Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Blaðsíða 23
Fjölskyldan DV ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl2005 23 Jójó: Listaverk, vopn og leikfang Jójó hefur verið til (þúsundir ára. Fundist hefur listaverk í lagi jójós sem er frá tímum Forn-Grikkja. Heimildir eru til um að jójó hefur verið þekkt (ýmsum menningarheimum í gegnum tíðina. Jójó voru gerð úr tré, málmi eða leir og oft skreytt með myndum af fólki eða atburð- um. Jójó hefur verið notað sem vopn um aldaraðir og var þá oft hnífsblað fest við það. Árásármaðurinn faldi sig gjarnan i tré og lét það svo skutlast niður á gangandi vegfaranda. Jójó hefur heitið ýmsum nöfnum en núverandi heitið kemurfrá Filippseyjum, en þarlendur maður, Pedro nokkur Flores, markaðssetti jójóið á þriðja áratug síðustu aldar og þá sem leikfang, en hann breytti hönnuninni aðeins þannig að það varð auðveldara að rúlla því upp og niður. Árið 1929 keypti Duncan, bandariskur frumkvöðull, höfundarréttinn að leikfang- inu og setti á markað og lét unglings- stráka frá Filippseyjum sýna hin ýmsu brögð. Jójóið seldist í milljónum eintaka, en eftir seinni heimsstyrjöldina var erfitt að fá efni i framleiðsluna svo vinsældirnar döluðu vegna minnkandi framboðs. Reglulega hefur þó jójó-æði hertekið alla heimsbyggðina þótt jójóin hafi aldrei notið jafnmikilla vinsælda og árið 1929. ‘‘JJ....... ............. Jójó Eins og þaö llturútidag. €>lX\)£A- BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆSIBÆ slmi 553 3366 - www.oo.is Skagamót Coke og KB banka var haldið um helgina á Akranesi. Mótið hófst á föstudag 8. júlí og var slitið á sunnudeginum með verðlaunaafhendingu. Áhorfendur I Fylgjast með sínum mönnum. Sýslumaðurinn og fótboltakappinn Seldu vöfflur og kakó. Hjörtur Hjartarson Brá sér í dómarahlutverkið. Magnús Scheving ' Fylgist grannt með [Fylkir Fagnaðarlæti. Baráttan er hörð. að skreppa á klósettið Yfir þúsund galvaskir drengir á aldrinum 7-8 ára frá yfir 25 knatt- spymufélögum mættu til leiks á Skagamótið um síðustu helgi. Prógrammið var þétt og hvert lið spilaði níu leiki. Margir leikir voru spilaðir í einu á nokkrum völlum og stóð hver leikur í 24 mínútur svo hvert lið þurfti einungis að bíða þann tíma eftir næsta leik. Liðum var sldpt eftir deildum og riðlum og þeim liðum sem efst voru í riðli hverrar deildar voru veitt verðlaun. Aðstaða íyrir gesti var öll hin besta og ráð hafði verið gert fyrir salemisaðstöðu íyrir þær þúsundir gesta sem á mótið mættu. Enginn þurfti heldur að svelta því auðvelt aðgengi var að pylsum, vöfflum, kaffi og kakói ásamt ýmsu öðm. Mótið fór prúðmannlega fram og skemmtu bæði drengirnir og foreldrar sér vel. Það var helst að veðrið setti strik í reikninginn, en það rigndi lárétt á tímabili og rokið virtist koma úr öllum áttum. Strák- arnir létu veðrið ekkert á sig fá en það mátti heyra einstaka foreldri banna sér í mestu vindhviðunum. KR-ingar Helgi, Fyjólfur, Bergþór, Andri Pétur, Anton Egill og Albert. Á myndina vantar Bjarna, Tedda og Eirlk Gunn. Inga hvetur strákana sem fóru heim með bikar. m. V ■ ' m ragga@dv.is Gróttu. ’Leiknir og Keffavík Baristum boltann. Hart barist Njarðvík og Fylkirí baráttu. f Breiðablikog ~ Vikinqur íspreng! Lítill tími til Hans Scheving liðsstjóri Vals. Tóksérfrífrá dómarastörfum. \ [Breiðablik iHákon Sverrisson * I fer yfir leikkerfið. Nu tökum við þetta! Þjálfarinn hvetursína menn. Framarar í stuði Þriðjungur nagar neglur Það er algengt að böm og full- orðnir nagi neglumar. Yfirleitt gera böm yngri en þriggja ára það ekki, en eftir því sem þau eldast aukast lík- umar á að þau taki upp þennan ósið. Talið er að þriðjungur barna á aldr- inum sjö og tíu ára nagi neglurnar og hátt í helmingur unglinga. Ástæða þessa vana hefur löngum verið talin streita, en það hefur þó ekki verið rannsakað. Sumir vilja halda því fram að hegðun þessi gangi í erfðir, en stórt hlutfall þeirra sem naga neglur eiga foreldra sem gera það einnig, en aðrir vilja meina að einmitt þess vegna sé llklegt að hegð- unin sé lærð. Til þess að koma í veg fyrir að bam nagi neglumar er ágætt að íylgj- ast með því við hvaða aðstæður baminu hættir til að naga neglumar. Þegar það er komið í ljós er hægt að breyta þeim aðstæðum. Áríðandi er að skilja að hér skipta kringumstæðumar meginmáli en en ekki hegðunin, því nöldur eða refs- ing getur haft þveröfug áhrif á bamið og leitt til þess að það nagi enn frek- ar neglur. Þegar bömin verða eldri er frekar hægt að nota áminningar eða setja bragðvont efni á neglumar, en ein- ungis með samþykki barnsins. Það er ansi erfitt að venja sig af því að naga neglumar svo foreldrum er ráðlagt að sýna bami sínu skilning og stuðning og leita að leiðum til að draga athygli bamsins frá þeim að- stæðum sem ýta undir nagið. Neglur nagaðar Nærhelmingur unglinga nagarneglur. Kunnugleg sjón Margar ung- arstúlkur eyða afarlöngum tima fyrir framan spegilinn áöur en farið er út úr húsi. Nokkur atriði til umhugsunar fyrir foreídra unglinga. Spegill, spegill hernulu mér..... 1. Kynþroskinn stendur yfir í nokkur ár. Þetta er það tíma- bil þegar líkami barns breytist og verður að líkama fullorðins einstaklings. Hormónar eru náttúruleg efni líkamans og framleiðsla þeirra kemur þessum breytingum af stað. 2. Á kynþroskaaldrinum á annað brjóstið til að stækka hraðar en hitt. Þessi stærðarmunur er oftast ekki varanlegur og engin ástæða til að örvænta þótt munur sé á stærð brjóstanna því það er alls ekki óalgengt að konur séu með misstór brjóst. Þeim stúlkum sem eru með mjög misstór brjóst, getur liðið afar illa yfir því og það er ekkert þvl til fyrirstöðu að fá álit læknis en best er að bíða þar til fullum þroska er náð. 3. Það getur tekið um ár að blæðingar verði reglulegar. í byrjun getur tíðahringurinn verið frá þremur vikum og allt að sex vikum. Eftir að regla er komin á blæðingarnar geta líkamsæfingar, streita og breytt mataræði ruglað tíðahringnum, en það þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Hins vegar, ef blæðingar hætta, þarf að athuga málið og finna hvað veldur. 4. Unglingar eru oft mjög óá- nægðir með líkamann þrátt fyrir að í flestum tilfellum séu hlutföll hans rétt. Þfessa óá- nægju má rekja til fjölmiðla sem vekja óraunhæfar væntingar með því að auglýsa hinn fullkomna líkamsvöxt. Margar ungar stúlkur þjást af átröskun og og drengjum sem þjást af henni fer fjölgandi. Hafa ber í huga að átröskun snýst ekki bara um mataræði, hreyfmgu og áhyggjur af lík- amsþyngd, heldur er hún stórhættulegur geðsjúkdómur sem getur haft alvarlegar af- leiðingar. 5. Meðalaldur stúlkna þegar þær fyrst neyta áfengis eru 13- 14 ár. Áfengi er sá vímugjafi sem helst er notaður af 13-17 ára unglingum. Þótt foreldrar telji að unglingar drekki vegna þrýstings frá félögum, segja flestir unglingar að þeir drekki vegna þess að þá líði þeim vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.