Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2005, Side 40
T1 J* t j Clj)J C L) t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar |jnafnleyndar er gætt. sQQ Q jQ Q fj Q SKAFTAHLÍÐ 24,105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 7970] SÍMISS05000 5 690710 TÍTÍ17 % Mikil leynd hvílir yfir hinu risavaxna kvikmyndaverkefni sem Clint Eastwood og Steven Spielberg ætla að ráðast í með „Flags of my fathers“. Ásamt Is- landi hafa tökustaðir á Hawaii, Norður-Marianaeyjum og Kanada verið skoðaðir. Ýmislegt bendir til þess að ísland verði fyrir valinu enda Iwo Jima, þar sem sögusviðið er, og Krísuvík landfræðilega áþekk. Einhver helsti brellumeistari íslendinga, Eggert Ketilsson sem gjaman er kallaður Eddi Sprengja, var ráð- inn til að lóðsa hina erlendu ícvikmyndagerðarmenn um lík- lega tökustaði og látinn skrifa undir plagg þess efnis, að leka engum upplýsingum um verk- efhið til fjölmiðla... Lopapeysan segirallt! □ Edda meö fulll hús stiga Hrærð yfir tilnefmngum „Ég er mjög hrærð, afskaplega ánægð,“ I Gríman eftir- segir Edda Heiðrún j sótta áfhent eft/r Backman leikstjóri. Tilnefningar til Grímunnar, íslensku leikhúsverðlaun- anna, voru tilkynntar í gær. Sýningin Mýrar- ljós, sem Edda leik- stýrði, fékk flestar tilnefningar eða ell- efu talsins. Þetta verður að teljast af- rek fýrir Eddu, sérstaklega í ljósi þess að hún steig fyrst í vetur fram á sviðið sem leikstjóri, leikstýrði fyrst Svikum og síðan Mýrarljósi. Svik fengu einnig tilnefningu fyrir ókunnug Ingvar E. Sigurðsson sem karlleikara, en það var eini flokkurinn sem Mýrarljós voru ekki til- nefnd til. Þannig náði Edda fullu húsi. Árangurinn er ekki síst markverður fyrir Eddu í ljósi þess að hún hefur glímt við erfið veikindi undanfarið. „Það er hins vegar ekki það sama, tilnefn- ingar og verðlaun," segir Edda, sem er ekki Grímuverðlaununum. Fyrir tveimur árum var hún valin besta leikkonan, bæði í auka- og aðalhlutverki. „Þá runnu á mig tvær grímur," segir hún en nálgun hennar á Mýrarljósi í vetur vakti einmitt athygli sökum þess að leik- arar notuðust við grímur að hætti gríska leikhússins. „Grímuleikur- inn hefur alltaf heillað mig. Þar sem verkið er byggt á gríska harm- leiknum Medeu, var kærkomið tækifæri að koma grímuleiknum að." Það leikrit sem er næst Mýrar- ljósi í tilneftiingum er Héri Héra- son með sjö tilnefningar. Þar á eft- ir fylgdi Úlfhams saga með sex. „Mér líst vel á tilnefningarnar en auðvitað er við ýmislegt að at- huga," segir Edda. „Ég hefði til dæmis viljað sjá Maríu Ell- ingsen tilnefnda fyrir leik- stjórn Úlfhams sögu." Sigurjón býrtil bolifyrir bændur Framrás fatafyrirtækis- ins 66°Norður er áberandi þessa dagana. Fyrir skemmstu var opnuð ný - 'ferúð í Bankastræti og nú hef- ur fyrirtækið gert samning við Bændasamtökin um sérmerktan vinnufatnað fyrir bændur og búalið. „Ég er bóndi" og „íslensk- ur landbúnaður" er skrifað á stuttermaboli, flíspeysur og der- húfur. Einnig er hægt að fá vinnu- samfestinga með hvorki meira né minna en tíu vösum. Þessu framtaki er vitanlega fagnað af, bændastéttinni út rallt land. Þar auki er þetta „Ég er bóndi' stendur á sérhi uðu bóndaboli frá 66°Norður. Sigurjón Sighvats Stuðlar að bættri sjálfsfmynd bænda- stéttarinnar. fýrir fyrirtækið, sem hyggur á að opna fjölda verslana um alla Evrópu á næstunni, og vonast til að verða þekkt á sviði útivistarfatnaðar í framtíðinni. Sjálfur hefur Sig- urjón fjárfest af miklum þrótti í jörðum um víðan völl. Á meðal annars fjörð á Aust- fjörðum og hið sögufræga skólasetur á Eiðum. Hann verður því án efa í bóndabol næst þegar hann fer út á land að fylgjast með uppbyggingu eigna sinna. Vanþekking kom í jjós í Gallup-könnun Móðir Teresa varð í öðru sæti nýrrar könnunar Gallup um þá núhfandi einstaklinga sem eru í mestum metum hjá íslendingum. 6% landsmanna völdu Móður Ter- esu. Hún lést hins vegar árið 1997 og er ekki núlifandi í þeim skilningi. Vigdís Finnbogadóttir og Nelson Mandela eru þeir núlifandi einstak- lingar sem eru í mestum metum hjá fslendingum. Vigdís ber höfuð og herðar yfir aðrar konur en 39% þeirra sem nefndu konu höfðu Vig- dísi í mestum metum. Þriðja í flokki kvenna var Hillary Clinton, fjórða Margaret Thatcher sem fékk eingöngu atkvæði frá karl- mönnum, fimmta varð Oprah Win- «fféy sem eingöngu fékk atkvæði kvenna og sú sjötta varð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sem sagt, Vigdís Finnbogadóttir Var langoftast nefnd sem sú kona sem Islendingar meta. Næst kommóðir Teresa, semer látin. íslenskar í fýrsta og sjötta sæti. Hjá körlunum varð Davíð Odds- son annar á eftir Mandela, Ólafur Ragnar varð þriðji, nokkuð á undan fimm erlendum körlum í fjórða til áttunda sæti. Ghandi varð fjórði í könnuninni. Hann hefur hins vegar verið Iátinn í meira en hálfa öld, en hann var ráð- inn af dögum árið 1948. Taktu þér tak! Ertu á aldursbilinu 16 tii 20? Viltu ná kjörþyngd? Ný námskeið hefjast 13. júní TÆKI OG TÍMAR: • líkamsrækt við skemmtilega tónlist • leiðbeiningar um mataræði • fundir, aðhald, vigtun og mælingar KVÖLDTÍMAR Um er að ræða 8 vikna námskeið. Lokaðir tímar mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 20:15. Auk þess frjáls mæting í opna tíma og tækjasal. Við búum yfir traustri þekkingu og reynslu, hjá okkur ríkir notalegt andrúmsloft og við gætum fyllsta trúnaðar. Vertu velkomin í okkar hóp! Innritun hafin DflNSRfEKT .ÍSB leggur línumar Lágmúla 9 • 108 Reykjavik • Slmi 581 3730 • Bréfsimi 581 3732

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.