Freyr - 01.08.1951, Blaðsíða 28
264
FREYR
og mætti gjarnan breyta þeim, enda eru
þau flest ekki gömul, svo þarna er engu
að tapa.
Ég þakka svo að lokum hr. P. G. fyrir að
hafa vakið máls á þessu stóra máli, ef það
mætti verða til þess, að hægt væri að
kveða niður þennan draug, sem vakinn
var upp laust eftir síðustu aldamót og virð-
ist ganga ljósum logum enn í dag. Vildi ég
óska, að hr. P. G. skipti um skoðun, eins
og nafni hans, Páll postuli forðum, og hann
gengi í lið með okkur, sem viljum kveða
niður drauginn.
Benjamín Sigvaldason.
II
Nokkur orð af tilefni.
Páll Guðmundsson birtir grein í nýjum
Frey um bæjanöfn. Grein þessi er rituð af
auðsýnilegu mikillæti og valdalátum. Höf-
undur telur upp 100 bæjanöfn, sem hann
kallar afkáraleg og kjánaleg, og kveður
vera arf frá „hinum mesta niðurlægingar-
tíma, sem þjóð vor hefir lifað“; það sé
eftirtektarvert, að nöfn nýbýla séu yfirleitt
smekkleg; það sýni hug fólksins. Páll vill
láta lögbjóða breytingar á bæjanöfnum til
samræmis við þenna nýja smekk, og þá
auövitað fyrst og fremst sinn smekk. Þau
100 nöfn, sem höfundur telur, eru flestöll
forn og góð, sum frá landnámsöld („gull-
öld íslendinga“). Þau eru dæmi um snilld-
arbrag íslenzkrar nafngiftarspeki fyrri
alda manna, miðuð við staðhætti mörg
hver og önnur segja sagnaþætti í örfáum
atkvæðum. En þau eru yfirlætislaus og hæ-
versk í einfaldleika sínum. Ég fullyrði, að
þrátt fyrir framfarir nútímans, sem Páli
hafa stigið til höfuðs, séum vér nú eftir-
bátar forfeðra vorra á þessu sviði. Nýbýla-
nöfn nútímans eru mjög sundurleit og fæst
í samræmi við hinn hefðbundna smekk.
Þau eru flest valin eftir hljómnum, fæst
eftir staðháttum, uppruna býlanna eða öðr-
um atvikum. Þau segja hvorki sögu né lýsa
staðháttum. Mörg eru órökrétt, t. d. nafn-
ið Austurhlíð, en svo heitir býli í vesturhlíð
Vaðlaheiðar. Önnur eru óþörf og smekk-
laus í ofanálag, t. d. mörg þau nöfn, sem
gefin hafa verið parti úr gömlum jörðum
og þótt tún gömlu jarðarinnar fylgi aö
hluta, svo sem í Grenjaðarstaðahverfinu,
Arnarstöðum og Öngulsstöðum í Eyjafirði.
Þegar svo stendur á er því oft borið við,
að gefa þurfi jarðarpartinum nýtt nafn,
til þess að nýbýlafríðindi fáist. Væri það
illa farið, ef nýbýlastarfsemi ríkisins þyrfti
að verða til málskemmda.
Smekkleysa í mannanöfnurn hefir einn-
ig grafið allmjög um sig á síðari tímum.
En smekkleysan í bæjarnafnavali er raun-
ar öllu háskalegri, þar sem bæirnir standa
lengur en mennirnir lifa. — Von mín er þó
sú, að hér sé endurreisn í vændum með
svipuðum hætti og gerzt hefir í ræktar-
semi við forna muni á s.l. 50—60 árum. Að
lokum vil ég skora á bændur þessa lands:
Gætið vel að hvað þér gerið áður en þér
haggið við fornum bæjanöfnum, jafnvel
þótt þér skiljiö þau ekki og finnist þau
ekki hljómfögur. Ekkert er sennilegra en
í því sé falin forn lýsing á staðháttum eða
gleymdum atvikum og ekki verður litla býl-
ið ykkar blómlegra — en máske skoplegra
— þótt því t. d. væri gefið nafnið Helga-
fell í staö Þúfu. Takið eJcki upp ný nöfn
á jarðarhluta, sem byggt er á, a.m.k. ef
byggt er í gamla túninu eða áfast því. Eitt
bæjarnafn dugir mætavel 2—3 bændabýl-
um. Bæjanöfnin íslenzku eru hluti tungu
vorrar, engin einkaeign bænda; þau varð-
veita marga hluti úr málssögunni og þjóð-
arsögunni, sem hvergi verða annarsstaðar
fundnir. Hlutverk bóndans er aöeins það,
að gæta nafnsins meðan hans nýtur við
og skila því réttu til viðtakanda. Þetta er
smátt en göfugt hlutverk, sem enginn ís-
lenzkur bóndi má vanrækja, hvað svo sem
öllum framförum viðvíkur.
Björn Halldörsson,
Akureyri.
P. S. Mér finnst ég hafa tekið ómakið
af ritstjóranum með þessum línum. Hann
hefði ekki átt að birta grein P. G. án at-
hugasemda frá sér. B. H.