Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 13. JÚNl2005
Sport DV
Þaö er mikil spenna hlaupin í Formúlu 1 eftir keppni helgarinnar í Kanada. Stiga-
hæsti ökuþórinn, Fernando Alonso, tókst ekki að ljúka keppni en Kimi Raikkonen
fagnaði góðum sigri. Þá minnti Michael Schumacher allrækilega á sig.
WARSTEINER
Kimi Raikkonen tókst að bæta fyrir ófarirnar frá síðasta
kappakstri, er hann missti niður forystu sína í Nurburgring á síð-
asta hring vegna bilun í hjólabúnaði. Þá tókst Femando Alonso
að hirða öll stigin á meðan Finninn fljúgandi sat eftir með sárt
ennið. Nú snemst leikar við, Alonso helltist úr lestinni en
Raikkonen fagnaði sigri. Ferrari-menn vöknuðu til lífsins og
luku keppni í öðm og þriðja sæti.
„Þetta var frá-
bær sigur af því að
Renault tókst ekM að
hala inn nein stig,"
sagði Raikkonen,
hæstánægður eftir
kappaksturinn.
Þar með
minnkaði
Alonso
í 22 stig
en hann
varð að
hætta vegna
bilunar í
fjöðrunar-
kerfi eftir að
hann hafði
ekið á vegg er
hann leiddi
kappakstur-
inn. Þá var fé-
lagi
Raikkonen
hjá McLaren, Juan Pablo Montoya,
sýndur svarti fáninn sem þýðir að
hann var dæmdur úr leik. Yfirgaf
hann viðgerðarsvæðið á ólöglegan
máta á meðan öryggisbíllinn var í
brautinni. Var Montoya þá með for-
ystu í kappakstrinum og því
vonbrigðin mikil hjá
honum.
Á síðustu
hringjunum
tókst
Raikkonen að
halda aftur af
Michael
Schumacher sem
reyndi
btlU
•Sáé-'
hvað hann gat að komast fram úr
Finnanum. Hinn ökumaður Ferrari,
Rubens Barrichello, var ekki langt
undan en hann færðist upp í þriðja
sætið er Jarno Trulli hjá Toyota
hætti vegna bilunar í hemlunarkerfi
Toyota-bifreiðar sinnar.
í næstu sætum á eftir komu
Felipe Massa hjá Sauber, Mark
Webber hjá Williams og Ralf
Schumacher, Toyota.
Var þetta þriðji sigur Raikkonen á
tímabilinu og var sigri hans í gær
fyrst og fremst því að þakka að hon-
um tókst að forða vandræðin sem
hrjáðu helstu keppinauta hans.
Bretinn Jenson Button var á ráspól
við upphaf kappaksturins en
hann klessukeyrði bíl
sinn með þeim
afleiðingum að
öryggisbílinn
kom inn á
brautina og
hrinti af stað
mikilli at-
burðar-
rás á
viðgerðarsvæðinu. Raikkonen kom
með sinn bíl inn og einum hring síð-
ar var röðin komin að Montoya. En
honum lá svo mikið á að komast aft-
ur á brautina og halda þar með góðri
stöðu sinni að hann hunsaði rauða
viðvörunarljósið á brautinni sem
bannaði honum að aka inn á hana.
Var hann í kjölfarið dæmdur úr leik.
eirikurst@dv.is
Efstu þrír Kimi R aikkonen fagnor sigrinum ásamt
Michael Schumacher og Rubens arnc pho(os/AFp
mestu sætum á eftir. ______________________—
Línur teknar að skýrast á EM í kvennaknattspyrnu á Englandi
Þrjár skandinavískar þjóðir í undanúrslitum
Þjóðverjar unnu auðveldan sig-
ur á Frökkum í gær á Evrópumót-
inu í kvennaknattspyru sem nú
stendur yfir á Englandi.
Inka Grings skoraði fyrsta
markið um miðbik seinni hálf-
leiks. Renate Lingor skoraði síðan
úr vítaspyrnu eftir að brot á Inku
Grings, og skömmu síðar innsigl-
aði Sandra Minnert sigurinn með
marki úr aukaspyrnu.
Norsku stúlkurnar skelltu
þeim ítölsku í miklum markaleik.
Lise Klaveness kom Noregi yfir í
fyrri hálfleik en Melania Ganni-
adini jafnaði fljótt með góðu
marki. Marit Christensen, Solveig
Gulbrandsen og Dagny Mellgren
bættu við þremur mörkum fyrir
Norðmenn og staðan því orðin
vænleg fyrir norsku stúlkurnar.
Ganniadini náði að minnka mun-
inn fyrir ítali áður en Klaveness
skoraði fimmta mark norsku
stúlknanna með frábæru lang-
skoti. Elisa Camporese náði síðan
að klóra í bakkann fyrir ítali, en
lengra komust þær ekki. Norsku
stúlkurnar fóru áfram upp úr riðl-
inum ásamt Þjóðverjum, en þær
komust áfram með fullt hús stiga.
Svíþjóð og Finnland komust
áfram upp úr A-riðli og Þjóðverj-
ar og Norðmenn upp úr B-riðli.
Skandinavíuþjóðirnar hafa
sýnt það og sannað að þær standa
flestum öðrum þjóðum fram í
kvennaknattspyrnu. Þrjár þjóðir
af fjórum sem eru í undanúrslit-
unum eru Norðurlandaþjóðir.
Finnar hafa komið liða mest á
óvart en þeir komust áfram á
kostnað Dana sem fyrirfram voru
taldir með eitt af betri liðum í
keppninni.
Norðmenn áfram Norsku stúlkurnar fagna sigrinum á Itölum Igær. Nordic Photos/Getty
Jón Oddur
vann á opna
breska
Hlauparinn Jón Oddur
Halldórsson sigraði um helgina í
100 og 200 metra hJaupi á opna
breska frjálsíþróttamótinu fyrir
fatlaða í Englandi. Kom hann í
mark á 13,58 sekúndum í 100
metrunum og 28,03 sekúndum f
200 metra hlaupinu. Þá tók Baldur
Baldursson þátt í kúluvarpi og
hafnaði hann í 2. sæti í sínum
flokki, kastaði 10,10 metra. Hann
varð einnig í fjórða sæti í 100
metra hlaupi á 14,09 sekúndum.
Þátttaka þeirra í mótinu var liður í
undirbúningi
þeirra fyrir
Evrópu-
meistara-
mót
fatlaðra sem
fer fram í
Espoo í 1
Finnlandi W
um miðjan
ágúst. Þar
hefur Jón
Oddur tvo titla
að verja.
"V
V
\Æ
«S
Sheringham
elstur í
úrvalsdeild
Teddy Sheringham hefur
ffamleitt samning sinn við West
Ham um eitt ár til viðbótar og því
Ijóst að hann snýr aftur í keppni
þeirra bestu í Englandi á næstu
leiktíð. West Ham unnu sér sæti í
úrvalsdeildinni núna í vor, með
sigri á Preston í úrslitaleik
umspOskeppninar um siðasta
lausa sætið. Sheringham spiiaðj
ekki í leiknum en skoraði 20 mörk
á leiktíðinni. Hann er 39 ára
gamall og spannar
atvinnumannaferill hans tvo
áratugi. Hann hefur , • - -
leikið með Millwall, | ^ V
Nottingham Forest, P
Manchester United1 A
og Tottenham í efstu
deild í
Englandi.
Hann
Smicer á leið
til Bordeaux
Tékkinn Vladimir Smicer, sem
leikið hefur með Liverpool
undanfarin misseri, er á leiðinni til
Bordeaux í Frakklandi ef marka
má breska {jölmiðla. Þessi 32 ára
landsliðsmaður fékk að vita í vor
að hann væri ekki í
framtíðaráætlunum liðsins en
hann var í liði Liverpool sem vann
meistaradeild Evrópu nú í vor.
Samkvæmt fregnum mun hann
gangast undir læknisskoðun í dag
og ef hann stenst hana skrifar
hann undir tveggja ára samning.
Benitez reyn-
ir við Reina
Rafael Benitez, stjóri Liverpool,
hefur viðurkennt að hann hafi
áhuga að fá Jose Reina, markvörð
Villareal, til Uðs við félagið. Talið
er að Liverpool þurfi að borga átta
milljónir punda fyrir Reina, sem er
22 ára gamall. Hann mun þó þurfa
að hafa hraðar hendur því
Liverpool hefúr leik í
meistaradeild Evrópu þann 6. júlí
næstkomandi. Ef Reina gengi til
liðs við Liverpool yrði hann sjötti
Spánverjinn tíl að ganga til liðs við
félagið síðan Benitez tók við því.