Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ2005
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
365 - prentmiðlar
Ritstjóran
Jónas Kristjánsson
og Mikael Torfason
Fréttastjóran
Kristján Guy Burgess
Óskar Hrafn Þorvaldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550
5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 -
Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550
5090 Rltstjórn: ritstjorn@dv.is
Auglýsingan auglysingar@dv.is.
Setnlng og umbrot:
365 - prentmiðlar.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja.
Dreifing: Pósthúsið ehf.
dreifing@posthusid.is
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent
efni blaðsins í stafrænu formi og úr
gagnabönkum án endurgjalds.
Karen Kjartansdóttir heima og að heiman
Framkvæmdir
fíiíerÍíugurlmonn-
um. Meðaljón hefst
handa við að koma ,
garðlnum [ stand,
gerirsérferðí
stórmarkað fram-
kvæmdamannsins
og leggur penlnga I
flottustu garðáhöld sumarsins.
Skyndilega er gengið til atlögu
við allt þaö sem setiö hefur á
hakanum flangan tíma, þetta
sem hefur þótt til óprýði en
vaninn hefur kennt okkur aö
loka augunum fyrir. Þetta er
tfmi til að klambra saman palli
með vinum og ættingjum, berja
sér svo á brjóst að hætti kari-
manna og skála að hætti stór-
menna f útlöndum.
(su,ims«ka!l heillandi
en karimenn sem
geta spýtt í lóf-
ana og komið
hlutunum f
verk. Þegar lof-
að er bót og
betrun og haflst
handa við eitthvaö
nýtt og fallegt getur maður
fljótlega fyrirgefiö það sem liöiö
er. Athafnamennimir og fjöl-
skyldufeöumir Bush og Blair eru
eins og svo margir aðrir enn á
ný komnir f sumarskap. Þeir
hafa brett upp ermamar og
segjast ólmir vilja takast á við
verkefril sem alltof lengi hafa
þurft að bfða. Þetta eni engir
smámenn og það eru engin
smáverkefrii sem bfða. Nú á vfst
að redda þriðja heiminum.
Lengi höftjm við beðið eftir
þessum fréttum en nú er að sjá
hvaö gerist og hvemig það
veröur gert.
Hvaðsvo?
Eg man þegar ná-
granni minn smfð-
aöi pall og eitt-
hvað sem eflaust
hefur átt að vera
trjáhýsi. Það var í
hita sumarsins
2003, heitara sumri
man fólk vart eftir. Ná-
grannl minn góður hófst handa
við framkvæmdir viö sitt hæfi.
Meiri menn réðust á verkefrii
sem margir muna eftir og kallað
hefur veriö frelsun frösku þjóð-
arinnar. Þótt ekki sé langt um
liöið hefur pallurinn þvf miður
funað og ég ætla rétt að vona
að krakkagríslingarnir hans fari
nú ekki að taka upp á því aö
klifra upp f þetta kofarekald sem
klambraö var saman f einni af
hrfslum garðsins. Ég veit ekki
hver næstu skref þessa ágæta
en ónaglfæra granna mfns
verða en ég veit að stórmenn-
inn úti f heimi ætla ekki að ráð-
ast á garðinn þar sem hann er
lægstur að þessu sinni frekar en
fyrri daginn.
Leiðari
Mikael Torfason
Sent merlcir einfaldlega að lántalcandi sem tólc20 milljónir
fyrir einu ári oggreiðir tœpar 90 þásund krónur á mánuði
slculdar ná 20,5 milljónir.
Lánlausu bankastj óramir
IHelgarblaði DV var úttekt gerð á
húsnæðismálum bankastjóranna.
__Þeir bjóða okkur almenningi
ýmis kostakjör. Vilja að við tökum
stærri og stærri lán hjá þeim til að
fjármagna húsnæðiskaupin. Eru í
bullandi samkeppni við Ibúðalána-
sjóð ríkisins sem neyddist til að
lækka vextina hjá sér tíl að mæta
samkeppninni. Það er auðvitað með
ólfldndum hvemig rfldð er sffeUt að
keppa við einkafr amtakið og stend-
ur sig yflrleitt verr.
í úttektinni í Helgarblaðinu kom í
ljós að bankastjóramir em með lít-
ið sem ekkert áhvflandi á sínum
eignum. Auðvitað em þeir á háum
launum og hafa eftú á að borga
húsnæði sitt út í hönd. En einhverjir þeirra
vom með lán sem hvfldu á eignunum.
Mesta athygU vakti að það vom önnur lán
en þeirra eigin á eignunum. Nema hjá
bankastjómm KB-banka. Þeir hafa trú á
nýju Iánunum sínum.
I dag er Uka komin ágætisreynsla á þessi
lán.
Þau em yfirleitt auglýst með 4,15% föstum
vöxtum. Það er auðvitað langt frá því að
vera það sem fólk greiðir raunverulega í
vexti.
Ef reiknaðir em út raunverulegir vextir frá
því í fyrrasumar - sem er um það leyti sem
bankamir hófu samkeppni við íbúðalána-
sjóð - og fram á vorið nú í ár kemur fljót-
lega í ljós að engin lánastoftiun býður í
raun 4,15% ívexti á lánum sfnum. Þessi
lán em verðtryggð og því er miklu nær að
segja að sfðan bankarnir mddust inn á
íbúðalánamarkaðinn hafa landsmenn
flestir verið að greiða rúm 8% í vexti af
íbúðalánum sínum, sem merkir einfaldlega
að lántakandi sem tók 20 milljónir fyrir
einu ári og greiðir tæpar 90 þúsund krónur
á mánuði skuldar nú 20,5 milljónir. Eftir tíu
ár verður sú tala komin upp í tæpar 26
milljónir ef verðbólgan helst svipuð. Eftir 20
ár verður lánið komið upp í 30 milljónir og
eftir 30 ár verður það í 27 milljónum og af-
borgun á mánuði eitthvað nálægt 300 þús-
und krónum.
Þetta hefði eflaust litið verr út ef bankam-
ir hefðu ekki komið inn á markaðinn.
íbúðalánasjóður var með hærri vexti áður
auk verðtryggingar. En guð forði okkur firá
því ef verðbólgan hækkar um örfá prósentu-
stig. Þá horfum við einfaldlega fram á
fjöídagjaldþrot fjölskyldna á íslandi.
Nafnlausar dylgjur
í Lögmannablaðinu
lOmann-
eskjur sem
gætu tekið
við af Gísla
Marteini
Gísli Marteirm Baldursson ætlar
að verða borgarstjóri og verður
ekki með þátt á laugardagskvöld-
um næsta vetur...
HÉRAÐSDÚMSLÖGMAÐURINN Guð-
rún Björg Birgisdóttir ritar langa
grein um fjölmiðla í nýútkomið
Lögmannablað sem hún ritstýrir
sjálf. Við skrifin sest hún í stól
blaðamanns og víkur mörgum orð-
Fyrst og fremst
um að vinnubrögðum fjölmiðla,
sem henni virðist þykja miður góð,
eftir því sem hægt er að lesa úr
óljósum ásökunum hennar og
þeirra nafnlausu heimildarmanna
sem hún kallar til.
„ÉG VAR (AÐALMEÐFERÐ (opinberu
máli um daginn í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Það var lokað þing-
hald en dyrnar inn í þingsal voru
opnar þar sem við vomm að bíða
eftir saksóknara. Skyndilega kom
blaðaljósmyndari í gættina og tók
myndir. Síðan hljóp hann í burtu á
harðaspretti," skrifar Guðrún í
grein sinni. Þar er hún ekki að vísa í
eigin orð, heldur vitnar hún beint í
ónefndan heimildarmann úr lög-
mannastétt. Sjálf segir Guðrún DV
skera sig úr í umfjöllun sinni, „þar
sem allt virðist leyfilegt", og að aðr-
ir fjölmiðlar „virðist stundum" eiga
það til að taka upp stíl blaðsins.
GUÐRÚNHNYKKIRÁ gagnrýni sinni
á fjölmiðla með því að lýsa blaða-
mönnum sem ungum, óreyndum
og fávísum. Ekki hefur hún eigin
orð fýrir þeim ásökunum heldur
vitnar í nafnlausan heimildarmann
sem réði af samtali sínu við óneftid-
an blaðamann að hann þekkti ekki
muninn á Hæstarétti og héraðs-
dómi. Strax í kjölfarið kemur bráða-
birgðaniðurstaða, með orðum
nafnlauss heimildarmanns: „Fjöl-
miðlaumfjöllun fylgir mikil áhrif.
Því miður hefur það alltof oft kom-
ið fyrir að fjölmiðlamönnum er ekki
treystandi til að
fara með þessa
ábyrgð."
GAGNRÝNI GUÐ-
RÚNAR væri
góðra gjalda
verð, ef ekki
væri fýrir þá
átakanlegu
staðreynd að í
sama mund og
hún hamrar á
slælegum
vinnubrögð-
um ijölmiðla
Lögmanna-
blaðiö
. "Í‘'nU
„ **„&.*»dilMriíOOS
Guðrún
Björg
Birgisdóttir
hefði grein héraðs-
dómslögmannsins
verið ætluð öðrum
fjölmiðlum en Lög-
mannablaðinu hefði
greinin verið endur-
send afritstjóra og
höfundur beðinn að
endurskrifa hana."
þverbrýtur hún þær reglur sem allir
fjölmiðlar setja sér. Grein hennar er
að öllu leyti byggð á beinum og
óbeinum tilvitnunum í nafnlausa
heimildarmenn og hennar eigin
mati á því hvernig hlutirnir virðast
vera. Það er fáheyrt að íslenskt blað
leyfi sér að vitna beint í ásakanir
óneftidra manna á hendur hópi
manna, nokkuð sem á mannamáli
er kallað rógburður úr launsátri.
ÞRÁTT FYRIR VANGAVELTUR Guð-
rúnar um að „allt virðist leyfilegt" á
DV nefnir hún í grein sinni að blað-
ið hafi sett sér siðaskrá. Þar segi
meðal annars: „Bein ræða er aðeins
notuð þegar heimild er nafn-
greind." Og: „Ritstjóri getur ákveðið
í sérstökum tilvikum að vernda
nafnleynd viðmælenda, sem talað
er við í beinni ræðu, ef öryggi hans
er talið ógnað með nafnbirtingu."
ÞAÐ SKAL FULLYRT að hefði grein
héraðsdómslögmannsins verið ætl-
uð öðrum fjölmiðlum en Lög-
mannablaðinu hefði greinin verið
endursend af ritstjóra og höfundur
beðinn að endurskrifa hana með
þeim hætti að nafnlausum tilvitn-
unum og ásökunum yrði sleppt og
sannleikans leitað með viður-
kenndum vinnubrögðum fjölmiðla.
Þannig mætti meðal annars koma í
veg fyrir að allir blaðaljósmyndarar
yrðu saklausir grunaðir um að
brjóta reglur héraðsdóms.
n
r»i
1 Jakob Frímann
Magnússon
Var fastagestur hjó
Gísla og vanmetinn
skemmtikraftur.
2 Svanhildur Hólm
Nýtur sin ekki á
Stöð 2 og ætti að
fara aftur heim til
Loga.
3 Logi Bergmann
Hjónaleysin gætu
jafnvel séð um
þættina saman og
tekið viðtöl við önn-
ur hjón.
4 Jónas R.
Ljóshærður með
gleraugu og það eitt
ætti að koma hon-
um hálfa leið.
5 Hemmi Gunn
Ætti i raun að vera
með þátt öll kvöld
vikunnar.
6 Silvía Nótt
Ríkið á hvort eð er
Skjá einn og óþarfi
að selja Silvíu með
Símanum.
7 Jónína Benedikts-
dóttir Hún hefur
alla vega nóg að
segja, konan.
8 Hannes Hólm-
steinn Gissurarson
í raun ótrúlegt að
hann sé ekki löngu
kominn með laugar-
dagsþátt á RÚV.
9 Anna Kristine
Magnúsdóttir
fslensk Barbara
Walters með sér-
stakan áhuga á
„venjulegu" fólki.
10 Auðun Georg
Ólafsson
Ekki úr vegi að bæta
honum niðuriæg-
inguna í stóra
fréttastjóramálinu.