Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1952, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.1952, Blaðsíða 11
REYR 293 Frá erlendum búfjársýnlngum í síðasta blaði Freys birtust nokkrar myndir af hestum, sem hlotið höfðu verð- laun á búfjársýningum erlendis. Nú kem- ur röðin að nautpeningi og eru myndirnar á eftirfylgjandi síðum einnig af verðlauna- skepnum, þ.e.a.s. hið bezta af því bezta, sem ritstjóri Freys sá á búfjársýningum erlend- is í sumar. Fyrir 70—80 árum hófusl skipulagðar kynbætur með svonefndar Angler- kýr í Danmörku. Það voru grannar skepnur og fínbyggðar. Með mark- vissu kynbótastarfi síðan hefir skapast hið „rauða danska mjólkurkyn", en myndin sýnir fulltrúa þess, sem er afbragð annarra einstaklinga. A sýningunum er kún um raðað eftir útliti eða irtterni. Þessi kúahópur sýnir systur, sem að eig- inleikum eru framúr- skarandi. Meðalnyt rauða danska mjólkurkynsins er nú 3800-3900 kg mjólkur um árið, en fit- an rétt um 4%. Margar kýr af þessu kyni mjólka 5—7000 lítra um árið.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.