Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1952, Blaðsíða 16

Freyr - 01.09.1952, Blaðsíða 16
298 FREYR skömmum tíma með gervisæðingu. Oft lá- ist mönnum að hafa það hugfast, að í kjöl- far aukinna afkasta eykst möguleiki alls konar kvillasemi. Ef meðferð dýra batnar ekki samfara auknum afköstum þeirra, þá gæti gervisæðing orðið til ills eins. Þar sem landgæði eru af skornum skammti, væri það ábyrgðarhluti að ætla að bæta stofninn skyndilega með gervisæðingu.“ Að lokum leyfi ég mér að tilfæra orð kennara míns, próf. Götze, en hann er einn af frumkvöðlum gervisæðingar. Próf. Götze lagði alltaf ríka áherzlu á þetta: „Takmark gervisæðingar má ekki vera það að útrýma náttúrlegri eðlun að öllu.“ Álit mitt um gang þessara mála á íslandi hefi ég byggt á reynzlu vísindamanna á sviði gervisæðingar, en til orða þeirra hefi ég vit^að örlítið hér að framan. Gervisæð- ing nautgripa á íslandi verður áhættusöm svo lengi sem íslenzki stofninn hefir ekki verið ræktaður sjálfur, meðan veður og veg- ir geta spillzt, svo að samgöngur teppast og hörgull er á kunnáttumönnum, svo sem nú á sér stað. Ætti heldur ekki að loka aug- unum fyrir þessum staðreyndum. Hér með tel ég mig hafa gert gervisæð- ingu nautgripa nokkur skil. Með þeirri ósk að eiga þess kost að ræða persónulega þessi mál við yður, kveð ég yður með virðingu. Hellu, 12.6. ’52 dr. Briickner. Ritstjóri Freys hefir sýnt mér ofanritað bréf dr. Bruckners til mín og gefið mér þess kost að gera stutta athugasemd við það. Kann ég honum þakkir fyrir. Um leið og ég þakka dr. Briickner bréf hans, vil ég láta í ljós ánægju mína yfir þeim framförum, sem hann hefir tekið í málflutningi. Reyndar víkur hann nokkuð frá réttu máli í byrjun bréfsins, þar sem hann gerir mér upp skoðanir. Þetta sakar þó ekki, þar sem hver, sem les grein mína í marz-hefti Freys, getur auðveldlega dæmt um það, hvort ásakanir doktorsins eru rétt- mætar eða ekki. Hitt er meira virði, að uppistaðan í bréfi hans nú eru tilvitnanir í ummæli nokkurra vísindamanna í stað- inn fyrir oft mjög vafasamar fullyrðingar sjálfs hans í fyrri grein. Við lestur fyrr- nefndrar greinar minnar munu menn einnig sjá, að þessar tilvitnanir stangast hvergi á við þær skoðanir, sem fram komu í henni, sum atriðin í þeim hafði ég meira að segja getið um. Annars er ekkert í bréfi dr. Bruckners, sem gefur tilefni til frekari málefnalegrar umræðu, og verður heldur ekki út í hana farið hér. Hins vegar vonast ég til þess að geta fljótlega skýrt bændum frá aðalvið- fangsefnum og niðurstöðum alþjóðaráð- stefnu um tæknifrjóvgun, sem nýlega var haldin í Kaupmannahöfn. Á ráðstefnunni voru rædd ýmis málefni, sem bæði væri fróðlegt og gagnlegt fyrir bændur að lesa um. Ég mun með ánægju ræða persónulega 'við dr. Bruckner um tæknifrjóvgun, ef tækifæri gefst, og virðist mér eftir lestur bréfs hans, að okkur beri ekki eins mikið á milli og áður, heldur verði að líta þann- ig á, að tungumálaerfiðleikar hafi átt sinn þátt í því, hve fjarstæðukennd fyrri grein hans var. Reykjavik, 28.8. 1952 Ólafur E. Stefánsson. Umræðum um málið á vettvangi þessum er hérmeð lokið, en á faglegum forsendum mun það tekið til með- ferðar á næstunni, eins og um getur í svari Olafs Stefáns- sonar, ráðunauts. Ritstj.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.