Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1951, Blaðsíða 31

Freyr - 01.08.1951, Blaðsíða 31
FRE YR 267 Jóhann Pétur Guömundsson, Stapa, Lýt- ingsstaöahr., Skag. Jón M. Finnsson, Geirmundarstöðum, Skarðsströnd, Dal. Ketill Jómundsson, Þorgautsstöðum, Hvít- ársíðu, Mýr. Magnús Jónasson, Stardal, Kjósarsýslu Ólafur Sœmundsson, Egilsstöðum, Vopnaf. Óskar Ólafsson, Hurðarbaki, Hvalfjarðar- strönd, Borg. Sigmundur Þráinn Jónsson, Gunnhildar- gerði, N.-Múl. Sigmundur Magnússon, Vindheimum Skag. Stefán Sigurður Árnason, Kaupangi, Eyjaf. Eftir eins vetrar nám: Bjarni S. Hákonarson, Haga, Barðaströnd Einar Þorsteinsson, Nykhól, V.-Skaft. Erlingur Norðmann Guðmundsson, Reykja- vík. Hallgrimur Helgason, Hrappsstöðum, Vopnafirði Hallgrimur Jónsson, Laxamýri, S.-Þing. Haukur Ingvaldsson Nordström, Stóra-Hofi, Rangárvöllum Ingvi Þórir Þorsteinsson, Reykjavík Jón Forni Sigurðsson, Fornhólum, Háls- hreppi, S.-Þing. Óttar Viðar, Reykjavík Sigurður Stefán Bjarnason, Reykjavík Sigurður Magnússon, Breiðavaði, N.-Múl. Sigurgeir Garðarsson, Staðarhóli, Eyjafirði Teitur Jónasson, Borgarnesi. H úsmæðraþáí tur Dagstund á Jótlandi. Landið er eins og brosandi barn eftir hrynjandi tára- flóð, marga undanfarna daga. En sá munur að vakna við að blessuð sólin skín framan í mann. Það var svo sem auðvitað að hún væri ekki búin að gleyma jarðarkringl- unni. Nei, ónei! Hún hefir bara verið að hvíla sig í góð- um tilgangi, fyrir mannskepnurnar. Það er ekki vanda- laust að vera sól. Ef hún sýnir sig ekki í nokkra daga en felur sig á bak við skýin, þá bölsótast mennirnir yfir sól- arleysinu, drunganum og vitamínskortinum. Ef hún, aftur á móti, sýnir sig í öllu sínu veldi og dýrð, flýja menn undir sólhlífar og skyggni, hvæsandi, másandi og fjasandi um, að óverandi sé úti vegna hitans. Það er svo sem ekki mikið í það varið að hafa stóru hlutverki að gegna. Þá er betra að vera htla rykkornið, sem enga athygli vekur fyrr en það kitlar í nefið. Dýrðleg sól, sem öllu breytir. I gær var helli rigning og þrumuveður. I dag — já í dag. — Hver getur lýst því? Ekki ég. Ég veit bara að Guð er eflaust líka í þrumuveðrinu — en ég þeytist fram úr rúminu, því í dag er blíðviðri. Inn um gluggan minn hljómar margraddaður söngur fuglanna frá trjánum, sem öll eru þakin ávöxtum. Kýrn- ar baula úti á túni. Þannig er kórsöngur júlímorgunsins -----------blandaður. Ég geng heim að skólanum. Við höfum haft frx á milli klukkan 1—5. Ég hraða mér niður „Maltveginn". Gamall maður er þarna að hræra saman sand og sement, en gef- ur sér þó tíma til að líta upp og brosa. Það er eitthvað sérstakt í þessu brosi. Ég verð að stanza.. „Það er heitt í dag,“ segi ég. „Já, það er blessað sólskin, ég er glaður í dag, stikkils- berin mín þarfnazt hlýjunnar. Jarðarberin eru líka f þörf fyrir hana. Lítið þér inn í gróðurhúsin mín hérna. Þar er gleði á ferðum þegar sólin skín.“ Það er satt. Hér er grózka og gleði. „Gróðurmoldin hlær um sumardaginn“ hefir mér orðið á að segja í einu af

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.