Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ2005 Fréttir DV m M ’ stir & C Sallar Eyjólfur er mjög afkastamikill söngvari, laga- og textahöf- undur. Eyjólfur þykir oft bráður á sér og mætti vera fastheldnari á sitt. Hann Eyjólfur er náttúr- lega eldhress, heiöarlegur drengurog alveg bráö- skemmtilegur. Hann er akkúrat-maöur í öllu sem hann segir og gerir. Við spilum mikiö golfsaman og þá erhann mikill keppnismaður en fer fínt meö þaö eins og maöur á að gera. Mér dettur reyndar enginn galli I hug I augnablikinu. Jón Þór Hjaltason, byggingatæknifræö- ingur, gotffélagi Eyjólfs og besti vinur. Eyjólfur er ákaflega já- kvæður maður sem talar aldrei illa um neinn. Hann er mikill tónlistarmaður og góöur söngvari. Eyjólfur er mikill grlnisti og I fjölskylduboð- um er oft mikiö hlegiö. Hann er einnig ákaflega örlátur en á þaö til aö vera einum oförlátur. Hann getureinnig orðið örlítið fljótfær. Björg Kristjánsdóttir, námsráögjafi og elsta systir Eyjólfs. Eyjólfur er náttúrlega ynd- islegur maður. Hann er mjög alþýðlegur og lltur alls ekki stórt á sig. Hann er rosalega góður maður sem vill öllum vel. Eini gallinn er að hann er svolítið mikiö fyrir að glápa á íþróttir, ekki bara á golf og fótbolta, heldur allar iþróttir. Hann veitþví mjög mikið um íþróttir og gæti orðið frábær iþróttafréttamaður. Sandra Pálsdóttir, eiginkona Eyjólfs. Eyjólfur er fæddur áriö 1961 ogþví rétt rúm- lega fertugur.Á dögunum varlag hans, Nína, valiö vinsælasta Eurovisionlag Islands sam- kvæmt könnun Mbl.is Flutningabílar lentu saman Tilkynnt var um umferð- arslys til lögreglunnar á Blönduósi um hádegisbil í dag. Tveir flutn- ingabílar rákust saman þegar ann- ar þeirra reyndi að taka fram úr fólks- bíl við Víðihlíð í Húnaþingi. Við áreksturinn rakst annar flutningabflanna á fólksbfl- inn sem skemmdist töluvert. ökumenn beggja flutninga- bflanna slösuðust og hlaut annar þeirra töluvert meiri áverka. ökumaður og far- þegi sem í fólksbflnum voru sluppu þó vel. Síða um sameiningu Opnuð hefur verið vef- síða þar sem hægt er að nálgast nýjustu upplýs- ingar um sameiningarmál Hafnarfjarðar og Voga á Vatnsleysuströnd. Hægt verður að nálgast upplýs- ingar um tímasetningar, kjördeildir og annað þegar nær dregur áttunda októ- ber, en þá mun verða kos- ið um sameiningu sveitar- félaganna tveggja. Hægt er að komast inn á heima- síðuna í gegnum síðu Hafnarfjarðar, hafnar- fjordur.is. Sindri Sindrason, fyrrverandi forstjóri Pharmaco, ætlar aö láta gamlan draum ræt- ast og reisa fjölskylduhöll á Arnarnesi. Um leið selur hann eitt stærsta einbýlis- húsið í Þingholtunum sem hann keypti af Stuðmanninum Valgeiri Guðjónssyni fyrir mörgum árum. Sindri Sindrason, fyrrverandi forstjóri Pharmaco og einn um- svifamesti fjáraflamaður á nýjum, íslenskum verðbréfamark- aði, hefur ákveðið að byggja sér draumahús á Amamesi og yf- irgefa um leið eitt glæsilegasta húsið í 101, miðbæ Reykjavíkur. Sindri keypti það af Valgeiri Guð- jónssyni en þeir eru gamlir skóla- félagar úr Bústaðahverfinu. Vantar bílskúr „Ég veit ekki hvað ég fæ fyrir húsið enda langt í að ég selji það,“ segir Sindri sem hlakkar til nýja verkefnisins þegar sest verður yfir teikningar að draumahöilinni á Amamesi. „Það eina sem ég veit er að mig vantar bflskúr, stóran bílskúr fyrir mig og bílana," segir Sindri sem því miður hefur ekki aðgang að bfl- skúr í Þingholtsstrætinu. „Við ætlum að leyfa okkur að leika okkur einu sinni að vild og láta alla drauma okkar um heimili ræt- ast,“ segir Sindri sem er kominn í startholumar með nýtt áhugamál; að reisa sér draumahöll á Amamesi. „Við hjónin ætlum að láta gamlan draum rætast og byggja einu sinni eins og við sjálf viljum," segir Sindri sem ráðið hefur Pálmar Kristmundsson arkitekt til að teikna draumahöllina. „Pálmar teiknaði meðal annars fslenska sendiráðið í Berlín," segir Sindri sem vill aðeins það besta í arki- tektúr þegar hann loks lætur draum sinn rætast. Keypti af Stuðmanni Sindri og fjölskylda hans hefur undanfarin ár búið í stórhýsinu Þingholtsstræti 28 sem Valgeir Guðjónsson, fyrrverandi gítarleik- ari Stuðmanna, gerði upp með að- stoð eiginkonu sinnar. Húsið er líkast til stærsta einbýlishús í 101 og hefur margfaldsast f verði á þeim tíma sem liðinn er frá því Valgeir Guðjónsson Seldi I gömlum skólafélaga Þing- holtsstrætið eftir að hafa gert það upp frá a til ö. Þingholtsstraeti 28 Verð- ur bráðum selt fyrir topp- verð efað líkum lætur. Ekkert hettusóttartilfelli á íslandi frá 1999 þangað til nú Þrír greinst með hettusótt á árinu „Ef maður fær einu sinni hettu- sótt fær maður hana að jafnaði ekki aftur," segir Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir, um hettusótt. Ekki er langt síðan hettusótt var landlæg hér á landi. Árið 1988 greindust til að mynda þúsund til- felli á hverja hundrað þúsund íbúa. Ekkert tilfelli af hettusótt hefur hins vegar greinst hér á landi frá árinu 1999. Þangað til núna. Þrír ungir karlmenn, á aldrinum 19 til 25 ára, greindust nýlega með sýkinguna. „Þetta voru væntanlega einhverj- ir sem voru ekki bólusettir og smit- uðust erlendis," segir Matthías, en árið 1989 var farið að bólusetja alla gagnvart veirunni. Tveir af mönnun- um þremur sem sýktust voru nýlega á ferð í Englandi, en þar er lítið um bólusetningu gegn veirunni. Sam- kvæmt Matthíasi smitast hettusótt með svokölluðu dropasmiti um öndunarfæri, til dæmis ef ein- hver hóstar eða hnerrar. Alvarlegar afleiðingar hettusóttar eru einkum heila- og heilahimnubólga, heymarskerðing og ófrjó- semi hjá karlmönnum vegna sýkingar í eistum. „Það er engin sérstök með- ferð, menn verða bara að fara vel með sig og nota verkjalyf, aðalatriðið er að hægt er að komast hjá smiti með því að láta bólusetja sig, segir Matthías. Matthías Halldórsson að- stoðarlandlæknir Segir lltið hægt að gera við hettusótt annað en að slaka á. Rán í apóteki Tilkynning um vopnað rán barst til lögreglunnar í Reykjavík rétt eftir hádegisbihð í gær. Mað- ur kom inn í verslunina Lyf og Heilsu í Domus Medica-húsinu við Egilsgötu, ógnaði starfsfólki með hnífi og krafðist þess að fá lyf í hendur. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn á bak og burt og er talið að hann hafi hlaupið í átt að Sundhöllinni. Lögreglan hóf þá skipulagða leit í nálægum hverfum og var götum lokað vegna þessa. Enginn hggur undir grun hjá lögreglu en mað- urinn er talinn vera á þrítugsaldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.