Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Síða 4
4 FIMMTUDAOUR 23. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Fjögur ungmenni gengu berserksgang í Seláshverfi aðfaranótt mánudags.
Skemmdu fimm bíla áður en þau stálu einum þeirra og keyrðu upp í Heiðmörk þar
sem þau kveiktu í honum. Þrjú þeirra hafa játað, en fjórða er enn leitað. Fórnar-
lömbin fá ekkert út úr tryggingunum og gætu því þurft að borga brúsann sjálf.
Varðhald
morðingja
framlengt
í gær var gæsluvarð-
hald yfir banamanni Sæ-
unnar Pálsdóttur framlengt
til 8. júlí. Á mánudag voru
liðnar þrjár vikur síðan mál
Magnúsar Einarssonar var
dómtekið í Héraðsdómi
Reykjaness en ekkert örlar
á niðurstöðu dómaranna
þriggja sem dæma málið.
Venjaii er sú að dónjarar
kveði upp úrskurð sinn
innan þriggja vikna í jafn
alvarlegum málum og um
ræðir. Búast má við niður-
stöðu á allra næstu dögum.
Ákæruvaldið krafðist þess
að Magnús fengi minnst
átta ára fangelsisdóm.
Jafningja-
fræðslunni
borgið
„Við erum alveg ótrú-
lega glöð, okkur líður eins
og sigurvegurum,“ segir
Unnur Gísladóttir, ein af
framkvæmdastjórum Jafn-
ingjafræðslunnar. Jafn-
ingjafræðslunni er loks
borgið en hún fékk styrk frá
Reykjavíkurborg í gær til
þess að starfrækja vetrar-
starf og í því framhaldi fullt
sumarstarf árið 2006. Jafn-
ingjafræðslan fékk ekki
styrk ffá borginni í ár og
þurfti því að vinna með
aðeins tvo starfsmenn en
15-16 sumarstarfsmenn
hafa verið þar undanfarin
ár.
Halldór hagn-
ast á Skinney
HalldórÁsgrímsson for-
sætisráherra og fjölskylda
hans munu njóta tæpra
fjögurra milljóna króna í
formi arðgreiðslna frá
Skinney-Þinganesi á
Hornafirði. Skinney-Þinga-
nes skilaði rúmlega 1,1
milljarði króna í hagnað á
síðasta ári og var ákveðið á
aðalfundi félagsins þann
15. júní síðastíiðinn að
greiddur yrði 10% arður til
hluthafa. Forsætísráðherra
og fjölskylda hans eiga um
35% hlut í fyrirtækinu. Um
er að ræða talsvert bætta
afkomu frá árinu 2003.
upp á fólk, sem hefur lifað í vellyst-
ingum allt sitt líf, eyðileggja mögu-
leika hins almenna borgara til að
verða ríkur á heiðarlegan hátt. Svart-
höfði vill fá sínar 46 milljónir fyrir
hlutinn, minna má það ekki vera á
þessum síðustu og verstu tímmn.
Svaithöföi
Aðfaranótt mánudags stjálu fjögur ungmenni bíl af bflastæði við
gatnamót Selásbrautar og Brekknaáss og keyrðu hann upp í
Heiðmörk. Þar kveiktu þau í bflnum. Lögreglan náði þremur
þeirra á hlaupum. Þau hafa viðurkennt verknaðinn. Fjórða ung-
mennisins er enn leitað. Ungmennin eru grunuð um að hafa
skemmt fimm aðra bfla í Seláshverfí sömu nótt.
„Bíllinn var ekki f kaskó og þess
vegna borga tryggingarnar ekkert
nema geisladiska og aðra lausamuni
sem voru í bílnum," segir Einar Páll
Eggertsson eigandi bílsins sem ung-
mennin stálu og kveiktu í aðfaranótt
mánudags. Ungmennin þrjú sem
löggan náði á hlaupum, tveir sautján
ára piltar og fimmtán ára stúlka, ját-
uðu verknaðinn í yfirheyrslum og
hefur nú verið sleppt. Fjórða ung-
mennisins er enn leitað.
Ber tjónið sjálfur
„Það var ekkert eftir af honum,"
segir Einar sem fór sjálfur upp í Heið-
mörk og fjarlægði bílflakið. „Já, ég tók
hann sjálfúr. Lögreglan bauðst til að
gera það, en þá hefði ég fengið reikn-
ing.“ í staðinn fór Einar með bílinn á
málmendurvinnslustöð og fékk
fimmtán þúsund krónur fyrir brakið
af 500 þúsund króna bflnum sínum.
Allar líkur em á að það verði einu
peningamir sem hann fær út úr þessu
tjóni.
Ámi Gunnarsson, yfirmaður
tjónadeildar Sjóvár-Almennra stað-
festir að Einar fái ekkert út ilr trygg-
ingum. „Ábyrgðartryggingin er fyrst
og fremst hugsuð fyrir þriðja aðila,
kaskótrygging er hugsuð fyrir atvik af
þessu tagi.“ Þar sem Einar var ekki
með bílinn í kaskó fær hann því ekk-
ert. Eini möguleiki hans til að fá bílinn
bættan er að kæra skemmdarvargana
og fara fram á bótakröfu. „Það getur
auðvitað tekið langan tíma og svo er
aldrei að vita hvort þau borgi," segir
Einar sem er ekki bjartsýnn á að fá
tjónið bætt. „En auðvitað reynir
maður."
í brotajárn Einar Páll Eggertsson seldi
brunarústirnar í málmendurvinnslu og fékk
fimmtán þúsund krónur. Bíllinn varmetinn á
hálfa milljón.
Mælaborðið mölvað
Einar skildi bílinn sinn eftir á bíla-
stæði við gatnamót Selásbrautar og
Brekknaáss þessa nótt eins og oft
áður þegar hann fer að vinna. Þó-
nokkuð hefur verið um að bílar á
þessu bílastæði hafi verið skemmdir í
skjóli nætur. Vinnufélagi Einars,
Ragnar Páll Aðalsteinsson, skildi bíl
sinn eftir sömu nótt og Einar. Þegar
hann kom til baka hafði verið brotist
inn í bflinn, hliðarrúður brotnar,
mælaborðið var í maski og lausa-
munum hafði verið stolið.
Skemmdarverk Miklar skemmdir voru
unnará bHRagnars Páls Aðalsteinssonar.
Blllinn er líklega ónýtur.
„Þetta er mikið tjón og ég efast um
að það borgi sig að gera við bflinn,"
segir Ragnar, en þetta er annar bfllinn
sem er skemmdur fyrir honum í vetur
á þessu sama bflastæði.
johann@dv.is
Innbrotafaraldur
Margir bílar hafa verið
skemmdir og úr þeim
stolið á þessu bíla-
stæði að undanförnu.
heiltf bfl Einars Páls Eggerts-
sonar. Fjögur ungmenni stálu
honum og kveiktu f að lokum
aðfaranótt mánudags.
Ég vil fá mínar 46 milljónir
Svarthöfði er rfkur maður. Svart-
höfði á falleg böm og það er mat
flestra að Svarthöfða beri af öðmm
konum. Svarthöfði verður þó seint
talinn rflcur í peningum talið. Svart-
höfði hefur aldrei makað krókinn á
kunningsskap við ráðamenn en
hann datt þó í lukkupottinn fyrir
mörgum árum. Þá var Svarthöfða
boðið að gerast stofnfjáreigandi í
Sparisjóði Hafnarfjarðar. Svarthöfði
er ekki mikið fyrir ævintýramennsku,
fetar yfirleitt veg hins fyrirsjáanlega
en þessu tilboði gat hann ekki hafh-
að. Með því að gerast stofnfjáreig-
andi fyrir h'tinn pening komst Svart-
Svarthöfði
höfði í hóp mætra manna í Hafnar-
firði. Svarthöfði taldi sig heldur betur
vera kominn í feitt. að vera í slagtogi
við ekki minni menn en Mathiesen-
ættina gat ekki annað en verið gott.
Síðan þá hefur Svarthöfði fylgst
með Sparisjóðnum dafna eins og
blóma í eggi. Það kom því Svart-
höfða ekki á óvart þegar DV birti
frétt af því í gær að einhverjir menn
vildu kaupa bankann. Það sem kom
þó Svarthöfða skemmtilega á óvart
var að hann gat orðið moldrflcur á að
Hvernig hefur þú það?
(„Ég hef það Ijómandi, “segir Snorri Ásmundsson iistamaður.„Sumarið er komið og ég er
mikiö sólskinsbarn. Ég fæ sérstaka orku úr sólinni. Það er veriö aö reyna aö espa mig í að
verða alþingismaður og það er jafnvel inni í myndinni að ég verði forsætisráðherraefni
Vinstri hægri snú. Ég er að íhuga það mál en samt er svo yndislegt að vera listamaður
selja stofnféð sitt. Svarthöfði var
hálfþartinn farinn að sjá Landcruis-
erinn í hlaðinu hjá flotta einbýlis-
húsinu í Firðinum í hillingum.
Svarthöfði var því ekki ánægður
þegar hann komst að því að
Mathiesen-klflcan vildi ekki selja
sinn hlut. Það er óþolandi að horfa
„Þetta er mikið tjón og
ég efast um að það borgi
sig að gera við bílinn."
Ungmenni stnlu,
skemmdu ng brenndu híl