Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl2005
Fjölskyldan DV
Hávaxinn og með húmor
„Draumaprinsinn minn er hár og með húmor," segir Elín Anna
Steinarsdóttir, fótboltastulka og tískugúru, „og það er
egt að hlæja með honum. Skemmtilegur strákur.
Itiitið er svo bara plús."
Aðspurð hvort hún sé með strák í sigtinu segir
Elín „Nei, ég er einhleyp. Hafði það stórum
stöfum: EINHLEYP," og hlær dátt.
Draumaprinsinn )
Reynslu-
skilnaður
Skilnaður er neyðarúrræði í
hjónabandi sem ekki gengur
upp. Það er engu að síður afdrif-
arík ákvörðun
sem hefur áhrif w.
á mun fleiri en ; 4-
bara hjónin , )
tvö. Hjón sem ,N
ganga í gegnum erf-
iðieika og eru að \ /
íhuga að leggja árar í bát
geta gengiö í gegnum „reynslu-
skilnað" í stað þess að fara alla
leið. Annar aðillinn flytur út og er
samskiptum haldið í algjöru lág-
marki.
Þetta gefur báðum aðilum
tækifæri til að skyggnast inn í
framtíðina og prófa að standa á
eigin fótum.
Mesti kosturinn við reynslu-
skilnað er að sjálfsögðu að auð-
velt er að skipta um skoðun.
Hægt er að prófa skilnaðinn í
einhvern tíma, ganga í gegnum
hjónabandsráðgjöf og síðar sætt-
ast. Einnig er hægt að prófa
reynsluskilnaðinn og síðar meir
ganga i gegnum lagalega skilnað-
inn.
Þetta getur bæði sannfært
hjónin um að skilnaður sé rétta
ákvörðunin, en einnig getur
þetta leyft hjónum að átta sig á
því að tími sé kominn til þess að
fara í hvort í sína áttina.
Ólæsi gríðarlegt
meðal arabískra
kvenna
Samkvæmt skýrslu sem UNICEF
vann í samvinnu viö Arabarikin er
helmingur arabískra kvenna ólæs
og yfir 10 milljónir barna ganga
ekki í skóla. Minnst skólaganga
mun vera i Egyptalandi, írak,
Marokkó og
Súdan.
í skýrslunni
kemur einnig
fram að fram-
farir hafi orðið
í þróun á rétt-
indum barna
og verndun
þeirra en betur
má ef duga
skal og stúlkur
hafa sérstaklega setið á hakanum
til þessa.
Vegna þess hve margar konur eru
ólæsar aftrar það þeim frá því að
hafa aðgang að mikilvægum upp-
lýsingum um meðgöngutengda
heilsu sem hefur leitt til mikils
barnadauða, og má nefna að af
hverjum þúsund fæddum börnum
látast sextiu þeirra fyrir fimm ára
aldur á móti sex í iðnríkjum heims.
Sæl Valgerðurí
Ég byrjaði að spila golf fyrir
tveimur árum til að geta eytt
tómstundum mínum með
manninum mínum. Mér hefur
fundist mjög
gaman og við
höfum bæði
verið virk í fé-
lagslífiklúbbs-
ins. Vandamál-
ið er, að maður sem ég
starfa með í skemmti-
nefnd, er sífellt með
„góðlátlegar" at-
hugasemdir um
frammistöðu
mína, údit og
skoðanir - eða
m.ö.o. að reyna að
vera fyndinn á
minn kostnað.
í fyrstu
fannst mér þetta
í Iagi og reyndi að hlæja með,
eins og allir hiiúr, en nú er þetta
orðið alveg óþolandi. Ég hef orð-
að þetta við suma meðlimi
klúbbsins, meira aö segja mann-
inn minn, og fæ alltaf sama svar-
ið: ,Æ þú veist hvemig hann
Gummi er." Sjálfur segist hann
bara vera að djóka og að ég verði
að læra að taka gríni. Á ég virki-
lega að þurfa að hætta í ein-
hveiju sem er skemmtilegt af því
að einhver annar er óþolandi?
Með kveðju,
Húmorslaus
Komdu sæl „Húmorslaus"
Ég sé ekki betur en að þú verðir
fyrir einelti af hendi þessa tiltekna
manns. Að þú skulir hafa þolað hon-
um það í talsverðan tíma ber frekar
vott um að þú takir lífinu af mátulegri
alvöm en húmorsleysi. Einelti felur í
sér síendurtekna, lítilsvirðandi og
særandi framkomu, t.d. á vinnustað, í
skóla eða félagasamtökum. Birtingar-
myndir þess em margvíslegar. í þínu
tilviki virðist gerandinn telja sig hafa
„skotveiðileyfi" á þig og geta „skotið"
á þig síendurteknum niðrandi at-
hugasemdum, háði og glósum, undir
því yfirskyni að vera fyndinn og
skemmtilegur. Það sé ekkert athuga-
vert við hegðun hans. Hinsvegar
hljóti að vera eitthvað að þér, þar sem
þú kunnir ekki „að taka gríni". í öðr-
um tilvikum er fólk sniðgengið, fryst
úti, baknagað og jafnvel kaffært í
verkefnum. Einelti á sér því ekki ein-
göngu stað hjá börnum, eins og sum-
ir vilja halda, heldur hka í samskipt-
um fiillorðinna.
Andlegt ofbeldi klætt í trúðs-
búning
Þér er augljóslega ekkert skemmt,
að minnsta kostí ekki lengur. Mér
finnst þú sterk að orða þessa fram-
komu mannsins í samræðum þínum
við þá sem vinna með ykkur í félaginu.
Fómarlömb eineltís þjást oft í þögn.
Mér finnst aftur á mótí verra að þú fáir
ekki stuðning, ekki einu sinni hjá
manninum þínum.
Sumum líðst ahskyns framkoma,
þótt hún getí verið í senn særandi og
niðrandi, vegna þess að þeir klæða
andlegt ofbeldi sitt í trúðsbúning. Af-
skiptaleysi annarra, svo að ég tali ekki
um hvatningu, með því að taka undir
og hlæja með, brýtur fórnarlambið
niður lflca. Þeir gerast þannig þátttak-
endur í athæfi sem þeir em ef til vill
ekki sammála í hjarta sínu en em til-
búnir að líta framhjá, e.t.v. af ótta við
að verða teknir fyrir sjálfir, vera ekki
álitnir hluti af hópnum eða til að
forðast átök.
Þeir sem sleppa finnst þeir út-
valdir
Ég þekki annað dæmi. 20 ára stúd-
entar hittust og ræddu m.a. um gömlu
kennarana sína. Umræða um einn
þeirra varð mér sérlega minnisstæð. Sá
þóttí klár og fyndinn en hafði að reglu
að taka suma nemendur fyrir. Frá
þessu var sagt í gamansömum tóni.
Þeir, sem höfðu sloppið við einelti
kennarans, töldu sig á einhvem hátt í
hópi „útvaldra" og verðugri fyrir vikið.
Þó var vitað að einhverjum skólafélaga
þeirra hafði Uðið reglulega iila á skóla-
göngu sinni út af andstyggilegri fram-
komu kennarans.
í sumum tilvikum átta gerendur sig
ekki á afleiðingum gerða sinna, í öðr-
um tilvikum er tilgangurinn augljós,
þ.e. að hefja sig upp á kostnað fómar-
lamba sinna og rýra sjálfstraust þeirra.
Grín sem yfirvarp árásarhneigð-
ar
Þeir sem verða fyrir langvarandi of-
beldi geta farið að efast um dómgreind
sína, sérstaklega þegar enginn f um-
hverfi þeirra er tilbúinn að styðja hann.
Þú ert vænd um húmorsleysi þegar þú
kvartar undan „djókinu". Samt er grín-
ið ekki annað en yfirvarp árásarhneigð-
ar. Það er ekki ætlað tíl að gieðja - og
allra síst þig.
Þér finnst eðlilega ranglátt að
óþverraleg framkoma félaga þíns í goh-
klúbbnum skuh þurfa að bitna á þér en
ekki honum og jafnvel verða til þess að
þú hrekist úr einhverju sem þér finnst
skemmtilegt.
Þarf að stöðva einelti og áreitni
Ég legg eindregið til að þú reynir að
ræða þetta við manninn sjálfan af
ákveðni og ef þörf krefur fáir tíl liðs við
þig framámenn félagsins til að taka upp
umræðu um eineltí í félagahópnum.
Ekki gefast upp og ekki taka trúanlega
þá skýringu að þú hafir einfaldlega ekki
húmor. Upplýstu viðkomandi hinsveg-
ar um að þú hafir ekki smekk fýrir ein-
eltí og áreitni í nokkurri mynd. Slflca
framkomu þurfi að stoppa strax!
Eineltí vegur að innstu gildum og
lýðræðislegum réttindum allra. Sér-
hver maður á rétt á að vera óáreittur og
öruggur fýrir ofbeldi og niðurlægjandi
hegðun. Elcki er óllklegt að þú eigir þér
liðsmenn í golfklúbbnum sem hafa
þagað en eru tilbúnir að beita sér um
leið og þú beinir kastljósinu að vandan-
um.
Kveðja, Valgerður
Fjölskyldusamtök gagnrýna
hamborgarakeðju
Skyndibitakeðjan Carl Jr’s hefúr verið mikið gagn-
rýnd fyrir nýjustu auglýsingu sína af samtökum for-
eldra í Bandarflcjunum. í auglýsingunni sést hótelerf-
inginn Paris Hilton í agnarsmáu bikini við að þvo bfl
og tyggja hamborgara um leið. Auglýsingin hefúr verið
kölluð klám og hefúr fýrirtækið verið sakað um
ábyrgðarleysi gagnvart almenningi.
Hamborgarakeðjan Carl Jr’s er þekkt fýrir sínar
róttæku, hægrisinnuðu skoðanir gegn fóstureyðing-
um. Þetta kemur fram í annarri auglýsingu fyrirtækis-
ins fyrir jalapeno hamborgara. Þar sést mannsfóstur
Paris Hilton Auglýsir
hamborgara afmikl-
um móð.
hóta móður sinni að það
muni rífa út leg hennar ef
hún hættí ekki að borða
sterka hamborgara. Ekki
aðeins hafa fjölskyldusam-
tök og femínistar í Bandarfkjunum mótmælt auglýs-
ingunni heldur hafa auglýsingastofur furðað sig á
henni. „Talandi mannsfóstur eru óhugnanleg. Hvers
vegna skyldi einhver verða svangur af því að horfa á
talandi mannsfóstur?" er haft eftír starfsmanni auglýs-
ingastofu þar vestra.