Símablaðið - 01.01.1924, Page 10
6
SÍMABLAÐIÐ
tæki, og eilt þeirra ennfremur taltæki.
Af skipastöðvunum eru 8 settar upp af
loflskeytamönnum landssimans.
Pegar lekið er tillit til þess, að fyrsli
logarinn (Egill Skallagrímsson) fékk sína
slöð 1920, sést greinilega hve hraðfara
fjölgun skipastöðvanna er. Og það eilt
að útgerðarfélögin hafa á þessum fjár-
hagserfiðu tímum ráðist í kaup á loft-
skeytastöðvum, og að launa sérstaka
menn til að gæta þeirra, sýnir hversu
mikils virði þeir álíta loflskeytin.
Það er því engum vafa bundið, að
innan mjög skamms tima verða öll
íslensk eimskip útbúin loftskeytatækjum,
og ekki ólíklegt, að hinir stærri vélbátar
fái einnig loftskeytastöðvar, i það minsta
móttökutæki.
Launamálið.
í síðasla tbl. Símablaðsins var farið
nokkrum orðum um laun símamanna,
og gerður samanburður á þeim og laun-
um nokkurra annara starfsmanna við
opinberar stofnanir. Síðan hefir það
skeð, sem nú er kunnugt, að hópur
manna við símann beiddist launahækk-
unar á þingi í vetur, en sagði að öðr-
um kosti lausum stöðum sínum með
mánaðar fyrirvara.
Pað er einnig kunnugt, að launahækk-
unin fékst ekki, og að þessir símamenn
halda áfram starfi sínu.
Þetta svo kallaða »uppistand« við
símann, og sömuleiðis málalokin, hafa
mælst misjafnlega fyrir, — símamönn-
um að ýmsu leyti legið á hálsi fyrir
gerðir þeirra. Veldur því að mestu mis-
skilningur og ókunnugleiki.
Sumir liggja símamö'nnum á hálsi
fyrir það, að hafa stofnað til verkfalls,
— aðrir fyrir það, að hafa ekki fyigt
málum betur eftir. Hvað hinu fyrra við-
víkur, þá vili Símablaðið nú þegar mól-
mæla, að fyrir þessum flokki manna
hafi nokkurntíma vakað að gera verkfall.
Enda er það bersýnilegt, þar sem hér
er aðeins um lítinn flokk manna innan
símans að ræða. Vitanlega hefðu allir,
eða nær allir starfsmenn símans orðið
að vera með í þeim samtökum, hefði
sú verið ætlunin.
En hinu ber ekki að neita, að þessir
menn munu hafa talið óhugsandi, þó
þeir að öðrum kosti væru reiðubúnir að
sleppa stöðum sínum, að stjórn og þing
kysu heldur að tapa tugum þúsunda við
að missa þá, heldur en að verða, þó
ekki vœri nema að einhverju legti við
viðurkcndum, réttmœtum og óumflgjan-
lcgum krö/um þeirra. Að þing og stjórn
myndu virða að vettugi stuðning lands-
símastjóra og upplýsingar í málinu, þess
manns, sem ætla mælti, að kunnugast-
ur væri kjörum símamanna og liag
símans. (Ég vil skjóta því inní í þessu
sambandi, að jafnvel sumir þingmenn
vissu ekki hver laun símritaranna væru,
eftir að þessari málaleitun þeirra hafði
verið synjað). En allra síst myndu þeir
hafa gert ráð fyrir, að þing og stjórn
vildu fyrir nokkurra þúsunda sparnað,
halda áfram því óheillastarfi, sem þau
hafa unnið að undanfarin ár, ad hrekja
nauðuga, eina fjölmennustu stétt opin-
berra starfsmanna hins isl. ríkis út á
brautir bolehevismans, — þá stéttina,
sem hættulegasta aðstöðu hefir lil að fá
kröfum sinum framgengt með verkfalli.
Það er ekki þinginu að þakka, og
það er ekki stjórninni að þakka, að ekki
hafa hlotist vandræði af þeirri aðstöðu,
eins og átt hefir sér stað í öðrum
löndum.