Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2005, Síða 39
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDACUR 20. APRlL 2005 39 Boðflennur reka prófast á dyr Ég er ekki að grínast þegar ég segi að alvarleg vá steðji nú að byggð í Vestmannaeyjum. Ég er að tala um lundabyggð. Váin kann að vera sak- leysisleg við fyrstu sýn. Þetta eru lítil loðin dýr með stór eyru og lítil skott. Þessi hættulegu dýr eru kanínur. Þær ógna nú vistkerfi í Vestmannaeyjum. Við verðum að útrýma þeim með öll- um tiltækum ráðum, áður en það verður of seint. Sömuleiðis tel ég rétt að banna að fólk taki karnnur með sér út í eyjar hér við land. Einnig á að leggja blátt bann við því að þeim sé sleppt lausum. Kanfiiur eiga ekki heima í vistkerfi íslands. Hættulegir landnemar Kanínur eru gæddar þeirri áráttu að búa sér gjaman til stórar neðan- jarðarbyggðir sem þær grafa út í jarð- veginn. Þær flínkustu og duglegustu gera sér þannig híbýli með ótal göng- um og herbergjum á milli. Ekki veitir af húsakynnunum. Kanínur elska kynlíf og fjölga sér ört. Tfingunartfin- inn stendur ffá febrúar til september ár hvert og jafiivel lengur. Ein kerling getur orðið ólétt fimm sinnum á hverju ári, og eignast fimm til allt að tólf unga í hverju goti. Kynþroskaald- urinn er aðeins rúmt hálft ár. Það munar um minna. Hér þarf engan eldflaugaverkfræðing til að reikna út að kanínur geta fjölgað sér mjög hratt. Orðið eins og engisprettuplága ef aðstæður leyfa og ekkert er gert í málunum. Þær þurfa líka að borða eins og önnur dýr. Kanínur lifa á grasi, rótum og öðru úr plönturíkinu. Kanínur hafa náð að nema land í Heimaey í Vestmannaeyjum. Ein- hveijir hafa tekið kanínur með sér út í Eyjar sem gæludýr, en þær síðan sloppið fijálsar út í náttúruna. Ekki þarf að koma á óvart þó að þær fjölgi sér ört, jafnvel þó að menn reyni að halda þeim í skefjum. Gerðir hafa verið út veiðimenn sem reyna að fella þær. Síðustu mánuði hafa menn skotið um eitt þústrnd dýr. Það er skuggalega há tala á ekki stærri eyju. Magnús Þór Hafsteinsson skrifar um kanínur svokallaðir urðarkettir á máli heima- manna. Önnur ástæða þess að kan- ínunum hefur tekist að finna sér ból- festu í Heimaey er að þær koma að dúkuðu borði þegar hús og híbýli eru annars vegar. Þetta eru lundaholum- ar í hh'ðum eyjarinnar. Holur sem „Kanínur elska kynlífog fjölga sér ört. Tímgun- artíminn stendur frá febrúar til september ár hvert og jafnvel lengur Lundar í vök að verjast Þetta þýðir væntanlega að lífsskil- yrði eru hagstæð fyrir kanínur í Vest- mannaeyjum. Nefiia má nokkrar ástæður. í dýraríkinu þar eru fáir náttúrulegir óvinir sem veiða kanín- ur sér til matar. Hvorki refur né minkur finnst í Eyjum. Helst eru þar taldir vestmannaeyskir villikettir, einkennisfugl eyjanna, ef ekki íslands alls, hefur grafið út í jarðveginn til að hreiðra um sig á sumrin til að verpa og koma upp ungum. Kanínur eru þekktir tækifær- issinnar, hvar sem þær koma. Freydís Vigfússdóttir h'ffræðingur hefur rannsakað áhrif kanína álundabyggð í Heimaey og skilað um þær ritgerð við líffræðiskor Háskóla íslands. Rannsóknin sýnir ótvfrætt að í Heimaey hafa kanínumar fundið sér skjól í lundaholum. Þær grafa hol- umar út, og gera göng á milli þeirra. Sýnt hefur verið fram á að lundinn hrekst á brott, og tapar þar með sín- um dýrmætu útungunar- og uppeld- isstöðvum. Prófasturinn og fjölskylda hans eiga í fá önnur hús að venda. Aðskotadýrin kanínumar hreiðra um sig. Koma upp sínum fjölskyldum, naga rætur jarðvegsins og éta gróður- inn á yfirborði jarðar. Holnagröftur kanínanna eykur svo hættu á upp- blæstri og jarðvegseyðingu. Hættan eykst mjög á því að jarðvegur skríði hreinlega í sjó frarn í leysingum, í bröttum hhðum Heimaeyjar eftir að kanínumar hafa grafið aÚt í sundur. Þar með glatast búsvæði lunda og annarra sjófugla um langan tfina, og óvíst að fúglamir snúi nokkm sinni aftur. Vistkerfi ógnað Af öllu ofantöldu er óhætt að full- yrða að jafnvægi vistkerfisins sé ógn- að af mörgum orsökum sem rekja mætti til kanínanna. Ég tel brýnt að sem fyrst verði bmgðist við kanínu- plágunni á Heimaey. Þetta er raun- verulegt umhverfisvandamál sem getur orðið mjög slæmt og valdið tjóni sem seint verður bætt. Það verður að útrýma kanínunum í Vestmannaeyjum og banna síðan að þær séu hafðar þar og fluttar þangað. Við megum ekki hætta þeirri fuglaparadís sem Vestmannaeyjar em, fyrir þessi aðskotadýr. Ég tel einnig rétt að sett verði löggjöf um kanínuhald hér á landi. Kanínur em húsdýr og heyra alls ekki til villtar í ís- lensku vistkerfi. Þær em aðskotadýr sem geta valdið miklu tjóni, til að mynda í eyjum þar sem mikið er um fugla. Veðurfar fer hlýnandi hér á landi og þar með aukast líkur á að kanínur geti lifað vetuma af. Þess vegna má ekki sýna þessu máh neitt kæruleysi. Ég tek það svo ffam að lokum að mér er ekld iha við kanínur, enda hef ég eina slíka heima hjá mér öllum til gleði og yndisauka. Hann heitir Flekkur. Var tekinn til fanga þar sem hann gekk laus í Skógræktinni á Akranesi í fyrrahaust, og settur í það umhverfi sem íslenskar kanínur eiga að vera í sem gæludýr. Fahegt búr. Magaús Þór Hafsteinsson, alþingismaður Siðasti vetrardagur stendur é - engan veginn undir nafni. Meira að segja er sumarveður á Vestfjöröum. Nú er ráð að fagna gróðurhúsaáhrifunum áður en (söld skellur á, líkt og vísindamenn óttast. Besta veðrið verður á Akureyri, ^ w Strekkingur aldrei þessu vant. Jakob Bjarnar Grétarson • Félag íslenskra bókaútgefenda held- ur aðalfúnd sinn í maí og lætur þá Sig- urður Svavarsson af störfum sem formað- ur félagsins en hann hefur verið formaður svo lengi sem elstu menn muna. Þó svo að efnt verði th kosninga er það opinbert leyndarmál að eftirmaður hans verður enginn annar enSnæbjömAm- grfinsson hjá bókaút- gáfunni Bjarti. Og gárungamir kunnu segja að þama vefi Bjartsklíkan enn einn þráðinn í víðtækt valdanet sitt í menningarpólitíkinni... • Bobby Fischer býr enn á Hótel Loftíeiðum, í svítunni þar, og borgar sína gistingu sjálfur þó efalaust njóti hann einhvers af- sláttar á þeim for- sendum að koma hans hingað tíl lands sé óvenjuleg. Menn spytja sig hvort hann Wjóti eldd að vera farinn að leita eftir íbúð en markaðurinn er vitaskuld ekki félegur um þessar mundir. Sam- kvæmt heimhdum DV er Fischer kominn th að vera og hyggur á bú- setuhér... • Bjöm Ingi Hrafhsson aðstoðar- maður Hahdórs Ás- grfinssonarheldur úti vefsíðu (umdag- innogveginn.blog- spot.com/) og er hann þar með hnka- safn á ýmsa Fram- sóknarvefi landsins - ekki þó á síðu Kristins H. Gunnars- sonar. Kristinn er ekki í hávegum hafður í valdaklíku flokksins og má minna á það þegar hann var úthokaður frá öhum nefndar- störfum vegna and- stöðu sinnar við íjöl- miölafrumvarpið. Hins vegar virðist sem toppamir í Flokknum þori ekki almennhega að setja honum stólinn fyrir dymar því Kristinn þykist vera í nánum tengslum við grasrótina. Því er það látið nægja að sinni að benda honum á, th dæmis með þessum hætti að fá ekki inni í linkasafni Björns Inga, að á honum séu hafðar gætur - já, eða ekki... • Og fyrst Bjöm Ingi Hrafiisson ætlar ekki að verða th þess vih DV vekja athygli á stórmerk- um pistli sem Krist- inn H. Gunnarsson birtir á heimasíðu sinni (kristinn.is) þar sem hann lýsir yfir algerri andstöðu við Héðins- fjaröargöngin. Hann segir vondar hug- myndir ekki batna með aldrinum. Enn vih Kristinn ekki ganga í takt, líkt og til dæmis Dagný Jónsdóttir, og styðja samgönguáætíun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Hafa þeir þarna snúið bökum sam- an hálfbræðurnir Kristinn og Gunnar I. Birgisson í Sjálf- stæðisflokki í and- stöðu við bruðlið og frekjuna í kjördæmapoturum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.