Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2005, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDACUR 12. JÚU2005
Menning DV
Patti Smith Mikils metin I Frakklandi
Patti fær kross
Patti Smith tók um helgina á
móti heiðursviðurkenningu
franska ríkisins fyrir framlag sitt
til tónlistar nútímans. Það var
menningarráðherra Frakka,
Renaud Donnedieu de Vabres,
sem afhenti Smith viðurkenning-
una í París á hljómleikum til
styrktar alnæmisrannsóknum á
sunnudagskvöld. Ráðherra kvað
Smith vera einn áhrifamesta lista-
mann samtíðar okkar úr hópi
kvenna. Smith fagnaði viður-
kenningunni og sagði hana
styrkja sig og að hún myndi leggja
harðar að sér í framtíðinni.
Smith hefúr verið á tónleika-
ferðlagi um Evrópu. Hún er
fimmtíu og átta ára gömul og hef-
ur síðustu árin hresst upp á feril
sinn með tónleikahaldi, nýjum
diskum og nýju efni. Hún hefur
nú í undirbúningi safn cover-laga
eftir höfunda á borð við Dylan og
Piaf auk laga úr safni Grateful
Dead.
Smith er væntanleg hingað til
lands í byrjun september og mun
þá halda eina tónleika í Sjálfstæð-
ishúsinu við Austurvöll á vegum
Event. Er miðasla þegar hafin á
hljómleikana.
Bók um hryðju-
verk stöðvuð
í kynningu
Eftir atburði síðustu viku
ákvað bókaútgáfan Chatto og
Windus að draga bók af markaði
sem tjallar um hermdarverk í
London. Sagan er eftir Cris
Cleave og er bréf til Osama bin
Laden frá konu sem misst hefur
eiginmann og son í sjálfs-
morðsárás á Arsenal-leikvanginn
í London.
Bókin kom út í síðustu viku og
voru meðal annars auglýsinga-
spjöld um hana uppi í neðanjarð-
arlestarkerfinu í London. Þau
voru tekin niður en enn má sjá
þau víða á lestarstöðvum segir í
frétt frá BBC.
Reynt var að stöðva kynningar
á bókinni í dagblöðum um helg-
ina.
Leiksýning sem fjallar um við-
brögð við hermdarverkum og er í
gangi á Royal Court hefur ekki
verið stöðvuð.
Fjórar íslenskar myndir á
Nordisk Panorama
Metaðsókn var að Nordisk
Panorama-hátíðinni sem verður í
Bergen í september. Alls sóttu
framleiðendur 360 verkefna um að
vera með í samkeppni hátíðarinnar
sem er í tveimur deildum; heim-
ildamyndum og stuttmyndum. Há-
tíðin var sem kunnugt er haldin hér
í fyrra og sló aðsókn hér öll met fyrri
hátíða. Forvalsnefndir tilkyrmtu um
helgina hvaða stuttmyndir og
heimildamyndir ganga til
keppninnar og eru ijórar íslenskar
myndir með. Síðasti bærinn, Slavek
the Shit og Töframaðurinn munu
keppa við 37 aðrar stuttmyndir. Af-
rica United er í heimildamynda-
flokknum og verður gaman að sjá
hvemig henni reiðir af í keppni við
19 myndir frá hinum norðurlönd-
unum.
Um 200 myndir hafa verið
skráðar á markaðinn sem rekinn er
í tengslum við hátíðina. Hún stend-
ur í fjóra daga og er búist við góðri
þátttöku víða að úr Evrópu. Þetta er
í sextánda sinn sem hátíðin er hald-
in og þar koma fram bæði stutt-
myndir og heimildamyndir sem eru
að hefja feril sinn um söluhátíðir
hausts og vetrar.
Ólafur Jóhannesson kvikmynda-
gerðarmaður Keppir viö nokkra helstu
kvikmyndageröarmenn Norðurlanda á
Nordisk Panorama I september í Bergen
Annað kennimark í Norðurmýri er í hættu. Nýlega gengu Reykjavíkurborg og rík-
ið frá samningi sín á milli um sölu á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, stóru
og sérstöku húsi, sem hefur ekki verið nýtt til fulls um árabil.
„Heilsuvemdarstöðin við Bar-
ónsstíg var sérhönnuð sem heilsu-
gæsluhús og mér finnst dapurlegt að
hún skuli ekki nýtt sem slfkt,“ segir
Pétur Armannsson, deildarstjóri hjá
Listasafni Reykjavíkur. „Húsið er að-
gengilegt bæði fyrir akandi umferð
og gangandi vegfarendur. Það er
mjög vel hugsað sem heilsugæslu-
hús og nú á að selja það. Mér finnst
umhugsunarvert hvað öllum stend-
ur á sama um húsið." Pétur er ekki
sáttur við hinn nýja samning og fyr-
irætlanir stjórnvalda að setja húsið á
markað.
Heilsuvemdarstöðin var reist af
Reykjavíkurborg á ámnum 1949 til
1955 og þótti mikið skart fyrir borg-
ina á sínum tíma. Húsið var tekið í
notkun f mars 1957 en hlutar þess
höfðu verið nýttir fyrir þann tíma.
Það var ein þeirra bygginga sem
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
taldi djásn í krúnu sinni frá langri
stjómartfð í Reykjavík.
Það vom arkitektamir Einar
Sveinsson og Gunnar H. Ólafsson
sem hönnuðu húsið og hefur það
jafnan verið talið með glæsilegri
húsum borgarinnar. Þegar Borgar-
spítalinn tók til starfa fjaraði undan
starfsemi í húsinu og loks var það
orðið leiguhúsnæði sem ríkið hafði
umsjá með. Samningur borgar og
ríkis, sem undirritaður var þann 30.
júní, var endapunktur á langri deilu
milli ráðuneyta og ráðhúss um hús-
ið, en rfkið hefur samkvæmt heim-
ildum ekki greitt leigu fyrir notkun
þess um árabil.
Pétur bendir á að á sama tíma og
borgaryfirvöld stefna að þéttingu
byggðar á svæðinu með Sæbraut-
inni og vestur á Slippsvæði, íVestur-
bæ og Þingholtum, skjóti það
skökku við að Heilsuvemdarstöðin
skuli ekki notuð til þess sem henni
var ætlað í upphafi: Heilsugæslu
fyrir borgarbúa í elsta hluta borgar-
innar.
Friðunarsamtök hafa látið óvissa
framtíð hússins afskiptalausa og í
borgarstjórn hefúr hjáróma rödd
Ólafs Magnússonar ein mótmælt
söluhugmyndum um húsið. Heilsu-
gæsla á svæðinu norðan Hring-
brautar að Snorrabraut er nú þjónað
frá Vesturgötu 7 en Hlíðahvefinu úr
Drápuhlfð. Stjómsýsla fyrir Heilsu-
gæsluna er staðsett í Heilsuvemdar-
stöðinni auk nokkurra deilda sem
þjóna landinu öllu; lungna- og
berklavarnadeild, miðstöðv-
um tannvemdar,
mæðraskoðunar og
heilsuverndar barna.
Munaðarleysingjasaga kemur á íjalirnar í Austurbæ á sunnudag
Annie og ævintýri hennar
Það er barnungt fyrirtæki sem
verður fyrst til að koma söngleik á
sviðið í Austurbæjarbíói nú þegar
framtíð hússins er ráðin. Félagið
heitir Andagift og hefur kallað til
sín hóp fæmstu manna til að setja
söngleikinn á svið en forsýningar
hefjast nú í vikunni og verður
frumsýning á sunnudag.
Sagan af munaðarleysingjanum
Annie er sprottin upp úr krepp-
unni. Harold Gray teiknaði um ára-
tugaskeið strípu fyrir dagblöð vest-
anhafs sem sögðu frá rauðhærðri
stelpu sem lætur aldrei bilbug á sér
finna. Myndasagan var afar vinsæl
þegar í upphafi, ekki síst fyrir að
hún lýsti þolgæði og bjartsýni
ungrar söguhetju þegar bölmóður
ríkti vestanhafs.
Söngleikurinn var gerður eftir
sögunni 1977 og hefur verið settur
upp víða um heim utan Bandaríkj-
anna, t.d. í Noregi, Svíþjóð og
London. Sagan er skemmtileg
spennusaga með hamingjuríkum
lyktum og tónlistin í anda krepp-
unnar með léttu djassívafi.
Sagan gerist í New York-borg, á
kreppuárunum, í kringum 1930.
Annie er 11 ára stúlka, ákveðin og
hugrökk. Hún býr á munaðarleys-
ingjahæli en foreldrar hennar
skildu hana eftir á tröppum hælis-
ins með brotið silfumisti um háls-
inn sem ungabarn.
Munaðarleysingjaheimilið rek-
ur drykkfelld kona harðri hendi.
Annie er samt bjartsýn og hana
dreymir um betra líf. Hún tekur að
sér flækingshund og lendir í mörg-
um ævintýmm.
Söngleikurinn var kvikmyndað-
ur 1982 með breska leikaranum Al-
bert Finney, Carol Bumett, Bema-
dette Peters, Tim Curry og fleiri
nafntoguðum listamönnum undir
leikstjórn Johns Huston.
Fyrirtækið Andagift ehf. setur
sýninguna á svið en leikstjóri er
Viðar Eggertsson. fslensk þýðing á
lausu og bundnu máli er í höndum
Gísla Rúnars Jónssonar.