Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl2005
Fréttir DV
Vindmyllur í
Skagafirði
Hópur bænda í Skaga-
firði hefur sett af stað ferli
til að kanna grundvöll
þess að reisa vindmyllur í
héraðinu. í kjölfar sér-
stakra hækkana á raf-
magiii í dreifbýli fengu
bændur þessa hugmynd.
Hvorki vilja allir né geta
reist vatnsaflsstöð, sam-
kvæmt fréttum Bænda-
blaðsins, og vilja virkja
vindinn þess í stað.
Heilbrigðis-
gjöld hæst í
Reykjavík
Á fundi umhverfisráðs
Reykjavíkurborgar þann 6.
júní óskuðu Sjálfstæðis-
menn eftir greinargerð um
hvernig staðið er að álagn-
ingu og innheimtu heil-
brigðisgjalda í Reykjavík
og samanburði við önnur
sveitarfélög. Sjálfstæðis-
menn telja það skjóta
skökku við að Reykjavík er
í hópi þeirra sveitarfélaga
sem innheimta hæstu
heilbrigsðisgjöld á land-
inu, þar sem hún ætti að
innheimta einna lægstu
gjöldin í krafti stærðar-
hagkvæmni.
íslenska
landsliðið
Magnús Óiafsson
leikari
„Ég er nú á því aö við eigum
að einbeita okkur að Smá-
þjóöaleikunum. Við erum allaf
að rembast við þessarstór-
þjóöiren árangurinn á Smá-
þjóðaleikunum erþað góður
að við eigum að markvisst að
reyna að ná árangri á þeim, ef
við viljum vinna einhverjar
medalíur í knattspyrnunni.“
Hann segir / Hún segir
„Ég horfði ekki á einu sinni á
leikinn á móti Ungverjum en
ég geri það þá vanalega með
öðru auganu. Þeir eru allt í
lagi og eru kannski að bæta
sig enda ungt lið, en með ár-
angur I framtlðinni er erfitt að
segja þó maður voni það
besta. Það eru margir ungir og
góöir knattspyrnumenn á
landinu.“
Ragnhildur Rósa Guðmunds-
dóttir handknattleikskona
Líkur eru til þess að Loftur Jens Magnússon sem varð Ragnari Björnssyni að bana
í vetur, verði aðeins ákærður fyrir stórfellda líkamsárás í stað manndráps. Loftur
varð Ragnari að bana með þungu hnefahöggi í höfuðið og vill ekki tjá sig um málið.
Líklega íMir fyrlp líkams-
árás en ekki manndrðp ~
Ragnheiður Harðardóttir saksóknari segir talsverða skyldleika
vera með máli Lofts Magnússonar og knattspyrnumannsins
Scotts Ramsay. Scott Ramsay var ákærður fyrir stórfellda líkams-
árás eftir að hafa orðið danska hermanninum, Flemming Tolstr-
up, að bana. f báðum tilvikum er um að ræða líkamsárás sem
leiðir fórnarlambið til dauða á spítala.
barst /|
Ríkissaksóknara fyrir y\
skemmstu og má bú- y\
ast við að það verði
tekið fvrir í Héraðs- /I
Mál Lofts
Í'J
tekið fyrir í Héraðs
dómi Reykjavíkur
september. Sonur 1
Ragnars, Jón Davíð,
sagðist í samtali við
DV um helgina ósátt-
ur við hversu langan /j
tíma málið dregst í
kerfinu, en tæpt ár 4
er liðið frá
láti Ragn-
ars Björns-
sonar. Hér-
^ÍÍlJaia
| RUi lufff
lígl/pgípamípiiflffljm
1 3 tivepjum
’■ degi
^ umhelgina , ,
Loftur drap mannum jölin 1
en starfar á videoleiyu.
aðsdómur fer í
sumarleyfi og á
meðan fá mál að
bíða. Ragnheið-
ur Harðardóttir
saksóknari segir
reynt að flýta
rannsókn alvar-
legra mála eins og
kostur er. Ragn-
heiður segir að
mál sem þessi fái
yfirleitt skjótari af-
greiðslu hér á landi
en í nágrannalönd-
Fleira sameiginlegt
Fleira er sameiginlegt með mál-
um Lofts og Scotts. Rannsóknar-
lögreglumenn undruðst það á sin-
um tíma, að Scott Ramsay skyldi fá
að ganga laus eftir að rannsókn
málsins lauk. Venjulega sé óskað
eftir gæsluvarðhaldi þar til dómur
falli enda sé um alvarlega glæpi að
ræða og von sé á þungum dómum.
Það geti einnig snúist um al-
mannahagsmuni að menn með
mannslíf á samviskunni fái ekki að
ganga lausir. Loftur gengur laus,
eins og fjallað var um í síðasta
helgarblaði DV, og vinnur í Bón-
usvídeói í Hraunbæ.
Óskiljanlegur farvegur
„Ég hef ekkert um þetta að
segja,“ sagði Loftur og sleit samtal-
inu þegar DV reyndi að tjá honum
þetta í gær.
Sonur Ragnars vildi ekki tjá sig
um þessar upplýsingar að öðru
Ragnar Björnsson Varð fyrirþungu höggi
frá Lofti og lést um nóttina á spftala.
leyti en því að sér þætti þetta
grafalvarlegt mál, og nær óskiljan-
legt að mál sem þetta geti endað í
þeim farvegi. Bíða verði þó og sjá
hvað setji þegar málið verði tekið
fyrir f haust.
Taliö er að alvarlegur trúnaðarbrestur hafi hrundið átökum í Landakotsskóla af stað
Rógburður í Landakotsskóla talinn marka upphafið
„Ég hef ekkert um þetta mál að
segja." segir Irena Guðrún Kojic,
formaður kennararáðs Landakots-
skóla, þegar haft var samband við
hana f gær og hún innt eftir fundi
sem átti sér stað innan skólans fyrr
í vetur. Á þeim fundi sátu stjórnar-
menn í Landakotsskóla, ásamt
kennararáði skólans.
Séra Hjalti Þorkelsson var ekki
boðaður á fundinn og telur innan-
hússfólk í Landakotsskóla það var-
hugavert sökum þess að ekki hafi
verið leyfilegt að boða til fundar án
hans. Það sem átti sér stað á fund-
inum er, samkvæmt heimildar-
mönnum DV, gagnrýni á nokkra af
starfsmönnum skólans og mun
það vera undirrót uppþota sem
geisað hafa í Landakotsskóla und-
anfama mánuði. Bessí Jóhanns-
dóttir, fyrrum aðstoðarskólastýra
Bessl Jóhannsdóttir Segirgögn ekki hafa
fengist afhent.
Landakotsskóla staðfesti, að gögn
sem lögð voru fram á fundinum
hefðu ekki fengist afhent þegar
óskað var eftir því af skólastjórn.
Enn í dag hafa fundargögn ekki
komið fram. „Það hafa ekki fengist
afhent gögn sem voru á umrædd-
um fundi.“ segir Bessí. Það mál
hefur verið afhent kærunefnd upp-
lýsingamála og er í athugun sem
stendur. DV fjallaði eins og kunn-
ugt er um deilur innan skólans í
kjölfar þess að Bessí var sagt upp.
Séra Hjalti sagði eins og kunnugt
er upp störfum á föstudag í kjölfar
þess að rekstrarformi skólans var
breytt. „Ég óskaði eftir því að starfa
ekki hjá þessu fyrirtæki lengur."
segir hann.
Séra Hjalti Þorkelsson
Sagði starfi slnu lausu
eftir að rekstrarformi
skólans varbreytt.