Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Side 3
DV Fyrst og fremst
MÁNUDAGUR 13.JÚNÍ2005 3
Spurning dagsins
Hververður
næsti borgarstjóri í Reykjavík?
„Ekki neinn úr
sviðsljósinu"
„Þeir verða að sanna sig, karlarnir. Það
á ekki að vera neinn úr sviðsljósinu,
þvíþað vantar öflugan og kiáran
mann íþetta starf'
Árni Vigfússon, fyrrum bygginga- <
meistari.
„Gísii Marteinn.
Égheftrúá
honum."
Sólborg
Valdimars-
dóttir, hús-
móðir.
„Ég heflitla
skoðun á því, í
fljótu bragði."
Einar Ólafs-
son, sérfræð-
ingur hjá
Landsbank-
anum.
«f ■* „Dagur B. Egg- ertsson. Og bara afþví að hann ersvo
S •; 'M sætur."
Erna Borg- þórsdóttir.
förðunar-
fræðingur.
0X.Jr „Ég er bara ekki alveg inn í þessum mál- um. Steinunn
Valdís er samt
örugglega fín." Hafþór Snær
Þórsson, nemi.
Skyndimyndin er að þessu sinni tekin af húsi í Hhðarási í
Garðabæ en þar er heldur betur vetrarlegt um að litast. „Saga
Film er að gera auglýsingu fyrir Wolkswagen í Þýskalandi," seg-
ir Ólafur Aðalgeirsson sem er „location manager." „Hugmyndin
var að sýna mann sem kemur út á morgni dags og fer að skafa
snjóinn af bílnum sínum,“ segir Ólafur en snjórinn var innflutt-
ur frá Bretlandi. „Við urðum að nota breskan innfluttan gervi-
snjó enda myndi íslenski snjórinn hverfa strax í þessum hita.“
Nú fer að líða að prófkjörum innan flokka í borgarpólitíkinni.
Reykvíkingar virðast ekki vera allir sammála um hver eigi að stýra
borginni, en sumir virðast ekki kippa sér upp við það.
Gamla myndin í dag er tekin afStein-
grímiJ. Sigfússyni alþingismanni spila
fótbolta íjúni árið 7999. Myndin er tekin i
Hljómskálagarðinum þarsem herstöðv-
arandstæöingar voru saman komnir til
að mótmæla heræfíngu sem fara átti
fram á túninu.„Ég man eftir þessu," segir
Steingrímur.„Við ætluðum að koma i veg
fyrir að þyrlurnar myndu lenda á túninu
og eyddum þvi meiripartinum aftveimur
dögum þarna og það ánægjulegasta var
að heimsveldið og hernaðar-
sinnar gáfust upp og hættu
við að lenda," segir Stein-
grimur og bætir við að
þyrlur hefðu átt að lenda á
Hljómskálatúninu og her-
menn úrþeim hlaupa upp
að bandariska sendiráðinu.
„Þetta var ein afþessum
fáránlega heimsku heræfíngum sem okk-
ur fannst ekkert sniðug enda átti herinn
lítið erindi inn i Hljómskálagarðinn. Við
tókum okkurþvi saman, grasrótarhreyf-
ing undir forystu herstöðvarandstæö-
inga, og til okkar streymdi fólk og úr
þessu varð því hin besta skemmtun.
Þarna var fólk að leika sér saman i fót-
bolta og spjalla saman og ég held að
okkur hafí meira að segja tekist að koma
Ögmundi Jónassyni i fótboltann. Við
skiptumst á að vera á túninu iþann tíma
sem æfingin átti að vera en
svo þegar sá tími var búinn
var þetta búið. Þá kom
hallærisleg skýring að þeir
hefðu breytt áætluninni.
Þeir viðurkenndu að sjálf-
sögðu ekki að þeir hefðu
efístupp."
Hvalreki Að eitthvað sé
mikill hvalreki fyrir ein-
hvern merkir mikið happ
eða mikill
fengur fyrir
viðkomandi.
Líkingin erdregin afþví að
það þótti mikil björg í bú
þegar hval rak á fjörur.
Málið
„Það er stórlega ofmetið að
. vera með tveimur stelpum í
\ einu. Það verður alltaf
\ vandræðalegt því einhver
verður alltaf útundan.
/ Þess vegna er málið að
/ vera með þrem stelpum í
einu, þá hafa allir nóg að
gera."
Ofurtöffarinn Tommy Lee
ÞÆR ERU MÆÐGUR
Mezzó-sópraninn & menningarmálastjórinn
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzó-sópran hefur fengið mikla athygli
upp á síðkastið fyrir sína sterku og gullfallegu rödd. Hún hefur unnið til
alþjóðlegra verðlauna fyrir söngsinnog tvisvar spilað með Sinfóníu-
hljómsveit Islands. Henni hefur vegnað vel um víða veröld og er búsett i
Madrid ásamt eiginmanni sinum, Francisco Javier Jauregui, gítarleikara.
En þau spila mikið saman og héldu síðast tónleika hérá landi rétt fyrir
jól fyrir fullu hús. Móðir Guðrúnar er Signý Pálsdóttir, menningarmála-
stjóri Reykjavikurborgar. Signý vann lengi vel i Þjóðleikhúsinu og var
leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar í fjögur ár. Það mámeð sönnu segja
að þær mæðgur lifí fyrir menninguna.
ÞJÓÐ VERÐURTIL
- MENNING OG SAMFÉLAG í 1200 ÁR
Grunnsýning sem veitir innsýn í sögu þjóðarinnar frá
landnámi til nútíma.
Mynd á þili. Sýning um íslenska myndlistarmenn fyrri
alda. Ljósmyndasýningar. Safnbúð. Veitingastofa.
f.-l
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSIANDS Opnunartfmi:
National Museum ofJceland
www.thjodminjasafn.is Suöurgötu 41 / 101 Reykjavík Fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 10-21
Sími: 530 2200 Ókeypis á miðvikudögum