Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2005, Side 39
IW Síðasten ekkisist MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ2005 39 Endurskoðun stjórnarskrárinnar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Tilkynnir um ákvörðun slna að stað- festa ekki fjölmiölafrumvarp rlkis- stjórnarinnar. Líklegtþykir að breyt- ingar á stjórnarskrá snúi að embætti forsetans. DV-mynd G/AI Pólitískt ástand mála hjá Fram- sóknarflokknnm og Halldóri Ás- grímssyni persónulega er heldur bágborið þessa dagana. Ekki er þó öll von úti enn. Endurskoðun stjóm- arskrárinnar átti að vera Framsókn- arflokknum lyftistöng og rós í hnappagat Halldórs Asgrímssonar; undir hans forystu skyldi stjómar- skráin endurskoðuð. Enn er von í þessu efni, þó að fyrri tilraunir til endurskoðunar gefi ekki tilefni til bjartsýni. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur aldrei verið til lykta leidd og margendurtekin endurskoðun á kaflanum um kjör- dæmaskipan og kosningar hefur verið illa unnin. Takist endurskoð- unin verður það Framsóknarflokkn- um til framdráttar, mistakist hún verður það enn eitt dæmið um mis- heppnaða forsætisráðherratíð Hall- dórs Ásgrímssonar. Hér er því til mikils að vinna. Umræðan að byrja Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra er formaður stjómarskrár- nefndar, en í henni sitja fulltrúar allra flokka. Stjómarskráin er of mik- ilvæg til að stjómmálamenn makki um hana bak við luktar dyr og því var það góðs viti að stjómarskrár- nefndin bauð á laugardaginn full- trúum frjálsra félagasamtaka til að Birgir Hermannsson skrifar um áform yfir-í valda um að breyta stjómarskránni. Kjallari Það er Ijóst að sjálf- stæðismenn vilja af- nema málskotsrétt forsetans leggja orð í belg. Ýmis sjónarmið komu þar fram og ljóst að umræðan er rétt að byrja. Það er ekkert laun- ungarmál að endurskoðunin nú er til komin vegna pólitískra deilna um synjunarvald forsetans og forseta- embættið almennt. Miðað við um- ræðuna á laugardaginn verður nefndin einnig að h'ta til mannrétt- indakafla stjómarskrárinnar og gera á honum einhverja bragarbót, þó að það hafi ekki staðið til í upphafi. Þetta flækir auðvitað máhð, en hjá því verður ekki komist. Staða þjóð- kirkjunnar er einnig mál sem ekki er hægt að ýta á undan sér endalaust, þó strangt til tekið sé hægt að breyta þessu sérstaklega og án tillits til ann- arra þátta stjómarskrárinnar. Kjör- dæmaskipan og ójafn kosningarétt- ur landsmanna er brýnt úrlausnar- efni, enda nýtur núverandi skipan lítils stuðnings annarra en þing- manna úr landsbyggðarkjördæm- um. Þjóðaratkvæðagreiðslur Ekki er að búast við neinum rót- tækum breytingum á stjómskipun landsins við þessa endurskoðun. Þó að margir vilji skerpa á þrískiptingu ríkisvaldsins er hklegra að þingræðið verði fest í sessi með núverandi formi. Staða ríkisstjómarinnar verð- ur skýrð og gert ráð fyrir að hún njóti stuðnings á Alþingi. Ekki er heldur að búast við róttækum breytingum á stöðu forsetans, þó að orðalagi verði breytt verulega. Sjálfsagt verður rifist um orðalagið, en forsetaembættið á sér mikinn stuðning meðal almenn- ings og því verður ekki breytt svo auðveldlega. Skipun Hæstaréttar- dómara er hitamál, en Framsóknar- flokkurinn og stjómarandstaðan em augljóslega ósátt við núverandi skip- anmála. Það sem valda mun mestum deil- um er spumingin um þjóðarat- kvæðagreiðslur, en þar sitja deilur síðastiiðins sumars í mönnum. Um þjóðaratkvæðagreiðslur var htið rætt á fundinum á laugardaginn, en þó kom þar fram hefðbundin tortryggni margra stjómmálamanna við slíkar atkvæðagreiðslur. Það er ljóst að sjálfstæðismenn vilja afnema mál- skotsrétt forsetans, þó að ekki sé nægilega ljóst hvað þeir bjóði í stað- inn. Um þetta verður deÚt í nefiid- inni og fróðlegt að fylgjast með því hvaða afstöðu Framsóknarflokkur- inn tekur í málinu. Málamiðlun get- ur ekki orðið nema með verulegri rýmkun á rétti almennings til að kreíjast atkvæðagreiðslu. Almenningur er vakandi! Eftir atburði síðasthðins sumars er ljóst að almenningur skilur mikil- vægi málskotsréttarins og mun ekki sætta sig við aö hann verði afhuminn nema auðvelt verði að knýja fram at- kvæðagreiðslu um mál með öðrum hætti. Það er einnig ljóst að veruleg- ur stuðningur er við þjóðaratkvæða- greiðslur og aukið vægi þeirra í ís- lenskum stjómmálum. Stjómar- skrámefndinni dugir því ekki að ná málamiðlun innbyrðis ef sllk mála- miðlun hefur htinn hljómgrunn meðal almennings. í staðinn fyrir málamiðlun sem ailir geta staðið að gæti því þurft að koma til uppgjörs í nefndinni um ákveðin atriði. Hér mun reyna á Framsóknarflokkinn. Stendur hann sig eða stendur hann sig ekki? Sandkorn Kristján Guy Burgess • Formaður einka- væðingamefndar, Jón Sveinsson, lög- fræðisérfræðingur Halldórs Ásgríms- sonar og Framsókn- arflokksins var spurður að því á fundi fjárlaganefndar í síðustu viku hvort hann hefði vitað af því að Skinney-Þinganes hefði verið helm- ingseigandi að félaginu Hesteyri sem var notað í flétm S-hópsins til að eignast Búnaðar- bankann. Jón sagð- ist ekki hafa vitað annað en tilkynnt var tii nefndarinnar. Það hlýtur að þýða að kínamúrar á lög- fræðistofu hans séu sterkir því lög- maður Hesteyrar og Skinneyjar- Þinganess, Garðar Garðarsson, rek- ur stofu með Jóni. • Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík virðist í miklum ham þessa dagana og hefur ákveðið að hefja kosninga- baráttuna tíman- lega. Til marks um það hefur flokkurinn þegar tryggt sér þjónustu eins besta ljósmyndara lands- ins,AraMagg, tilað taka myndir af fram- bjóðendum. Þetta er lúmskur leikur því í síðustu kosn- ingum notaði R-hstinn Ara til að taka myndir af sínum frambjóðend- um með góðum árangri. • Á föstudagskvöldið safnaðist fína fólkið á íslandi saman á tískusýn- ingu Mosaic í Skautahöhinni í Laugardal. Ekki sáust öh frægu nöfn- in sem búin voru að boða komu sína en engu að síður var mikið af lykilfólki úr breskum tískuheimi. Dóttir Ringos Starr, Lee var þama en hvorki Dav- id Beckham né Victoria kona hans létu sjá sig, ungum aðdáendum sem biðu fýrir utan, til mikilla von- brigða. ' ■ I Hægur f.æ9ur <-“)vindur vmJur ■S Ámcrgurti ' Ýv,,\ \ ♦ * -s.S. ''J ' . ,, ' ^ **** Ch Njótum góðviðrisins því á morgun kemur lægð úr austri. Þó er útlit fyrir að fólk á vesturhelmingi landsins sleppi við rigninguna enn um sinn. Athygli vekur að leita þarf norður á Raufarhöfn til að finna lægri hita á Islandi en er í Kaup-mannahöfn. r+15 Hæ vindur Hæaur vindur (^'’VÍtagur vindur ■y j Hinn J|Igg§JggJl V \Qd> Hægur vindur +14 lægur vindur Hægur . " > 'y vindur 12 París 21 Alicante 27 15 Berlin 15 Mílanó 22 19 Frankfurt 20 NewYork 21 16 Madríd 25 San Francisco 21 17 ■ : : 23 Orlando/Flórída 32 Sólarupprás (Reykjavík Reykjavlk s 0259 2358 • Forstjóri Mosaic, Derek Lovelock var þarna ásamt Jóni ÁsgeiriJóhann- essyni. Lovelock ferðaðist um á fín- um bíl með skyggð- um rúðum, sem þýddi að hann vakti athygli ljós- myndara sem héldu að David Beck- » ham væri í bflnum. Á föstudaginn hófst eltingarleikur sem endaði við KB banka þegar ljósmyndar- inn komst að því að ekki var frægari maður en Lovelock í bflnum. m • Á föstudaginn, þjóðhátíðardaginn, fer Sirkus í loftið. Þá birtist nýtt tímarit sem Sigtryggur Magnason og Anna Margrét Bjömsson ritstýra. Þá hefjast líka útsendingar sjónvarpsstöðvar sem Ámi Þór Vigfússon hefur verið að undirbúa. Kvöldþátturinn sem Guðmundur Stein- grímsson verður í aðalhlutverki, fer þá líka af stað og verður spennandi að sjá hvernig þátturinn rennur ofan í lands- menn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.