Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2005, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST2005 Fréttir DV Hafnarfjörður bannarnunda í miðbænum Starfshópur um hunda- og kattahald í Hafnarfirði sem skipaður var í október 2003, hefur nú skilað tillögu sinni og mælist til að bæj- arstjóm samþykki þær. Reglurnar em nokkuð strangar og munu hunda- og kattaeigendur vafalaust leggjast gegn þeim. Meðal þess sem kveður á um í reglunum er að bannað er að fara með hunda í mið- bæinn frá 1. maí til 1. sept- ember. Allir kettir verða þar að auki skráningarskyldir og bannað að hafa fleiri en tvo ketti eldri en þriggja mánaða á hverju heimili. Engin stálpípu- verksmiðja i Helguvík Allar líkur eru á að ekk- ert verði úr því að stálpípu- verksmiðja rísi í Helgu- vík. Á dög- unum fengu forsvars- menn verk- smiðjunnar frest til að klára fjármögnun hennar. Fresturinn er nú liðinn og enn hefur ekkert gerst. Þrjú ár em liðin frá því skrifað var undir samning um byggingu verksmiðjunnar í Helguvík og rúmt ár síðan lóð undir hana var tiibúin. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að framkvæmdir hæfust þá þegar. Atvinnuá- stand í Reykjanesbæ er hins vegar með besta móti um þessar mundir. Ærðist í sjoppu Ungur maður gekk berserksgang í söluturn- inum við Suðurver laust fyrir klukkan átta í gær- kvöld. Ung kona var í fylgd með honum. Ekki er vitað hvað drengnum gekk til, en hann mun hafa ærst skyndilega inni í sölutuminum og farið að öskra á afgreiðslu- stúlku. Sú hringdi á lög- regluna en ungi maður- inn var á bak og brott þegar hún kom á stað- inn. Lögreglan ræddi þess í stað við vitni sem mörgum hverjum var mjög bmgðið eftir æs- inginn. Ómar Örn Hauksson, Egill Ólafur Thorarensen og Sölvi Blöndal hafa sagt skilið við samstarf sitt undir merkjum hljómsveitarinnar Quarashi. Þeir spiluðu síðast sam- an fyrir tæpum fjórum mánuðum. Nú hafa hljóðnemarnir verið lagðir til hliðar og blýantarnir teknir upp. Þeir ætla allir að beina kröftum sínum að námsferlinum. Quarashi Að kynna slðustu plötuna, Guerilla Disco. „Við ákváðum að slútta þessu. Héldum formlegan fund. Það er engin fyla. Bara komin þreyta í mannskapinn," segir Ómar örn. Hann gekk til liðs við Quarashi árið 1999 og tók fullan þátt í hinni miklu útrás f kringum plötuna Jinx og gerð síðustu plötu, Guerilla Disco. Nú er Ómar hinsvegar kominn á fullt í nám í grafískri hönnun í Listaháskólanum og líkar vel. Sneri aftur að teikningunum sem hafa löngum átt hug hans allan og er kominn á kaf í myndasögugerð. Þetta er búið að vera skemmti- legt ævintýri með Quarashi. Ég er þakklátur fyrir það,“ segir Egill „Tiny“ Thorarensen, sem hefur starfað með sveitinni í tvö ár. „En fyrst hætti Steini. Síðan boðaði Ómar okkur á fund og sagðist ekki nenna þessu lengur. Þá er ekki mik- ið eftir. Quarashi er ekki mikið án þessara manna," segir Egill, sem var staddur með föður sínum á Heimsmeistaramóti íslenska hests- ins í Svíþjóð þegar DV náði tali af honum í gær. „Það verða bara nýir menn að taka við," segir Sölvi. „Nýjar hljómsveitir að koma fram og taka við kyndlinum." Egill sest einnig á skólabekk í haust og hefur nám í Menntaskóla Hraðbraut. Þá ætlar hann að fara að huga að tónlist undir eigin nafni. „Bara í rólegheitunum. Taka góðan tíma í að velja mér samstarfsmenn og fleira. Ekkert stress til að ná jóla- útgáfu.“ Sölvi ætlar að prófa nýtt „Maður finnur bara þegar það er komið nóg,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki sveitarinnar. Quarashi var stofnuð í bílskúrnum heima hjá honum á Furumel í Vesturbænum árið 1996. Síðan þá skipta tónleik- arnir hundruðum, löndin tugum og aðdáendurnir tugþúsundum. Qua- rashi nálgast tíu ára starfsafmæli þegar komið er að leiðarlokum. „Það verða bara nýir menn að taka við,“ segir Sölvi. „Nýjar hljóm- sveitir að koma fram og taka við kyndlinum. Ég hlakka satt að segja tÚ að stíga út fyrir hringiðuna og fylgjast með því sem er að gerast." Sölvi er um þessar mundir að lesa hagfræði við Háskóla íslands. Hann þvertekur fyrir það að hann ætli að stofna nýja hljómsveit á næstunni. Segist þó stanslaust hafa tónlistina bakvið eyrað. „Ég ætla að prófa eitthvað nýtt. Það er fi'nt að hamast í tónlist á meðan það er gaman, en þó nauðsynlegt að prófa nýja hluti." halldor@dv.is Quarashi er ein örfárra íslenskra hljómsveita sem hefur náð til hundruð þúsunda hlustenda út um allan heim. Undanfarin ár hefur hins vegar stöðugt flysjast utan af þessari elstu rappsveit fslands. Fyrst hætti Höskuldur Ólafsson söngvari í ársbyrjun 2003. Síðan Steinar Fjeldsted í fyrrahaust. Nú hafa Ómar „Swarez", Egill „Tiny" og Sölvi Blöndal einnig ákveðið að hætta að starfa undir merkjum sveitarinnar. Tiny er þakklátur Alltaf gaman í skrúðgöngum m Svarthöfði Svarthöfði er einn af þeim sem nota hvert tækifæri sem gefst til að fara í skrúðgöngu. Það bregst ekki þegar sumardagurinn fyrsti rennur upp að þá er Svarthöfði mættur með Svarthöfðu og börnin í sínu fínasta pússi, tilbúinn til að ganga fagnandi á móti sumrinu. Þegar 1. maí, frídag- ur verkalýðsins, gengur í garð er Svarthöfði líka mættur. Svarthöfða og bömin em hætt að nenna með í þá skrúðgöngu en Svarthöfði lætur sig ekki muna um að búa til skilti með skorinorðum yfirlýsingum og þramma frá Hlemmi. Það eru reynd- ar ansi fáir f þessum skrúðgöngum í dag en örfáir sérvitringar líkt og Svarthöfði ganga enn til stuðnings verkalýðnum. Skrúðgangan á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn, 17. júnf, er alltaf sérstök. Þá skellir Svarthöfða sér í upphlut, bömin í jólafötin og öll hersingin þrammar frá Melaskóla niður í Hljómskálagarð við undirleik Lúðra- sveitar verkalýðsins. Það er alltaf stemming á 17. júní, gleðin er við völd og allir í sínum fi'nustu klæðum en uppáhaldsskrúðganga Svart- höfða, skrúðgangan sem ber af öðr- um eins og blóm í eyðimörkinni, er skrúðgangan á Hinsegin dögum. Svarthöfði hefur verið fastagestur í Gay pride-skrúðgöngunni frá byrjun og alltaf skemmt sér frábærlega. Það er óhætt að segja að samkynhneigt fólk kann þá list betur en flestir aðr- ir að búa til skemmtilegar skrúð- göngur. Svarthöfði hefur marga fjör- una sopið í skrúðgöngum í gegnum tíðina en aldrei kynnst annarri eins stemmningu og á Gay pride. Svart- höfði verður á Gay pride á laugar- daginn, kannski uppáklæddur sem dragdrottning frá sjötta áratugnum. Svarthöfði Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara mjög fínt,"segir Hreimur Örn Heimisson, söngvari Lands og sona. „Ég heffundið meðbyr með mér undanfarna daga. Ég vona llka að þjóðhátlðargestir hafi það gott svona eftir helgina. Mér allavega er runnin reiðin og ég er ánægður með að farið er að lægja I kringum mig. Ég held aö þetta mál séallt saman að fara að leys- ast. Ég vona líka að Fram verði orðnir bikarmeistarar þegar þetta birtist. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.