Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Blaðsíða 23
DV Sport r Carlsbergmótinu í Toyotamótaröðinni lauk í gær Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Heið- ar Davíð Bragason úr golfklúbbn- um Kili sigruðu á Carlsbergmót- inu í Toyotamótaröðinni í golfi, sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. RagnhOdur hafði þó nokkra yfirburði en átta höggum munaði á henni og Önnu Lísu Jó- hannsdóttur sem varð önnur. „Þetta gekk vel hjá mér og ég er auðvitað ánægð með þetta. Ég var stöðug og náði að spila f/ hringina án þess að gera þ mörg mistök. Sérstak- lega var síðasti hringur- inn góður hjá mér, en þá spilaði ég á einu höggi undir pari.“ Samtals lék Ragn- hildur á sex högg- um yfir pari vall- arins var töluvert á undan næstu kepp- endum. Á eftir Önnu Lísu í öðru sæti var Tinna Jóhannsdóttir á sautján höggum yfir pari og fjórða varð Þórdís Geirsdóttir á tuttugu og þremur höggum yfir pari. Heiðar Davíð sagðist að vonum ánægður með sigurinn. „Ég var að spila gott golf og náði að vera jafn og fínn í púttunum, en þau voru svolítið að stríða á fyrstu hringj- unum. Ég reyndi að laga það áður en ég lagði af stað í síðasta hringinn. Aðstæð- urnar voru líka svolítið erfiðar, eins og alltaf hér í Eyjum, en þetta var mjög gaman og von- ég byggt á þessu á næstu mótum.“ Heiðar Davíð endaði á fimm höggum undir pari vallarins sem verður að teljast góður árangur. Sigurpáll Geir Sveinsson, úr Kili, var í öðru sæti sex höggum á eftir Heiðari og Magnús Lárus- son, sem spilaði vel framan af en gaf svo eftir á síðasta hringnum, varð þriðji. -mh i högga forskot d næsta keppanda. Heiöar Davio lauk keppni áfimm undir part. íslensku atvinnukylfingarnir í eldlínunni Birgir Leifur og Ólöf María að spila vel Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir, íslensku at- vinnukylfingarnir, voru í eldlínunni um helgina, en Birgir Leifur varð í 30. sæti á móti í Esbjerg í Danmörku og Ólöf María í 41.sæti í Frakklandi. Birgir var sáttur með spila- mennsku sína. „Ég var ánægður með mína spilamennsku. Ég var nokkuð stöðugur og náði að spila vel við hrikalega erfiðar aðstæð- ur, en það var mjög hvasst og rennslið á flötunum mikið." Birgir sagðist vera á góðri leið núna, en hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á öllum mótunum sem hann hefur tekið þátt í að undanl „Þetta lítur vel núna. renni bara að taka e högg í einu og hugsE um sjálfan mig. Það hentar mér best því það er ekki hægt að vera velta sér upp úr því hvernig keppninautarnir leika." Ólöf María spil- aði síðasta hringinn á pari og lauk keppni á fimm höggum yfir pari. „Ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurð- inn, því það er það sem maður reynir alltaf að gera. Ég var líka nokkuð sátt við spilamennsk- una í heild sinni lægð síðustu tvær vikur. Von- andi verður þetta til þess að ég kemst á beinu brautina." ' ASkRiFT; 515 6100 | WWW.ST002.iS | SKÍFAN i OC VODAFONE Eftir margra mánaóa vinnu, rifrildi. tár og gleði ráóast úrslitin í The Block. Hver skilar af sér fallegustu íbúðinni? THE BLOCK — URSLIT í kvöld kl. 21:20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.