Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12.JÚLÍ2005
Fréttir DV
VinurliKtu tfc
Nýr forseti á
Bifröst
Bernhard Þór Bern-
hardsson var á dögunum
ráðinn deildarforseti við-
skiptadeildar Bifrastar.
Hann hefur þegar hafið
störf en fráfarandi forseti,
Magnús Árni Magnússon,
mun taka við stöðu deild-
arforseta félagsvísinda- og
hagfræðideildar skólans.
Alls bárust átta umsóknir
um stöðuna. Bernard er
viðskiptafræðingur að
mennt og lauk BS-gráðu í
viðskiptafræði frá Bifröst
árið 2001. Hann hefur
starfað sem lektor við
skólann frá árinu 2001.
Úttektá
vefjum sveit-
arfélaga
Um þessar mundir
fer fram umfangsmikil
úttekt á heimasíðum ís-
lenskra sveitarfélaga.
Samband íslenkra sveit-
arfélaga hefur samið við
íyrirtækið Sjá um að
framkvæma úttektina en
meginhugsunin er að
auka aðgengi íbúa að
öllum upplýsingum í
gegnum netið og jafn-
framt að auka þjónustu.
öll sveitarfélög fara
sjálfkrafa inn í verkefnið
nema þau sem af ein-
hverjum ástæðum vilja
ekki vera með.
Olíuleki í
höfninni
Um klukkan hálfsjö í
gærkvöldi var lögreglunni
á Siglufirði tilkynnt um að
stór olíutankbfll hafi oltið
ofan í höfnina við Siglu-
fjörð. Slysið varð þegar
verktaki einn var að flytja
vinnuvélar á pramma til
Héðinsfjarðar vegna vænt-
anlegra framkvæmda við
göngin. Það fór ekki betur
en svo að tankbfllinn valt
fram af prammanum og í
sjóinn. Þegar DV hafði
samband við lögregluna á
staðnum var ekki enn ljóst
hversu margir lítrar höfðu
lekið í hafið.
íþróttafélagið Fram hefur sótt um að fá að flytja auglýsingaskilti sitt af Miklubraut
niður á gatnamót Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Ástæðan er skógur sem vax-
ið hefur svo hratt við Miklubrautina að ekki sést lengur í skiltið úr öflum áttum.
Auglýsingaskilti Fram
við Miklubraut For
maðurinn vill fá að flytja
það vegna gróðurs sem
skyggir á það að hluta.
„Við höfum orðið fyrir tölu-
verði tekjutapi því annar flötur
auglýsingaskiltisins er svo til óselj-
anlegur af því að það sést ekki á
hann fyrir trjám," segir Guð-
mundur B. Ólafsson, lögfræðingur
og formaður íþróttafélagsins
Fram. Fyrir hönd félagsins hefur
Guðmundur sótt um að fá að flytja
skiltið, sem stendur á lóð félagsins
við Miklubraut, yfir á gatnamót
Laugavegs og Kringlumýrarbraut-
ar, en fengið synjun.
hvað en alls ekki nog, segir Guð-
mundur og ljóst er að valið stend-
ur á milli gróðursins og auglýs-
ingaskiltisins. Á mótum Lauga-
vegs og Kringlumýrarbrautar er
hins vegar enginn skógur og þar
myndi auglýsingaskilti Fram njóta
sín vel, en fær ekki.
Tekjutap
Ekki vill Guðmundur B. Ólafs-
son gefa upp tekjutap Fram vegna
gróðursins sem sprottið hefur upp
í kringum auglýsingaskiltið og
enginn fær við ráðið. Það mun þó
vera umtalsvert og um allt munar
hjá fjárvana íþróttafélagi.
Ljóst er að ef Fram fær ekki að
flytja skiltið sitt frá Miklubraut
niður á Kringlumýrarbraut verður
það einfaldlega tekið niður og
gróðrinum leyft að vaxa að vild.
„En helst vildum við halda
þessu áfram því þetta er mikils-
verð tekjulind fyrir okkur," segir
formaður Fram.
Guðmundur B. Ólafsson
Formaður Fram segir félag-
ið hafa orðið fyrir verulegu
tekjutapi vegna trjávaxtar
við Miklubraut.
Gróður eða auglýsingar
„Umsóknin er búin að vera
lengi í kerfinu og mér skilst að
borgarskipulagið vilji ekki fallast á
þetta," segir Guðmundur sem hef-
ur þó ekki gefið upp alla von. „Það
þyrfti að höggva skóginn þama í
kringum skiltið svo það verði sýni-
legt úr öllum áttum því til lítils er
að vera með auglýsingar sem eng-
inn sér. Borgarstarfsmenn hafa
verið að snyrta skóginn þama eitt-
Stóra fasteiqnahrunið
Svarthöfða brá í brún þegar
hann sá forsíðu DV í gær. Þar stóð
prófessor og spáði gífurlegu verð-
falli á fasteignum og um leið voru
lesendur hvattir til að selja íbúðir
sínar strax og alls ekki kaupa aðrar
í staðinn.
Ekki nema von að Svarthöfði
hafi orðið hugsi. Hann sem búið
hefur í íbúð sinni í 27 ár og bara
liðið vel. Fyrir skemmstu var hon-
um sagt að íbúðin væri metin á 27
milljónir en Svarthöfði hélt að rétt
verð væri um 19 milljónir. Ekki svo
ll
Svarthöfði
að skilja að Svarthöfði hafi áhýggj-
ur af því hvort verðið sé rétt. Hann
býr bara í íbúðinni og ætlar að
halda því áfram.
Vel má vera að Svarthöfði selji
íbúðina einhvern tíma í ellinni. Þá
kemur í ljós hvers virði hún er.
Hvort hann tapar þá eða græðir
verður bara að koma í ljós. Það er
ekki eins og fólk sé almennt að
kaupa sér íbúðir á hverju ári. Flest-
"""•Nsf UM við
Hvernig hefur þú það?
Ég hefþað bara flnt,"segir Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður. „Ég erbara á
fullu, vinn á tveimur stöðum og lifi lífinu lifandi. Skrifa íþróttafréttir fyrir Blaðið og er
með íþróttaþátt á X-FM. FH-ingar eru orðnir Islandsmeistarar, það er klárt og mínir
bláu menn komnir í fallsæti einu sinni sem oftar. Enn eitt áfallahaustið framundan
hjá mér. Guð minn góöur.”
ir kaupa tvær til þrjár
íbúðir á lífsleiðinni.
Svo til hvers þessar
áhyggjur?
Eftir stendur hins
vegar herkall DV urn
að selja strax og
kaupa ekki aftur.
Hvert á fólk þá að
fara? Á tjaldstæðið í
Laugardal? Eins og
það er nú skemmti-
legt. Eða flytja
heim til pabba og mömmu? Það
getur Svarthöfði ekki því foreldrar
hans búa í litlu herbergi á hjúkrun-
arheimilinu Eir. Þar er ekkert pláss.
Svarthöfði hvetur því alla til að
fara varlega í fasteignaviðskiptum
á þessum síðustu og verstu tímum.
Og þá helst að selja íbúðina alls
ekki því hún er í raun heimili og
.... un,*óveademfa««i,—.... ***•
'3$
skiptir litlu hvort markað-
urinn verðleggur hana á 15 eða 30
milljónir króna. Allt hefur sitt verð.
Bara mismunandi eftir því hvernig
vindar blása á markaðnum. Ekki
selja. Ekki kaupa. Verið bara heima
hjá ykkur og hugsið um eitthvað
annað.