Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2005, Qupperneq 31
DV Fréttir FIMMTUDACUR 23. JÚNÍ2005 31 Nasser kjörinn fyrsti forseti Egyptalands Þennan dag árið 1956 var Gamal Abdel Nasser kjörinn forseti Egypta- lands með 99.95% atkvæða. Nasser var fyrsti forseti Egyptalands eftir að það varð lýðræðisríki, en hann steypti egypsku konungsfjölskyld- unni af stóli nokkrum árum áður. í kjölfar þess að Nasser var kjörinn forseti var landið gert að eins flokks kommúnistaríki þar sem flestir lutu múhameðstrú. Nasser nam við kon- unglega herskólann og útskrifaðist sem liðsforingi árið 1938. í síðari heimstyrjöldinni var Nasser her- maður í Súdan. Þar stofnaði hann byltingarsamtök sem höfðu það að markmiði að steypa egypsku kon- ungsfjölskyldunni af stóÚ. Árið 1954 tókst Nasser, bak við tjöldin, að koma Naguib konungi frá völdum og tók sjálfur völdin. Ári eftir kjör sitt lenti Nasser í deilu við Bandaríkin og Bretland sem gerði það að verkum að þessi ríki neituðu að fjármagna stíflu sem byggja átti í ánni Níl. Nasser sölsaði þá undir sig Suez-skurðinn, sem var í eigu Frakka og Breta, og hugðist taka gjöld af skurðinum til að greiða fyrir stífluna. ísraelar, Bretar og Frakkar brugðust við með því að ráðast á Egyptaland og taka Suez- skurðinn yfir. Sovétríkin og Samein- uðu þjóðirnar neyddu ísraela, Frakka og Breta til að hörfa og Eg- yptar fengu Suez-skurðinn. í dag Þennan dag, árið 1962 gengu andstæðingar herstöðva á landinu frá Hvítanesi í Hvalfirði til Reykjavíkur á tveimur dögum . Nasser var 18 ár í embætti og var vinsæll hjá þjóðinni, hann bætti efnahag og stjórnmálaástand Egyptalands til muna. Eftirmaður Nassers var Anwar el-Sadat. Ur bloggheimum Vangaveltur „Klukkan er að detta á mið- nætti á stefnumóti föstu- dags og laugardags. Haus- inn ámér stendur ca 30 cm upp úrjörðinni inni á Kofa Tómasar Frænda. Ein kolla mér við hlið og sömuleiðis pælingabók- in mfn. Vitiði hvaö það ergottaö geta komið heim til sín eftir 10 mánaða fjarveru. Reyndar 2 vikur um jólin I landsliðspakka. Ég dett á kaffítárið og Sólon til skiptis og hitti vitleys- inga vini mlna og alls kyns fólk sem maður pikkar upp eða er pikkaður upp vegna sömu bylgjulengdar. Ufið einfaldast ótrúlega þegar litið er á það sem leit, frjálsa og fallega. Þegar hula sjálfsefans, heimskunnar, samanburðar, samkeppni er látin falla opnast heimurinn og fólk eins og ég og þú, leitandi fólk, kemur inn I líf manns og kennir manni eitthvað nýtt og tekur hugsanlega eitthvaö með sér llka." Ólafur Stefánsson - blog.central.is/melankoli Lemgo áfram f efstu delld „jæja djöfulsins klassi....við verð- um áfram I efstu deild á næsta ári I þýska boltan- um. Lemgo vann leikinn á móti minden þannig að viö erum safe og sleppum við umspilið. Þetta voru sannar- lega frábærar fréttir sem við fengum I gegnum internetið. Á sunnudaginn spiluðum við við Flensburg á útivelli en leik- urinn okkar kláraöist rúmum 15 mfnútum fyrir þeirra leik. Fjölmiðlagæjinn okkar var með lapparann sinn I stúkunni og þvl biðum við spenntir fyrir framan llive-tickerinni á heimasíðu minden en eins og áðursagðiþá vann lemgo með einu marki sem þeirskor- uðu á slðustu mínútu leiksins. Ansi strembini heimleiö I rútunni.....8 tlma stemmning sungið og trallaö. Næsta ár verðurþvi flott hjá okkur, ný höll og góður spenningur I að- standenum og ég fæ meira að segja smá launahækkun....sem fer í penthouse, loft eða mótorhjól." Markús Máni - markusmani.tk/ Ánægð með Dr. Gunna „ógeöslega góður pistill hjá dr.gunna um að allt sé orðið svo sjúklega persónulegt að launaleyndin sé eina ófallna vígið. hann varað tala umað allir vissu hvernig félagar þeirra væru snyrtirað neðan meðan laun eru ennþá tabú.persónu- lega finnst mér launaleynd vera heivítis krapp höfð til haga einungis til að halda launum þeirra sem hafa ekki munninn fyrir neðan nefið niðri. það versta er að efmaður segir svo frá laununum sínum getur maður verið rekinn." Beta Rokk - abuse.is/web/beta/ Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. .. óí-, í,- 1 ' • • , ' lr:,ý ■ ’ ' . ^ ' L r, ?" ' , - 'V'.. ’ ‘ - "v Blessaðar flugvélarnar Einar Ingvi Magnússon skrifar: Flugslys eru hlutfallslega fátíð miðað við fjölda flugvéla sem fara um loftin. Á hverjum degi og oft á dag fara vélar til og frá landinu all- an ársins hring og ár eftir ár. Vélar sem hlaðnar eru vörum og fjölda Lesendur farþega í hverri ferð. Það er farið í öllum veðrum á stórum og Qöl- mennum farkostum og til allrar hamingju eru stórslys nánast óþekkt. Ég er viss um að megin ástæðuna fyrir velgengni og far- sæld flugfélaganna megi rekja beint til blessunarbæna flug- hræddra farþega. Fjöldi flugfar- þega sem ferðast með flugvélum þjáist af flughræðslu. Margir þeirra eru það skelkaðir fyrir flug að þeir sitja í flugstöðvum og flug- vélum með spenntar greipar og biðja þann sem öllu ræður: Góði almáttugi guð, blessaðu flugvélina sem ég ferðast með, svo hún hrapi ekki. Blessaðu flugmennina, alla áhöfh og farþega svo við megum komast klakklaust á áfangastað. Þeir sem þjást af þesskonar ofsa- hræðslu sitja í spennu allt flugið þar til þeir eru lentir á áfangastað. Allan tímann eru þeir á bæn. Bæn- ir hafa mátt, svo velgengni flugfé- laganna má sannarlega að miklu þakka fjölda hinna flughræddu farþega, sem hafa lítið gaman af því að fljúga, en eru svo mikilvæg- ir farþegar fyrir flugfélögin og aðra farþega. Án efa sjá þeir að miklu um öryggið í háloftunum. Á kröftuglegan hátt hefur mátt- ur bænarinnar sýnt sig á farkost- um himnanna. Bara við gætum út- fært blessunarbænir okkar til fleiri umhverfisþátta í okkar daglega lífi. Vilhjálmur játaði brot sitt í viðtali við - •EHSIIF1 haldiö fram að SKL' "*! Vilhjálmur Vil- hjálmsson og Karl Filip hefðu fengið 1 ' jafnlangan laHi^^HlfflNlHl dóm í fíkniefliamáli jafíivel þótt Karl Filip hefði unnið með lögregl- Haldið til haqa unni en Vilhjálmur hefði þagað þunnu hljóði. Það er rangt því Vil- hjálmur játaði brot sitt við rann- sókn málsins. Ása Björk Ólafsdóttir spyr hvort einhver hafi tekið eftir þvl að helmingur mannkyns /j eru konur ; ‘J 1 Guöfræöingurir tn segir Konur og Jesús Hefurðu tekið eftir því að helmingur mannkyns er konur? Hvemig stendur þá á því að konur teljast vera minnihluta- hópur og komið er fram við þær sem slíkar? í Biblíunni eru tvær sköpun- arsögur. Þá síðari þekkjum við öll, þessa með rifbeinið, en í þeirri fyrri segir svo: Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu (1M 1:27). Því miður er margt fólk sem ekki þekkir þessa hlið á Guði. Guð skapaði okkur í sinni mynd, hann skap- aði okkur karl og konu! Hvernig stendur þá á því að enn í dag eru konur, af sumum, álitnar óæðri körlum? Hví fá konur lægri laun? Erum við svona nægjusamar? Erum við með svona góðar fyrir- vinnur? Sættum við okkur við þetta? Nei. Mörgum finnst jafnréttistal erfitt og sjá ofsjónum yfir jöfnum rétti sem verið er að berjast fyrir. Málið er ekki bara að konur öðlist jafítan rétt, heldur einnig að karlar öðlist jafttan rétt. Má hér nefna lög um fæðingarorlof, sem byggja á jöfnumTétti for- eldra tíl töku fæðingarorlofs. Jesús var ávítaður af sam- ferðakörlum fyrir að umgangast konur sem jafhingja. Það var hópur kvenna sem virðist hafa fylgt honum eins og karlarnir. Jesús vildi rétta stöðu kvenna í samfélaginu, en í gyðingdómi voru konur sem eign feðra, bræðra eða eiginmanna sinna. Þetta er bakgrunnur Jesú. Lestu orö Jesú Krists í guð- spjöllunum og hlustaðu með hjartanu. Þetta er ekkert flókið. 5 3 ui ‘S fN 2 2 '3 S QQ 2 C C 8 9 5 02 Maður dagsins Jafnrétti er málefni okkar allra Jafnrétti snertir okkur öll, er málefni okkar allra og við eigum að vinna að því saman „Ég held að ég hafi alltaf verið mjög jafnréttíssinnuð í víðum skilningi og með sterka réttlætiskennd. Eg hugsa að það hafi bara komið með uppeldinu," segir Sigrún Ósk- arsdóttir prestm í Árbæjar- kirku og formaður jafnréttis- nefndar kirkjunnar. „Það em að verða 14 ár frá því ég vígð- ist prests. Er ég lít til baka get ég ef til vill ekki bent á ein- hverja eina ástæðu fyrir því að ég ákvað að gerast prestur. Ég held að röð tilviljana hafi valdið því, tilviljanir sem ef til vill vom ekkert svo miklar til- viljanir þegar allt kom til alls. Ég var vígð til prestsþjón- ustu í Laugameskirkju, svo var ég f sjálf framkvæmda- stjóri æskuiýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmi. Ég flutti svo til Noregs en þar var ég í 6 ár við nám og starf. Það var mjög skemmtí- leg reynsla og sérstaklega fannst mér áhugavert að kynnast því hve kirkjan er mikið inni í allri umræðu í Noregi. Það var í raun alveg sama hvað var á döfinni hverju sinni, ldrkjan var alltaf með í umræðunni. Kirkjan þar er kannski ekki ein rödd en hún hefur skoðun á málefhum líðandi stundar og því sem snertir allt mannlíf. Það þóttí mér svo jákvætt og myndi gjaman vilja að væri einnig hér á landi. Ég hugsa að það að sjá hve kirkjan getur í raun og vem verið virk hafi svo skerpt mig og mína réttlætís- kennd mikið. Fyrir fjórum árum kom ég svo til baka og fékk þá prests- embættí við Árbæjarkirku. Ári síöar var mér svo boðið að taka þátt í jafnréttisnefhdinni. í fyrstu hikaði ég við það því mér fannst það svo stórt og mikið verkefni, en þegar ég hugsaði mig um, fann ég að þetta var eitthvað sem ég vildi nota mína krafta í. Þetta hefur verið mjög sterk og sýnileg nefrid, en Amfríður Guð- mundsdóttir, fyrsti formaður nefridarinnar ýtti svo hressi- lega við öllum jafnréttismál- um innan kirkjurmar. Ég held samt að við eigum alltaf að vera bæta okkur. Til að mynda kom fram í síð- ustu könnun sem við gerðum að um það bil helmingur kvenna í prestastéttinni telur að brotíð hafi verið á sér og svo verður að huga betur að réttindum samkynhneigðra. Mér þóttí einmitt mjög gaman að koma í Kastljós og ræða um jafnréttísmál með hann Sigur- finn mér við hlið. Hann er svo aftdráttarlaus og segir hlutina eins og þeir em án þess að pakka þeim í umbúðir. Sigrún Óskarsdóttir er prestur (Árbœjarkirkju °9 . jafnréttisnefndar kirkjunnar. Hún þykir hafa störfum sfnum, einkum málefnum sem snerta jafnréttisum una og fært kirkjuna nasr málefnum samfélagslns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.