu til áttatíu slædar á hringekju eða diski. Ferilsskrá, þrjár síður hið lengsta með nafni, símanúmeri, netfangi, heimilis- fangi til skila auk sldlaumbúða. Þetta ber að senda á Magmim Photos Inge Morath Award, c/o Magnum Photos, 151 West 25th Street, NY NY 10001, USA. Skila- frestur er til 1. júní en tilkynnt verður um verðlaunahafa 15. júh'. Allar upplýsingar má finna á veffangi Magnum: www.magnumphotos.com Sögurá hljóðbók Dimma hefur gefið út á hljóð- bók söguna Fíasól í finum málum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdótt- ur. Höfundur les, en sagan kom út fyrir síðustu jólí prent- aðri út- gáfu hjá Máli og menn- ingu. Fía- sól er 7 ára stelpa sembýr I Grænalundi í Grasabæ og fer svo sannarlega sínar eigin leiðir. Hér segir frá ótrúlegum uppátækj- um hennar sem fullorðna fólkið er ekki alltaf jafn hrifið af og þess vegna er hún kannski aðeins of sjaldan í fínum máium. Kristín Helga Gunnarsdóttir er einn vinsæiasti bamabdkahöf- undur þjóðarinnar og hefúr hlot- ið verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Áður hafa komið út eftir hana á hljóðbók: Elsku besta Binna mín, Mói hrekkjusvín, Gallsteinar afa Gissa og Loftur og gullfugl- arnir. Fíasól í fínum málum er tæpar 70 mínútur að lengd, á einum geisladiski, og var hljóðrituð í Hljóðvinnslunni. Kápumynd er eftir Halldór Baldursson, en Vil- borg Anna Björnsdóttir hannaði útlit. Leiðbeinandi verð er kr. 1.690,- Ritfregn Dimma hefur líka gefið út á hljóðbók tvær sögur eftir Iðunni Steinsdótt- ur í lestri höfundar. önnur sag- an, Dreka- saga, kom út á prenti 1989 og hlaut afbragðs við- tökur. Hin sagan, sem er sjálf- stætt framhald Drekasögu og heitir Leitin að gleðinni, hefur ekki komið út áður. Sögurnar gerast í sjávarþorpi undir háu fjalli, þar sem dreki býr í dimmum helli. Drekann langar til að kynnast fólkinu í bænum en allir eru hræddir við hann, því hann er svo Ijótur. Þegar vandi steðjar að bæjarbúum er það þó enginn annar en drekinn sem kemur til hjálpar. Iðunn Steinsdóttir er meðal þekktustu barnabókahöfunda þjóðarinnar og hefur hlotið verð- laun og viðurkenningar fyrir verk sín. Áður hafa komið út á hljóð- bók sögur hennar um Snuðru og Tuðru. Drekasaga er tæplega ein og hálf klukkustund á tveimur geisladiskum.Hljóðvinnslan hljóðritaði, mynd á kápu er eftir Búa Kristjánsson, en Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði útlit. Leiðbeinandi verð er kr. 1.890,- Kvikmynd Dags Kára,Voksne mennesker, hefur veriö valin í flokkinn Une Certa- in Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Fyrirhugaö er að frumsýna myndina hér á landi 27. maí, tæpri viku eftir að kvikmyndahátíðinni lýkur. Sýning í Cannes gefur myndinni góðan byr á alþjóðlegum mörkuðum. | r I n lli n u SJjiiSIJfji Kvikmyndin Voksne mennesker, „sýrukennd kómedía" var tekin upp í Kaupmannahöfn síðastliðið vor og er frágangi hennar lokið. Þetta er annað verk Dags í fullri lengd en Nói Albínói gefúr farið víða um heim og hvarvetna vakið athygli. Hér á landi var aðsókn heldur dræm, þó að sýn- ing hennar í sjónvarpi og útgáfa á spólum hafi stækkað áhorfendahóp- inn til muna. Það þykir mikill heiður að kom- ast í flokkinn Une Certain Regard þar sem lögð er áhersla á verk ungra leikstjóra. Einungis 20 kvikmyndir víðs vegar að úr heiminum eru vald- ar þar til þátttöku og hefur löngum þótt búhnykkur ungum leikstjórum og ffamleiðendum þeirra að koma mynd I flokkinn en þær eru sérvald- ar. Kvikmyndahátíðin í Cannes verður nú haldin í 58. sinn og heldur stöðu sinni sem ein álitlegasta hátíð heims á þessu sviði en hún stendur frá 11. til 22. maf næstkomandi.. Höfundar handrits að Voksne mennesker eru Dagur Kári og og fé- lagi hans Rune Schjott. Með helstu hlutverk fara Jacob Cedergren, Nicolas Bro, Tilly Scott Pedersen og Morten Suurballe. Kvikmyndin er svarthvít. Framleiðendur eru Nimbus Films í Danmörku 1 sam- vinnu við Zik Zak kvikmyndir á ís- landi. Kvikmyndin er meðal annars styrkt af Kvikmyndamiðstöð ís- lands. Hún verður frumsýnd í Dan- mörku þann 13. maí en fram- leiðslukostnaður var 160 milljónir. Líkt og í fyrri mynd sinni er megin- tónlist myndarinnar gerð af Slowblow og er væntanlegur diskur með tónlist úr myndinni. Dagur Kári lýsir myndinni sem safni af hugmyndum frekar en sögu sem byggi á þéttriðinni fléttu: „Fjöldi hugmynda var lagður í sjóð uns kom í ljós þráður sem hægt var að þræða hugdetturnar upp á þar til í ljós kom saga". Á vef myndarinnar www.voksnemennesker.dk segja höfúndar handrits að þeir séu heill- aðir af fólki úr umhverfi sínu, fólki sem lifi án þess að bera ábyrgð og eigi engan snertiflöt við samfélags- gerðina. Fólk sem ekkert kunni, ekk- ert viti og ekkert geri, en taki fulla ábyrgð í leik h'fsins. í myndinni er sögð sagan um Daníel, kærulausan ungan veggja- krotara sem stendur algerlega á sama þótt hann hafi allt á hælum sér; stöðumælaverði, leigusalann, skattayfirvöld, gluggapóst og lög- regluna. Dag einn verður Daníel yfir sig ástfanginn af hinni ungu Franc og h'f hans tekur óvænta stefnu; dag- ar áhyggjuleysis eru taldir og skyndi- lega stendur Dam'el frammi fyrir mjög ábyrgðarfullu vah. Myndinni er lýst sem óvenju- legri gamanmynd. Danski titillinn Voksne mennesker verður notaður hér á landi, en myndin ber titilinn Dark Horse á alþjóðamarkaði. Sala á myndinni er ekki hafin á alþjóðlegum markaði, en val á Une Certain Regard mun hraða sölu hennar víða um lönd þó að hún beri ýmis merki um ákveðni Dags Kára: svarthvít, dönsk en ekki íslensk, með óþekktum leikurum og sögu sem raðast saman án fyrirsjáanlegra lausna eða leiða. Ellefu tónlistarhópar voru í gær tilnefndir til Tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs. Þeir munu keppa um verðlaun sem afhent verða á Norðurlandaráðs- þinginu, en það verður haldið 1 Reykjavík 1 október. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur eða um 3,7 milljónir íslenskra króna. í ár verða verðlaunin veitt nor- rænni kammersveit. Allir hóparnir sem tilnefndir eru, eru 1 fremstu röð á sínu sviði á Norðurlöndum. Sumir þeirra hafa á verkefnaskrá sinni allt frá mjög gömlum verkum til nýsam- inna. Hópamir starfa ýmist einir, með gestatónlistarmönnum eða í mismunandi samsetningum, en allir eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á nýsamda og norræna tónlist í verkefnaskrá sinni. íslensku grúppurnar sem eru tilnefndar em Caput og Kammer- sveit Reykjavíkur. Tónlistarhóparnir sem til- nefndir eru: Athelas sinfonietta Copenhagen og LINensemble, klar- inett-tríó, frá Dan- BJWmJWS mörku; Aldubáran, kammersveit, frá Færeyjum; Za- gros, kammersveit og Avanti! kammerhljómsveit frá Finn- landi: BIT 20, kammersveit og Cikada, kammersveit frá Noregi, og ioks svíarnir Stockholms saxofonkvartett og Axelsson & Nilsson Duo, básúna og slag- verk. Tónlistarverðlaunin vom fyrst veitt 1965, fyrst 1 stað á þriggja ára fresti, síðan tveggja ára og frá 1990 á hverju ári. íslenskir verðlaunahafar eru Atli Heimir Sveinsson 1976, Hafliði Hall- grímsson 1986, Björk 1997 og Haukur Tómasson 2004. Tilkynnt verður um verð- launahafa 1 Árósum, Danmörku þann 9. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.