Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Qupperneq 32
32 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ2005 Menning DV Menn, ísbirnir og hreindýr til umfjöllunar hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu Um mörk mennskunnar „Þetta eru tvö stutt leikrit eöa ör- verk eftir Sigurbjörgu Þrastardótt- ur rithöfund. Mjög skemmtileg verk og ýmsu er velt upp. Hvað gerist þegar ísbjörn og stelpa eru föst á umboðsskrifstofu?" segir Elma Lísa Gunnarsdóttír, leikkona sem nú æfir sem mest hún má með Hafnarfjarðarleikhúsinu. Frumsýning verður á miðvikudag- inn og er það Hilmar Jónsson sem leikstýrir. Annað verkið heitir „ís- björn óskast" og hitt „Hreindýr". Fólk og dýr virðast þannig vera umfjöllunarefnið. Eima Lísa segir athyglisverðar spurningar af heimspekilegum toga vakna og þarna sé meðal annars ver-ið að kryfja hvar mörk mennskunnar •iggja. Sýningin er í tengslum við menn- ingadagskrána Bjarta daga sem haldnir eru ár hvert í Hafnarfirði. Að sögn Elmu Lísu hefur verið æft stíft, hratt og örugglega. „Þetta er frekar hrá sýning og minna lagt í umgjörðina. Hér er það innihaldið sem skiptir máli. Bara aftur til upp- runans." Aðeins verða þrjár sýningar á þessu verki en leikarar eru Elma Lísa, Jón Páll Eyjóifsson og Erling Jóhannesson. Elma Lísa upplýsir að þegar hafi verið lögð drög að verkefnadag- skrá Hafnarfjarðarleikhússins fyrir næsta leikár en þrjú verk verða sett upp næsta vetur. Bókin á náttborði fótboltakappans Röddin eftir Arnald Tryggvi Guðmunds- son, FH „Auðvelt að svara því. Röddin eftir Arnald Indriða- son. Ég átti hana alltafeftir, hana og Kleifarvatn sem er svo næst á dagskrá. Búinn að lesa allt annað eftir hann. Arnaldur er brill- ant. Klassabækur sem hann skrifar.“ Da Vinci lykillinn Auðun Helgason, FH „Bókin á náttborðinu, eða reyndar I kassanum, og hefur verið þar lengi, í margar vik- ur, er þessi frægi lykill;Da Vinci lyk- illinn. Ég hefstað- ið í flutningum, við erum að koma okkur fyrir, og konan skilur ekki að ég sé ekki búinn að rífa upp kassann og Ijúka lestrinum þvl ég er kominn ansi langt. Allur eltingarleikur er að klárast og spennan í hámarki. Ég ætla að klára hana á allra næstu dög- um. Ég les ekki mikið en maður tekur skorpur." Queer Eye for the Straight Guy-bókin Björgólfur Takefusa, Fylki „Ég náttúrulega les mestmegnis skólabækur. En það hittist reyndar þannig á að Queer Eye for the Straight Guy-bók- in er á náttborðinu einhverra hluta vegna. Ég hefekkert lesið í henni en var gefin hún affrænda mínum og mág- konu. Skilaboð? Þá hvort ég eigi að vera eitthvað meira metrósexúal? Ég vona ekki. Ég er ánægður með minn fótbolta- stíl." Da Vinci lykillinn Gylfi Einarsson, Leeds „Ohhh, bíddu við. Ég er ekki að lesa neina í augnablik- inu.Ensíðastabók- in sem ég las var Da Vinci Code. Mér fannst hún helvlti góð og bíð spenntur eftir myndinni. Ég les mikið I kringum jólin. Og efég grip I góða bók læt ég hana ekki frá mér fyrr en hún er búin. Mér finnst gaman að lesa ævisögur og svona en það er engin I sigtinu núna sem er." Digital Fortress Brynjar Björn Gunnarsson, Watford „Ég byrjaði fyrir löngu á Digital Fortess eftir Dan Brown og hún erí gangi hjá mér núna. Reyndar langt síðan ég opnaði hana. Ég las þetta írútunum á tímabili. Iútileikjum og á hótelum. Annars er ég ekki duglegur við að lesa. Já,já, Dan Brown er góður. Ég heflesið Da Vinci Code. Hún var mjög góð og athyglisverð." Gísli Örn Garðarsson leiðir lesendur DV í allan sannleika um Cirkus Cirkör, ein- hvern öflugasta sirkus heims sem verður með sýningar í Borgarleikhúsinu alla þessa viku. Þar þrífast allra þjóða kvikindi undir sænskum fána. Smlmr sirkus s ksims- mæMarSa kmr „Já, Cirkus Cirkör var okkur innan handar við uppfærsluna á Rómeó og Júlíu. Og svo núna Voyzek," segir Gísli öm Garðarsson hjá leikhópnum Vesturporti sem heldur betur hefur verið að slá í gegn að undanfömu, einmitt með sirkusskotnum leiksýningum. Cirkus Cirkör sýnir 99% UNKNOWN á Stóra sviði Borgarleik- hússins aUa næstu viku og byrjar veislan annað kvöld. Þessi sirkus var reyndar hér á ferð árið 2001 í Laugar- dalshöll og þá mætti hvorki meira né minna en eitt prósent þjóðarinnar. Þannig að fyrirbærið er ekki óþekkt hér á landi. „Óviðjafnanlegt undraferðalag um leyndardóma heilans - fjölleika- hús, ópera, söngleikur, dans, leikhús og miklu meira en það - enda eiga gagnrýnendur ekki nægilega sterk orð til að lýsa upplifuninni," segir Sigrún Valbergsdóttir hjá Borgarleik- húsinu og sparar hvergi til þegar hún lýsir dásemdum Cirkus Cirkör. Sirkus á heimsmæli- kvarða Gísli Örn dregur svo sem ekki úr þessum há- stemmdu lýsingarorðum og segir þarna meistara Gísli Örn Garðarsson Þekkir vel til Cirkus Cirkör en sirkus- inn var Vesturporti innan handar með uppfærsluna á Rómeó og Júlfu og nú á ferð. „A heimsmælikvarða. Algjör- lega. Sá sem hefur gaman af sirkus ætti ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Ég ætla í það minnsta. Eg hef ekki séð þessa tilteknu sýningu. Sum atriðin sem maður sér hjá þeim eru eins og þau verða best á þessu sviði. Þetta fyrirbæri er svona evrópska út- gáfan á Cirque du Soleil eða Sólar- sirkusnum í Kanada sem er stærsti sirkus í heimi - veltir miiljörðum." Cirkus Cirkör er staðsettur í Sví- þjóð, siglir undir sænskum fána, en þarna eru allra þjóða kvikindi að sögn Gísla Arnar. „Þetta virkar eins og leiklistarskóli og menn sækja þangað í nám. Mér skilst að nú orðið geti menn útskrifast með háskóla- próf í sirkusfræðum.Og þangað sækja margir sem eru mjög færir fyrir. Svo eru alltaf ein- hverjar sýningar í tengslum við þetta dæmi allt." Einstök atriði alveg mögnuð Gísh Örn segir Cirkus Cir- kör með mjög góða að- iöu í Svíþjóð enda styrktir Cirkus Cirkör Gisli Örn segirsum atriðihjá þessum sirkus það besta sem sjáistá þessu sviði. veglega af rikinu. Þetta er tíu ára fyrirbæri sem vaxið hefur gríðarlega hratt. List Cirkus Cirkör eru skil- greind sem nýsirkus. Gísli Örn segir eitt áberandi einkenni þess að í slík- um sirkusum séu engin dýr. „Menn eru settir í afgerandi bún- inga og tengja sig leikhúsi með ýmsum hætti, til dæmis með lýsingu. Svo er reynt að búa til konsept í kringum sjóið. En það sem ég hef séð, til dæmis hjá Sólarsirkusnum, þá hefur þeim tekist mjög misjafh- lega upp. Einstök atriði eru alveg mögnuð en rauði þráðurinn getur týnst niður. Stundum skilur maður ekki alveg hvað verið er að fara. En engu að síður er þetta það besta sem gerist í sirkus." Gísli Örn segir alia hópa, hversu færir sem þeir eru, gera misjafhar sýningar. „En Cirkus Cirkör hefur verið mjög lofaður fýrir það sem hann hefur gert." Mikiö fjör við opnun í vinnustofu Tolla Tolli mokar út málverkum Sveinn Rúnar Hauks- son Þessi dáði heimilis- læknir lét sig ekki vanta. Á föstudaginn var Tolh með opnun í vinnu- stofu sinni risastórri úti á Seltjamamesi. Opn- unin er í tengslum við menningardaga Seltjarn- amesbæjar og í boði Bónuss. Það eitt segir sitt. Opnunin var ákaflega alþýðleg, troðfuht af fólki og mikil stemning. Einar Már Guðmundsson flutti ljóð, Bubbi Morthens sté á stokk og heiðr- aði stóra bróður og síðan léku Papamir af miklu fjöri. „Alveg yndislegir," sagði Bubbi sem söng hástöfum og dansaði með vinum sínum í þjóð- lagarokksveitinni. í stað rauðvínsglundursins sem einkennir myndlistaropnanir var boðið upp á kók, snakk og ídýfur. Enda Tohi gegnheih AA-maður og Bakkusi var ekki boðið. Einar Kárason rithöfundur, sem þarna var staddur, sagði í samtali við blaðamann að það væri dæmigert fyrir Toha að þrátt fyrir fjölda gesta var þar fátt manna úr „intelhgensíunni" svokall- aðri. Og við fjölmörg verkanna var kominn lítilL rauður punktur sem þýðir selt verk. Tolli bók- staflega mokaði verkunum út, seldi og seldi. Ánægður listamaður Kajak ferð Tolla um Vestfirðina er augljós áhrifavaldur og féllu verkin I góðan jarðveg. Litagleði og landslag Eitt verkanna á sýningunni. Rauðu deplarnir við myndirnar voru margir og Tolli seldi málverk í stórum stíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.