Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Qupperneq 19
■
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl2005 19
Vieira fundar
með Wenger
Framtíð miðjumannsins Pat-
rick Vieira hjá Arsenal hefur verið
mikið í umræðunni að undan-
fömu og nú hefur ieikmaðurinn
boðað til fundar með knatt-
spymustjóra sínum Arsene Wen-
ger til að skýra stöðu mála í vik-
unni. Vieira hefur verið sterklega
orðaður við lið Juventus á ftalíu á
undanförnum dögum og þrátt fyr-
ir að bæði lið þræti fyrir að hafa átt
í viðræðum bendir margt til þess
að ítalska liðið hafi fullan hug á að
reyna að lokka Vieira til sín. Þá
hefur Real Madrid ekki íeynt
áhuga sínum á Frakkanum, ekki
síst eftir að þeim mistókst að
landa Steven Gerrard frá Liverpool
á dögunum. Heyrst hefur að
Juventus sé tilbúið að láta Arsenal
hafa Jonathan Zebina í skiptum
fyrir Viera og muni oorga ailt að
fimmtán miEjónum punda á milli.
Kezma n
setur markið
hátt
Serbneski ffamhetjinn Mateja
Kezman, sem nýverið gekk í raðir
Atletico Madrid á Spáni, setur
markið hátt fyrir komandi tímabil
og segist ætla að skora tuttugu
mörk á næsta keppnistímabili. „Eg
finn að það ernokkur pressa ámér
því fólk virðist líta á mig sem eina
af stjömunum íliðinu. Eghef alltaf
þrifist undir pressu og gerði það
hjá bæði Partizan Belgrade og PSV
Eindhoven, þannig að ég sé eldd
að það eigi að vera vandamál. Ég
mun leggja mig allan ffam um að
leika vel og
skora mikið
Vaf mörk-
r ____
-..J um
fj-'jmildð fyrirl
lITUioii slíkar spár I
þó ég
sé ekki
|hef ég sett
] stefnuna á
; að skora að
minnsta
\ kosti 20
: mörk á
næstu
\ leiktíð,"
sagði
' Kezm-
an.
Samkeppni
hjá Chelsea
Jose Mourinho, knattspymu-
stjóri Chelsea, hefúr aðvarað Joe
Cole um að samkeppnin um sæti í
byrjunarliði Chelsea á næstu leik-
tíð verði mjög hörð og segir miðju-
mönnum sínum að búast við að
þurfa að sitja eitthvað á tréverkinu
á næstu leiktíð. „Ég á erfitt með að
hafa Arjen Robben, Joe Cole og
Damien Duff alla inni á í einu,
þannig að menn verða Ifldega að
skipta leiktímanum eitthvað á
milli sín. Svo gæti vel farið svo að
við fengjum fleiri leikmenn í sum-
ar. þannig að ljóst er að menn
verða að hafa sig alla við ef þeir
ætía að eiga sæti í liðinu,"
sagði Mourinho, sem hefur
gefið það út að liðin í
úrvalsdeildinni
verði að
bæta sig
verulega ef þau
ætli sér að eiga
möguleika í sína
menn næsta
vetur.
SM
X
Suður-kóreski landsliðsmaðurinn Park Ji-Sung er genginn til liðs við Manchester
United, eftir tvö góð ár hjá hollenska félaginu PSV Eindhoven. Park hefur leikið
fimmtíu landsleiki fyrir þjóð sína þrátt fyrir að vera aðeins tuttugu og fjögurra ára
gamall. Park er hvergi banginn við að sanna sig meðal stjórstjarnanna í ensku úr-
valsdeildinni og ætlar sér stóra hluti með Manchester United.
Park mun setja mark
sitt á enska boltann
Park Ji-Sung, sem er frá Suður-Kóreu, gekk nýlega til liðs við
Manchester United frá PSV Eindhoven í Hollandi. Hann hefur á
skömmum tíma orðið helsta vonarstjarna knattspyrnunnar í
Asíu, sem batnað hefur stórlega á síðustu fimm árum.
Park Ji-Sung, sem er frá Suður-
Kóreu, gekk nýlega til liðs við
Manchester United frá PSV Eind-
hoven í Hollandi. Hann hefur á
skömmum tíma
orðið helsta von-
arstjarna knatt-
spyrnunnar í
Asíu, sem batnað
hefur stórlega á
síðustu fimm _________
árum. Fyrir
heimsmeistarkeppnina í
Suður-Kóreu og Japan árið 2002,
lögðu knattspymusambönd land-
anna mikið á sig til þess að þjálfa
leikmenn sína sem best fyrir keppn-
ina. Unglingastarf í Suður-Kóreu og
Japan var til mikillar fyrirmyndar
árin á undan, og eru leikmennimir
nú farnir að láta til sína taka hjá stór-
liðum í Evrópu. Park Ji-Sung er gott
dæmi um þetta.
Landsliðsþjálfari Suður-Kóreu í
heimsmeistarakeppninni 2002, Hol-
lendingurinn Guus Hiddink, hreifst
af hæfileikum Park og ákvað að
kaupa hann til PSV þegar hann hóf
störf þar, ári eftir að heimsmeistara-
keppninni lauk.
Hraðar framfarir í Japan
Park lék með Kyoto Purple Sanga
frá árinu 2000 til 2003, og sýndi
miklar framfarir á þeim tíma sem
hann var á samningi hjá félaginu.
Hiddink áttaði sig á þessu þegar
hann æfði með Suður-Kóreu fyrir
heimsmeistarakeppnina 2002. „Ég
gerði mér grein fyrir því að Park var
orðinn besti leikmaður Suður-Kóreu
„Hann er vinnusamur og út-
sjónasamur, og er fljótur að
læra. Hann hefur mikið keppn
isskap og leggur sig alltaf
á þessum tíma. Hann hefur mikið
keppnisskap, kraft og úthald sem
miðjumenn verða að hafa í nútíma-
fótbolta. Boltatæknina og leikskiln-
inginn hefur hann bætt mikið hjá
PSV og fyrir vikið
er hann kom-
inn í fremstu
röð. Ég er
reyndar ekki
sáttur við að
hann hafi farið
til Manchester
United á
þessum tímapunkti, því ég er
hræddur um að hann verði
mikið á varamannabekknum
þar.“
Góður í Evrópu
Frammistaða PSV í meist-
aradeild Evrópu á síðasta
tímabili vakti mikla athygli, og þá
aðallega samvinna miðjumannanna
Marks Van Bommel, Philips Cocu og
Parks Ji-Sung, sem átti hvem stór-
leikinn á fætur öðmm. Sérstaklega
þótti framganga Parks mögnuð í
leikjunum gegn AC Milan þar sem
hann var besti maður vallarins í
báðum leikjunum í undanúrslitum
keppninnar.
Alex Ferguson, knattspymustjóri
Manchester United, heillaðist af
vinnusemi og alhliða góðum leik
Parks í þessum leikjum, og hóf þá
strax að reyna að kaupa leikmann-
inn til enska félagsins. Nokkmm vik-
um seinna var búið að ganga frá fé-
lagsaskiptunum frá
PSV til Manchest-
er United, og
þurfti enska fé-
lagið að borga
flórar millj-
ónir punda
til þess að
tryggja sér þjónustu Parks á næstu
leiktíð.
Mun vaxa hjá Man. Utd.
Alex Ferguson er viss um að Park
eigi eftir að sýna sínar bestu hliðar
hjá Manchester United. „Park hefúr
alla burði til þess að standa sig vel í
ensku úrvalsdeildinni. Hann er
vinnusamur og útsjónarsamur og er
fljótur að læra. Hann hefur mikið
keppnisskap og leggur sig alltaf
fram, eins og hann hefur sýnt ítrek-
að hjá PSV á síðustu tveimur árum.“
magnush@dv.is
fram.‘
r—x
111181
Park Ji-Sung ásamt Alex Ferguson
Ferguson er viss um að Park eigi eftir
að standa sig vel í ensku urvalsdeild-
inni þar sem hann hefur alla eigmleika
semþarfað hafa til þess að ná góðum
árangri I enska boltanum.
Michael Ballack er ekki enn búinn að semja við félagið sitt
Ballack á förum frá Bayern Munchen?
Framtíð þýska landsliðsmanns-
ins Michaels Ballack hjá Bayern
Munchen er óráðin, en hann hefur
hingað til neitað að skrifa undir
nýjan samning við þýsku deildar-
meistarana.
Uli Hoeness, forseti Bayern
Munchen, er viss um að Ballack
verði áfram. „Þótt Michael hafi gefið
í skyn að hann vilji leika annars
staðar en í Þýskalandi, er ekki þar
með sagt að hann muni fara frá okk-
ur fyrir næstu leiktíð. Hann er með
góð laun hjá Bayem og ef hann sem-
ur við félagið aftur mun hann ömgg-
lega fá enn betri laun."
Felix Magath, knattspyrnustjóri
Bayern Munchen, vill alls ekki missa
Ballack frá félaginu. „Ballack er ekki
venjulegur leikmaður fyrir lið sitt.
Honum er ætíað að leiða lið félags-
ins í framtíðinni og því verður
samningamálum hans að fara ljúka.
Þótt hann segist vilja prófa að leika í
öðm landi er ekki þar með sagt að
hann vilji fara á þessum tímapunkti
frá Bayem Munchen. Ef hann ætíar
sér að gera það verður hann að fara
að ákveða sig og láta félagið vita af
því, þar
sem
það
þyrfti
að leysa
hann af
með álíka
góðum leik-
manni, sem er
vanfundinn."
Öll helstu stórlið
Evrópu vilja fá Ballack
til sín og þykir líklegast að
hann fari til Spánar, ef af för hans
verður. -mh
Michael Ballack Ball- ack hefur verið besti leikmaður Þýskalands slðustu ár og er talið lík- legt að hann muni fara
frá félaginu fyrr en seinna.
-v\